Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 30
Það var farið að nálgast niður- stöðu. Stjáni bróðir dró og beitti jafnóðum með trönusíli og hringaði lóðina niður í bjóð í austurrúminu. Veðrið var gott, sólskin og kaldi af norð-vestri. Þetta var tafsamt verk og erfitt. Þarna á Leirnum er um 20 faðma dýpi, og til þess að geta hand- fjallað þessa litlu lóðakróka og beitt sílinu, varð hann að draga línuna berhentur. Við höfðum byrjað að draga frá grunnendanum, og ætluð- um að leggja aftur frá niðurstöðu til landsins. Upptaka austurfallsins var byrjuð og mundi því ekki lenda í lóðasárinu aftur. Reitingsafli var á línuna. Skuturinn orðinn fullur jafnt þóftu, og lá báturinn mikið aftur. Nokkrar vænar ýsur og þorsk- ar voru komnar framí, en tími ekki unnist til að jafna hleðsluna á bátn- um, og ætluðum við að gera það þegar búið væri að leggja. Eg streittist við eftir mætti á tvær árar í fremra rúminu. Það þurfti að halda sem mest upp í strauminn svo að lóðin slæddi sem minnst um botn- inn. Þó að botn sé yfirleitt góður á Leirnum. þá verður stundum illfast um einhverjar nibbur. En leikurinn var næsta ójafn. Annars vegar strák- ur innan við fermingu, mesti væsk- ill bæði að vexti og afli, með tvær árar á góðu þriggja manna fari. Jafn- vel önnur árin var mér í rauninni ofviða verkfæri. Hinsvegar breið- firzkur fallstraumurinn. Þo að hann væri enn ekki kominn í fullan ham. Þeir einir sem fiski hafa stundað á Breiðafirði, vita hve fallstraumarnir þar eru erfiðir viðfangs. En ég gerði mitt bezta, hafði viðspyrnu eins og alvöruræðara sómdi, og inn potað- ist lóðin. Það var farið að líða á dag- inn og golan að aukast. Er það algengt á Breiðafirði, eink- um þegar sólskin hefir verið og góð- 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ viðri um sumar, þá setur inn með hafrænu undir kvöldið, og getur stundum orðið af all frísk gjóla, sem oftast lægir þó aftur upp úr miðnættinu. Segja veðurfræðingar að þessu valdi loftuppstreymi, er myndist þegar heiðskírt er og sól skín óhindrað á landið og hitar það. Eins og vatnið leitar jafnvægis er það rennur niður hallann, svo er um þrýstinginn í lofthjúpi jarðarinnar, loftið streymir þangað sem lægðir verða, þar af hafrænan okkar á Breiðafirði sem stundum færir þráða hvíld er menn geta sett upp segl eftir daglangan róður. Bólið okkar var nú komið fast að bátnum, og við byrjuðum að leggja, — þá skeði hið óvænta. Það var rykkt í lóðina með feiknaafli. Línan straukst upp úr bjóðinu svo að hvein í borðstokknum. Krókarnir festust í afturþóftunni og borðstokknum og margir réttust þar upp. Stjáni var berhentur en reyndi þó að ná taki á línunni, en það var stórhættulegt vegna önglanna sem slógust í allar áttir. Loks tókst honum þó að ná taki á lóðinni og sveigja hana aftur að skutstefninu, og lagðist um leið flatur ofan á fiskinn í skutnum og stoppaði við hnífilinn. Höfðu þá önglarnir rifið hold frá beini á fingr- um beggja handa vði lófana, hrein- lega réttst upp í greypum hans. En lóðin hélt og báturinn tók nú á rás aftur á bak móti golunni. Var sú ferð með ólíkindum. Eins og áður er sagt, var báturinn síginn mjög að aftan, skuturinn fullur af fiski. Þeg- ar nú manns þungi bættist við lækk- aði enn það borð sem var fyrir báru, enda fór fljótlega að gefa á, sjórinn streymdi inn yfir fiskinn í skutnum og fram í austurrúmið. Þegar Stjáni sá hvað verða mundi — hér var um líf eða dauða að tefla, kallaði hann hátt og af mikilli geðshræringu: „Hnífinn“. Allt hafði þetta gerzt svo að segja í einni svipan. Eg var ný búinn að renna inn árunum, sá að róðurs var ekki lengur þörf, en ég fylgdist með því sem var að gerast án þess að geta neitt aðhafst til gagns. Þegar kallið kom, brá ég skjótt við. Eg skildi strax hvað gera þurfti. Svo vildi til að ég hafði notað hnífinn nokkru áður við að blóðga fisk og lagt hann í austurtrog við fætur mér, sem ég notaði til viðspyrnu við róð- urinn. Varð því engin leit að hnífn- um, sem hefði getað orðið örlagarík eins og á stóð. Eg greip nú hnífinn, hljóp með hann aftur eftir, seildist aftur fyrir stefnið og skar á lóðina við hendur Stjána sem klemmdar voru í krampakendu taki við hnífil- inn. Oft er með réttu talað um alvöru- eða örlagastundir í lífi manna, bera þær að á ýmsa vegu. Jafnaðarlega er það ekki fyrr en eftirá að menn gera sér grein fyrir háskanum sem þeir höfðu lent í, eigi heldur hvort ósjálfráð handtök eða snarræði í hugsun reið baggamuninn. Þarna munaði harla mjóu um það, að við bræður hefðum frá tíðindum að segja. Þegar ég hljóp aftur í bátinn var skuturinn í rauninni kominn í kaf, meðfram af átakinu niður á við. Þegar því létti og við flýttum okkur fram í bátinn náði hann fljótt jafn- vægi. En sjórinn sem í hann var kcmin náði upp fyrir miðjar snæld- ur. Má af því ráða að hér var alvara á ferðum. Nú þurfti að láta hendur standa fram úr ermum við austur- inn. Tók hann nokkurn tíma því ekki var nema lítið austurtrog fyrir hendi. Mér var eftir nokkra stund litið upp frá austrinum, sá þá að bólið okkar var komið á þeytings- ferð í hálfu kafi. Rétt á eftir sáum við stórt bægsli koma upp úr sjón- um og bakið á stórri skepnu. Þekkt- um við fljótt að hér var beinhákarl á ferð og hann í stærra lagi. Eru þeir algengir á Breiðafirði á sumr- um, einkum á grunnmiðum. Munu ýmsar sögur vera til um það, að þeir hafi gert litlum fiskibátum skráveif- ur, og jafnvel grandað þeim, ef þeir hafaflækst í lóðir. Við fylgdumst með bólinu okkar um stund. Fór það alllangan veg með BEINHÁKARLINN - Sönn saga -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.