Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 55
Nýjungar í veiði- og veiðarfæratækni annarri hliðinni, en engin tanna- för eða áverka hinumegin. Þegar Michael var að glíma við þessa gátu, datt honum í hug að draga nokkra lýra mjög hægt. Jafnskjótt og hann hægði á drættinum, jókst þunginn á línunni mjög mikið, en breyttist strax aftur, ef hann kippti í og dró hraðar. Hann fann aldrei fullnægj- andi skýringu á þessu fyrirbrigði, en mér datt í hug að þarna hefði risasmokkur verið að verki. Sé það rétt, er nokkurn veginn víst að þeir eru til þarna miklu stærri en hingað til hafa veiðst á þessum slóðum. Ég spurði einnig um háfinn, því að ógrynni af honum hlýtur að vera í flakinu. Michael sagðist gera ráð fyrir að svo væri og bætti svo við: „Það er ekki hægt að koma beitunni niður til hans meðan bjart er á dag- inn, en á nóttunni þarf maður að hvíla sig eftir erfiði dagsins. Má af þessum orðum ráða hvílík feikna veiði er í flakinu.1) Michael sagði að einu sinni hefðu þau ætlað að vera úti alla nóttina og reyna að veiða hafál. Strax og dimmt var orðið beittu þau og renndu til botns, en ákváðu svo að láta liggja og sofna í nokkra tíma áður en þau létu til skarar skríða. En sólin var komin upp næsta morgun þegar þau vöknuðu! Þau mundu þá eftir línunni, sem var úti, og fóru að huga að henni. Stöngin og hjólið voru á sínum stað, en línan var farin. Um nóttina hafði eitthvert ferlíki tekið beituna, strikað út með alla línuna, 300 metra, og slitið hana við hjólið. Þetta eru aðeins dæmi um það, sem fyrir kemur á þessum djúpveið- um, og margt fleira mætti nefna, eins og t. d. þegar tannhvalurinn tók hjá Michael og sleit af honum 800 metra línu. Þá hitnaði hjólið svo mikið, að hann gat ekki tekið á því. Hún flýgur fiskisagan, og eins og áður var sagt hópast sjóstangamenn nú ár hvert til Kinsale á sumrin. Hentugir bátar eru til leigu á staðn- um og þaulkunnugir leiðsögumenn taka að sér, að stjórna ferðum út að flakinu. — M. V. }>ýddi. 1) „Hafállinn er náttfiskur eins og vatna- állinn, og fer í felur á daginn", segir Bjami Sæmundsson í Fiskunum. — Þýð. Síðastliðna áratugi hefur komið æ betur í ljós, að nútíma tæknifram- farir atvinnuveganna eru fyrst og fremst háðar rannsóknastarfsemi, sem rekin er í þágu þeirra. Þær stór. þjóðir, sem mesta áherzlu leggja á rannsóknir í þágu sjávarútvegsins hafa hazlað þeim völl á sviði haf- og fiskirannsókna, fiskiðnrannsókna og síðast en ekki sízt veiðitækni- og veiðarfærarannsókna. Hér á landi Jakob ýakobsson fiskifræðingur. annast Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans haf- og fiskirannsóknir, Rannsóknastofa Fiskifélagsins hefur með höndum fiskiðnrannsóknir, en kerfisbundnar veiðitæki- og veiðar- færarannsóknir eru hér ekki stund- aðar, enda þótt ýmsir aðilar hér- lendis hafi unnið talsvert að slíkum rannsóknum. Brýn þörf er nú á, að hér á landi hefjist öflug og vel skipu- lögð starfsemi, er annist veiðarfæra- og veiðitæknirannsóknir ásamt miðlun hvers konar þekkingar og nýjunga á þessu sviði. Þar eð fram- farir eru örar, er hið síðasttalda verkefni einmitt mjög mikilvægt. Til þess að auðvelda slíka miðlun þekkingar, er leiða megi til aukinna fiskveiða í heiminum, hefur mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) haldið tvö veiðarfæraþing. Hið fyrra var haldið í Hamborg árið 1957 og fjallaði um hvers konar vitneskju um nýtízku veiðitækni og veiðarfæri, efni þeirra, framleiðslu og notkun. Annað veið- arfæraþingið var haldið í London á s.l. ári. Tilgangur þess og svið var nokkru þrengra en hins fyrra og fjallaði um þrjú meginviðfangsefni: 1. Efni í veiðarfæri. 2. Veiðarfæri og veiðiaðferðir og 3. Veiðarfæra- rannsóknir. Undirritaður átti því láni að fagna, að eiga þess kost ásamt allmörgum íslenzkum útvegsmönnum og full- trúum Fiskifélags Islands, að taka þátt í störfum þingsins, og er mér ljúft og skylt að kynna þau lesend- um Sjómannadagsblaðsins, en þar sem of langt yrði að rekja hér alla þrjá verkefnaflokka þess, hef ég kosið að skýra frá því helzta, sem íslenzkir lesendur hefðu áhuga á af því, sem fram kom um annan verk- efnaflokkinn: Veiðarfæri og veiðiaðferðir. 1. Skuttog. Lagðar voru fram 3 ritgerðir á þinginu um skuttog og spunnust um þær allmiklar umræður. Kom öll- um ræðumönnum saman um, að skuttog hefði marga kosti umfram síðutog. Hér nægir að nefna, að skuttogarar geta verið miklu stærri og borðhærri en hentugt getur tal- izt að hafa síðutogara. Þá er auð- veldara að koma fyrir fiskvinnslu- vélum í skuttogurum og vinnan ofan þilfars er þar að jafnaði miklu minni en á síðutogurum, m. a. vegna þess mismunar, sem er á byggingarlagi þessara skipa. Stórir skuttogarar hafa á ýmsa fleiri vegu sannað svo kosti sína á s.l. hálfum áratug, að smíði stórra síðutogara er nú að mestu eða öllu leyti hætt. Nokkru öðru máli gegnir um lítil togveiði- skip. — Fyrirkomulag þeirra er meira í deiglunni heldur en fyrir- komulag stórra skuttogara. Miklar umræður urðu um svo- kallaða Ross Daring tilraun, sem SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.