Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 50

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 50
Fiskveiðar Færeyinga Eftirfarandi grein er rituð af Kjartan i fakubsstovu, Færeyjum, og birtist í Fishing News International Des. 1963. (Þýð.) Að skrifa um fiskveiðar Færeyja, er hliðstætt því að ræða um heildar afkomu þjóðfélags Færeyinga, þar sem svo að segja öll efnahagsafkoma er órjúfanlega tengd fiskveiðunum. Til þess að gefa nokkurt yfirlit um þetta má vitna til ummæla formanns sjómannasamtaka Færeyja, sem heldur því fram að sjö af hverjum tíu starfhæfum mönnum í Færeyj- um séu fiskimenn eða að benda á þá staðreynd, að frá því um síðari heimsstyrjöld hafi 96 til 98%af út- flutningsafurðunum verið fiskur eða fiskafurðir. Eftirfarandi tölur skýra ef til vill betur en nokkuð annað, hve mikil lífsnauðsyn fiskveiðarnar eru 35.000 manna þjóðfélagi, sem lifir lífi sínu á 17 litlum eyjum úti í N-Atlants- hafi. Landflötur eyjanna ofar yfir- borði sjávar eru 1.399 sq kílómetrar af 24.356 sq. km.landgrunnsins út- undir 200 metra dýpi, sem er vissu- lega mjög lítið og fátæklegt, og varla framfleyta meira en sjöunda hluta af núverandi fólksfjölda, ef sjórinn væri jafn ófrjór. En ef hægt væri að „rækta“ landgrunnið á réttan hátt, myndi tvöfaldur mannfjöldi á við það sem nú er, geta lifað hliðstæðum lífskjörum við það bezta sem þekk- ist meðal annarra norðurlandaþjóða. Fiskveiðisaga Færeyja er ekki viðamikil, en mætti í stuttu máli segja að hún hæfist um 1872, þegar fyrstu tilraunir í stærri stíl fiskveiða hófust og heppnuðust vel. Frá þeim tíma og framundir 1957 voru fiski- skipin að mestu keypt frá Bretlandi, nær eingöngu gömul skip, sem Bret- ar voru að losa sig við þegar þeirra eigin floti var að endurnýjast. Framundir 1930 voru þetta gömul og notuð seglskip af ýmsum gerðum, nokkur með hjálparvélum og notuð eingöngu til saltfiskveiða. Eftir 1930 og þar til skömmu eftir styrjöldina keyptu Færeyingar gamla kolakynta gufutogara frá Bretlandi og 1948 áttu þeir 38 tog- 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ara, sem var meira en nokkurt hinna norðurlandanna höfðu, að meðtöldu íslandi, en þess verður þó að gæta, að meðalaldur þessara skipa var um 24 ár. Síðan 1955 má segja að farið hafa fram algjör endurnýjun skipaflot- ans, og kaup á gömlum skipum að mestu leyti bönnuð. Þess í stað hafa Færeyingar eignast 3 dieseltogara af 800 brt. stærð, 2 olíukynta gufu- togara 1.030 brt. hvorn og í árslok 1963 verða komin í notkun rúmlega 60 ný fiskiskip af nýrri gerð, sem ekki þekktist í Færeyjum fyrr en eftir 1945. En það eru hin nýju línu- veiðiskip úr stáli og stærð þeirra frá 175 til 325 br. tonn. Heildaraflinn 1962 varð 143.600 tonn, þar af 9.900 tonn af síld og 133.700 tonn hvítfiskur. Megnið af síldaraflanum var saltað um borð, en hluta aflans var landað nýjum til frystingar í beitu. Af hvítfiskin- um var 76% saltað um borð, og annaðhvort landað í Færeyjum til verkunar eða fluttur beint til megin- landsins og seldur upp úr skipi, 16,3% var selt nýtt á brezkum mark- aði og 7,5% var fryst um borð eða selt til frystingar í landi. Vaxandi magn af saltfiskinum er nú landað í Færeyjum til verkunar, þar sem verð á saltfiski hefir verið mjög gott á Evrópumarkaði og lítur út fyrir að fari heldur hækkandi. T. d. var verðið í Esbjerg haustið 1963 um 143 stp. pr. tonn og útlit fyrir að það kæmist upp í 165 stp. á tonn. Langmestur hluti afla færeysku skipanna nú er nú sóttur á fjarlæg mið. Nær allur síldaraflinn er veidd- ur djúpt norður af Færeyjum, að- eins lítill hluti aflast við eyjarnar sjálfar og inni á fjörðum. Hvítfisk- aflinn kemur að mestu frá Græn- landsmiðum eða af 1962 aflanum 69,9% frá Nýfundnalandinu, 4,4% frá Barentshafi 2,4% og frá Islands- miðum 8,9%. Frá heimamiðum. Aðeins 14,4% koma af heimamið- um, hins vegar fer veiði þar vaxandi með tilkomu hinna nýju stálskipa, sem geta fiskað þar allt árið um kring. Þegar veðurfar hindrar veiðar við Grænland geta þessi skip verið á heimamiðum og í febrúar og marz sækja þau til Islandsmiða, þar sem þau veiða fyrir brezkan markað. Fjöldi minni báta frá 20 til 75 tonna sem veiða eingöngu á heima- miðum fer einnig vaxandi. En auk hinna nýju stálskipa eru svo einnig nokkur gömul skip 75 til 110 tonn að stærð, er einnig sækja Islands- mið og stunda þar handfæraveiðar, en þeim fer nú ört fækkandi, eink- um vegna vandkvæða að fá mann- skap á þessi skip. Eftir að landhelgin var færð út £ 12 mílur við Island, hefir handfæra- veiði þó verið heimiluð. (Fram undir 1958 voru fiskimiðin við Is- land fengsælust fyrir færeysk fiski- skip, ekki aðeins að magni til, held- ur einnig vegna þess að íslenzki þorskurinn er stór og er keyptur háu verði á Spánarmarkaði — það er einnig auðveldara að selja fær- eyska þorskinn sem er smávaxnari, ef hægt er að bjóða stærri fisk með honum). Nokkur af þessum smærri skipum stunda nú ufsaveiðar við ís- land. En Grænlandsmiðin eru þó mikil- vægustu fiskimiðin eins og fyrr seg- ir, því öll skip yfir 110 tonn sækja þangað. Stóru togararnir gera þar venjulega þrjá saltfiskveiðitúra og að vetrinum eða snemma vors gera þeir einn eða tvo túra til Newfound- land. Stóru línuveiðararnir fara tvo eða þrjá saltfisktúra til Grænlands og stærstu gömlu skipin eina veiði- ferð. En auk þessa fara hundruð færeyskra fiskimanna til Grænlands og vinna þar í landi við fiskveiðar og fiskverkun, árið 1960 voru þeir 658 og þeim hefir fjölgað árlega sem fara þangað, með litlu skipin til veiða og opna báta við handfæra- veiðar frá landi. I ársbyrjun 1963 var fiskiflotinn 195 skip yfir 20 tonn, samtals 32.086 tonn og meðalaldur 36 ár. En senni- legt er, að við lok þessa árs (1964) verði línuveiðararnir orðnir 70 og stóru togararnir 10 að tölu. Aðeins tveir af hinum nýju línu- veiðurum hafa frystiútbúnað og hafa beitt sér sérstaklega að por
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.