Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 58
uðu nærri botni á 100—110 föðm-
um. Reynslan hefur sýnt, að afli í
þær flotvörpur, sem dregnar eru á
einu skipi, er mjög háður torfustærð
og þéttleika torfanna.
Þrátt fyrir þennan jákvæða ár-
angur, sem öðru hvoru næst í slík-
um flotvörputilraunum, hefur þessi
veiðiaðferð hvergi náð almennri út-
breiðslu, nema á íslenzkum togur-
um, þegar þeir stunduðu þorskveið-
ar í flotvörpu á vetrarvertíð við
Suðurland. Mikil vitneskja hefui'
þó fengizt hin síðari ár um hegðun
slíkra varpa í sjónum og viðbrögð-
um fiska við þeim. Mælingar Þjóð-
verja hafa t. d. sýnt, að hrygnandi
síld fælist vörpur ekki að neinu ráði,
Norðursjávarsíld, sem ekki er
hrygnandi, virðist hins vegar miklu
varari um sig, og sézt greinilega á
endurvörpum dýptarmælisins, sem
hafður er á höfuðlínunni, að síldin
kemur hvergi nærri neti vörpunnar
— er oft 2—4 metra frá netinu —
þannig, að einungis sá (litli) hluti
torfunnar, sem lendir fyrir miðju
vörpuopinu, veiðist. Þessar athug-
anir hafa leitt til þess, að nú er yfir-
leitt stefnt að mjög stórum flotvörp-
um með víðu opi í stað minni varpa,
sem dregnar voru hratt.
Islendingar voru frumherjar á
sviði flotvörpuveiða. Enda þótt þær
hafi að mestu lagzt niður um sinn,
er það sannfæring mín, að þessi
veiðiaðferð eigi eftir að færa okkur
mikla björg í bú, áður en langt um
líður.
4. Reknet.
Þrjár aðalritgerðir voru lagðar
fram á þinginu um reknetaveiðar.
Tvær þeirra voru um laxveiðar
Japana á Norður-Kyrrahafi með
stórum móðurskipum. Netin eru
dregin inn á fljótvirkum vindum.
Veiðarnar eru skipulagðar með
reglugerðarákvæðum bæði með til-
liti til skipa- og netafjölda, stærð
neta og veiðisvæða. Hvert veiðiskip
má t. d. ekki hafa meira en 15 km
langa netalögn (trossu) sem í eru
330 net. Það eru hinar hraðvirku
vindur, sem gera kleift að draga
svo mikil net daglega. Aflanum er
svo skipað á degi hverjum yfir í
móðurskip. 30—36 veiðiskip fylgja
hverju móðurskipi.
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hin þriðja ritgerð, sem fram kom
á þinginu um reknet, fjallaði um
tækninýjungar, sem orðið hafa hin
síðari ár á rússneska reknetaflotan-
um. Floti þessi er mjög stór sem
kunnugt er og stundar síldveiðar
mikinn hluta ársins á hafinu milli
Islands og Noregs allt sunnan frá
Hjaltlandi og Færeyjum norður að
Jan Mayen og Svalbarða. Rússnesku
síldveiðiskipin eru t. d. 50—100
sjóm. úti af Austfjörðum frá því í
september til ársloka. Utbúnaður
þeirra og stærð virðast nokkuð mis-
munandi eins og íslenzkir sjómenn
hafa sjálfir séð, þegar þeir eru á
veiðum á sömu miðum, en hundrað
þeirra eru útbúin eftirfarandi tækj-
um skv. ritgerð þeirri sem að fram-
an var nefnd, og er eftir P. A.
Kuraptsev frá Haf- og fiskirann-
sóknastöð ríkisins í Moskva:
a) Þar sem skutur rússnesku rek-
netaskipanna er lokaður, var útbúin
sérstök járnslá og rúlla á síðu skips-
ins. Utbúnaður þessi bægir netun-
um frá skrúfunni þegar þau eru
lögð og hefur gefizt mjög vel, því
að áður var miklum annmörkum
bundið að nota skrúfu skipsins, þeg-
ar netin voru lögð.
b) Skipin verða oft að liggja af
sér vond veður að vetrarlagi með
netin úti. Til að varna því að ,,kap-
allinn“ slitni eru skipin nú útbúin
með einskonar vindu sem gefur eft-
ir á „kaplinum“ við visst átak, en
dregur hann svo inn aftur strax og
því linnir.
c) Netin eru dregin á þann hátt,
að tvö griphjól draga teinana. Grip-
hjól þessi eru sérstaklega útbúin til
að draga blýjaðan neðri teininn.
d) Eitt leiðigjarnasta ef ekki erf-
iðasta verk á reknetaskipum er að
hrista síldina úr netunum. — Þetta
vandamál leysa Rússar með sérstakri
úrhristivél, sem staðsett er mið-
skips á aðalþilfari.
e) Færibönd flytja síldina af þil-
fari að sérstakri söltunarvél. I henni
er sjálfvirkur vöðlari, þar sem síld-
inni er velt upp úr hæfilega miklu
salti, eða kryddi, sem berst með
færibandi eða „snigli“ að vöðlaran-
um. Við enda vöðlarans er staðsett
tunna á titrings- eða hristibretti og
rennur síldin úr blandaranum beint
í tunnuna, þar sem síldin raðast án
þess að mannshöndin komi þar
nærri. Söltunarvélin afkastar 30—
40 tunnum á klst. Hún fær afl sitt
frá 3,8 kw rafal.
Það sem hér hefur verið sagt um
tækniútbúnað rússneskra rekneta-
skipa sýnir, hve mikla áherzlu
Rússar leggja á þessa gömlu veiði-
aðferð og vaknar þá sú spurning,
hvort Islendingar gætu ekki notið
góðs af þessari vélvæðingu t. d. með
notkun söltunarvélar bæði til sjós
og lands. Þess skal að lokum getið,
að íslenzkir aðilar hafa fylgzt með
þróun söltunarvélarinnar s.l. 4 ár
eða frá því að greinar birtust fyrst
um hana í rússneskum tímaritum.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar
til að fá slíka söltunarvél keypta til
landsins ,en þær hafa ekki enn borið
jákvæðan árangur.
5. Herpinótaveiðar.
Um herpinótaveiðar var lögð
fram aðeins ein aðalritgerð þótt ýms-
um þáttum þessara veiða svo sem
fiskileitartækjum, kraftblökkum o.
fl. væru einnig gerð skil í öðrum
ritgerðum t. d. í sambandi við fiski-
leit og tækniútbúnað. Framan-
greind ritgerð var eina ritaða fram-
lag Islendinga til veiðarfæraþings-
ins og fjallaði hún um þróun síld-
veiðitækni Islendinga síðastliðinn
áratug. Rakin var þróunarsaga
síldarleitarinnar á sjó og úr lofti.
Þá var einnig gerð grein fyrir
notkun kraftblakkar og nótagerð.
Ritgerð þessi var skrifuð eftir sér-
stakri beiðni frá FAO og fékk höf-
undur (Jakob Jakobsson) leyfi ís-
lenzkra yfirvalda til að semja hana.
Þá hafði hann einnig samráð við
nokkra skipstjóra, netagerðarmenn
o. fl. aðila við samningu verksins.
Ekki þykir ástæða til að fjölyrða
frekar um efni þessarar ritgerðar
hér, enda verða meginkaflar hennar
væntanlega þýddir á íslenzku í ná-
inni framtíð og birtir á vegum Fiski-
félags Islands. Skylt og ljúft er að
geta þess að á veiðarfæraþinginu var
sýnd um 10 mínútna löng kvikmynd,
sem Arni Stefánsson hafði tekið um
síldveiðar við Island. Kvikmynd
þessi, sem er mjög fögur og vel
tekin, vakti ánægju og áhuga meðal
hinna 400—500 fundarmanna frá
öllum fiskveiðiþjóðum heims.