Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 64

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 64
kafbát Myndin til hægri: Kafbáturinn Severjanlui. Myndin að neðan: Eitt af riíssnesku fiskiskipunum, sem var t samstarfi við kafbátinn, próf- essor Mesyatsev tók myndina af skip- inu t stormi við Island. Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur: Síldarleit úr Á þeim árum, sem liðin eru frá stríðslokum, hafa æ fleiri þjóðir litið til hafsins sem hins mikla mat- vælaforðabúrs mannkynsins. Bæði hefur verið lagt kapp á að kynnast sem bezt lifnaðarháttum ýmissa nytjafiska sem og að leggja grund- völl að nýtingu ýmissa tegunda, sem enn eru ekki nýttar. En forsenda alls þessa er umfram allt rannsóknir á auðævum hafsins. Af þeim sökum hafa margar þjóðir látið smíða fjölda rannsóknaskipa á síðustu árum, og stöðugt eru ný rannsóknaskip í smíðum. Munu Bandaríkjamenn og Rússar vera þar fremstir í flokki, en nágrannaþjóðir okkar hafa held- ur ekki látið sinn hlut eftir liggja, t. d. hafa Norðmenn smíðað 4 rann- sóknaskip frá stríðslokum, Þjóð- verjar 3, Bretar 4 o. s. frv. Eitt þessara skipa Bandaríkja- manna er sérkennilegt að því leyti, að það getur staðið upp á endann í sjónum, þannig að skuturinn stend- ur upp. Árið 1958 tók Hafrannsóknastofan í Murmansk í notkun gamlan kaf- bát frá rússneska sjóhernum og lét breyta honum í rannsóknakafbát. Hefur hann töluvert komið við sögu síldveiða- og hafrannsókna á Norður- Atlantshafi, og verður hér lítilshátt- ar sagt frá honum. Fyrir stríð höfðu Japanir útbúið kafbát til rannsókna, en hann eyðilagðist af hernaðar- völdum í stríðinu áður en notkun hans hófst. Rússneski kafbáturinn, sem heitir Severjanka, var útbúinn ýmsum tækjum, t. d. dýptarmælum, sem lóðuðu bæði upp og niður, svo að finna mætti torfur bæði ofan og neðan kafbátsins. I miðjum desem- ber 1958 lét Severjanka úr höfn í Murmansk í fyrstu rannsóknaför sína. Var farið í Barentshaf og par m. a. kannað botnlag og botndýr, svo og áta, sem var sem stór ský, er svifu á ýmsu dýpi. Næsta ferð hófst í lok desember 1958 og skyldi fylgj- ast með göngum síldar milli Fær- eyja og Islands. Átti Severjanka að gera sínar athuganir í samvinnu við rannsóknaskipið Professor Mesjat- sev, en það skip hefur áður verið við síldarleit við Island. Var nú haldið að rússneska síldarflotanum austan Islands. Fyrstu dagana fannst ekkert vegna óveðurs, en loks hinn 5. janúar 1959 sást fyrsta síldin í leitarljósum kafbátsins, en í þeim sást fiskur lengst í 18 metra færi. I tvo daga sigldi Severjanka gegnum samfelldar síldartorfur í 60—120 metra dýpi, en þéttastar voru þær í um 80 metra dýpi. Að næturlagi var lítil hreyfing á síldinni, og hún var sem líflaus væri, en í birtingu dýpkaði hún á sér og hvarf kafbátn- um, en fannst á ný seint næsta kvöld og var þá á uppleið. Þegar síldin var í efri lögum sjáv- ar reyndist hún mjög ljósfælin, og það sýndi sig, að tilgangslaust væri að nota ljóskastara neðansjávar við síldveiðar að vetrarlagi í Norður- Atlantshafi, þótt slíkt sé gert við ýmsar aðrar veiðar með góðum ár- angri. Aðfaranótt 12. janúar var Sever- janka komin í hlýrri sjó, og í 100 metra dýpi sást mjög illa með ljós- kösturum, aðallega vegna plöntu- og dýrasvifs, sem gerði sjóinn talsvert gruggugan. Þarna niðri fannst samt síld, en það sem vakti mesta eftir- 50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.