Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 46

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 46
Höfundurinn skoðar augun í Mako-hákarii meS augngleri (Ophthalmoscoke). Hákarlinn hefur verið svæfður. Örugglega er hægt að láta fiskinn sofa í 20 mínútur. Honum var lyft i'tr kvínni láréttum og látinn á kvíarvegginn til rannsóknar. sé þynnt niður í einn á móti nokkr- um milljónum parta. Nýlega tilkynnti Albert L. Tester við Hawaiiháskóla að tvær tegundir Kyrrahafshákarla sýndu væg við- brögð þegar vatn úr geymi, sem fiskar syntu í var dælt í geymi til þeirra. Ef fiskarnir urðu hræddir, jukust viðbrögð hákarlanna greini- lega þegar vatni var dælt. Þetta bendir til þess að fiskarnir gefi frá sér efni ef þeir verða hræddir og að hákarlarnir geti greint það. Eins og í sögunni „Gamli maðurinn og hafið“ eftir Ernest Hemingway missa fiski- menn oft úrvals fisk í kjaft hákarla, en þá beita hákarlarnir ef til vill líka sjón og titringsnæmi. Talið er víst, að hliðarkerfið geri hákörlum fært að finna svæði þar sem truflanir verða, t. d. þegar skip eru skotin niður. Fjöldaárásir há- karla þegar sjóslys hafa borið að höndum, gefa ástæðu til að halda að hákarlar á víðáttumiklu svæði kringum slysstaðinn og í mikilli fjar- lægð verði fyrir áhrifum, sem beini þeim á slysstaðinn. I hákörlum er hliðarkerfið stórt og vel þróað, það er samansett af fíngerðum vökva- fylltum göngum undir skinni hauss- ins og aftur eftir báðum hliðum skrokksins. Hliðargangarnir eru tengdir yfirborðinu með örfínum pípum. Hópum af skynjanafrumum, sem kallast taugamöstur (neuro- mals) er raðað með bilum á milli eftir innra borði hliðarganganna. Örfínir þræðir úr hópum tauga- mastranna tengja þau vökva gang- aranna. Þessi bygging bendir greini- lega til þess að hversu örlítil hreyf- ing, sem kemur á vökvann, þá hljóti þræðirnir, sem tengja hann við taugamöstrin að koma af stað tauga- boðum. Titringur eða hreyfing í vökvanum gæti vel orsakast af um- brotum særðra fiska í sjónum eða busli syndandi manna. Fyrir næstum hálfri öld komst Georg H. Parker við Harvardháskóla að því, að hákarl, sem sviptur hafði verið sjón og heyrn, hélt áfram að bregðast við truflunum í sjónum á meðan hliðarkerfi hans virkaði. Þeg- ar Parker hafði gert hliðarkerfið óvirkt, hætti hákarlinn öllum slík- um viðbrögðum. Nýlega hefur Ottó E. Löwenstein við Birminghamháskóla komið með þá tilgátu, að með aðstoð hliðarkerf- isins bergmáls finni hákarlinn hlut- ina. Þetta kæmi sér vel fyrir hákarl- inn þegar sjórinn er of gruggugur og dimmur tilþess að hann geti not- að augun. Hversu næmt hliðarkerfið er og í hve mikilli fjarlægð hákarl- inn greinir með því hreyfingar og truflanir í sjónum er óleyst viðfangs- efni, sem bíður úrlausnar snjallra rannsóknarmanna. Bygging hákarlsaugans styður ekki þær skoðanir, að sjónin gegni meiriháttar hlutverki í leit hans að fæðu. Augað er í undirstöðuatriði eins og í öðrum hryggdýrum, en þó dálítið meira flatlaga. Þar sem engar keilufrumur eru í nethimnunni (nema í einni tegund), verður að líta svo á að hákarlinn skynji ekki lit og að sjónin sé ekki skörp. Hins vegar er mikill fjöldi stafa í nethimn- unni, sem gera hana mjög næma fyrir skilum ljóss og skugga og hreyf- ingum. Spegillagið stóreykur þetta næmi. Þessi frábæra vefjagerð er undir nethimnunni. Spegillagið varpar innkomnu ljósi aftur gegnum nethimnuna og endurörfar ljós- næmi stafanna. Endurkast birtunn- ar frá spegillaginu auðveldar því há- karlinum leitina að fæðu á nóttunni og á mjög miklu dýpi. Honum nýt- ist betur hin litla birta, sem inn um augað kemur. Tegundir, sem leita fæðunnar á daginn fá þessa merkilegu líffæra- LoftbólugirSingu er ætlað að forSa sundfólki frá árásum hákarla. Samanþjöppuðu lofti er dælt í götótta slöngu. Tilraunir á tígris-hákörlum, sem gerðar voru á Lerner tilraunastofnuninni sýndu að girðingin kom ekki að gagni. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.