Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 36
Dr. Richard Beck: Minningar „Og enginn stöðvar tímans þunga nið,“ segir Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi í fögrum Alþingis- hátíðarljóðum sínum, og hefir vitan- lega laukrétt að mæla. Tímans straumur flytur okkur með sér hrað- ar en við óskum eða gerum okkur grein fyrir. Eg á t. d. dálítið erfitt með að átta mig á því, að heill ára- tugur sé liðinn síðan ég naut þeirrar miklu ánægju að taka þátt í hinum sögulegu og afar fjölmennu hátíða- höldum á Sjómannadaginn 1954, þegar forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, lagði hornsteininn að „Hrafnistu“, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hversu gamall, sem ég kann að verða, gleymi ég því aldrei, hvern sóma þið sjómennirnir, mínir gömlu vinir og starfsbræður fram eftir árum, sýnduð mér, með því að fela mér það virðulega hlutverk að flytja ávarp af ykkar hálfu á þeim sigurdegi í sögu félagslegrar starf- semi ykkar. Eg minnist þess einnig með sér- stakri ánægju, hve tilkomumikið mér fannst það vera, og sæmdarauki að sama skapi, að koma „siglandi“ á samkomustaðinn á glæsilegu vík- ingaskipi í hópi veðurbitinna sæ- garpa, sem háð höfðu marga harða glímu við Ægi, þegar hann reis upp í ógnandi mætti sínum, en gengið sigrandi af hólmi. Og þegar ég stóð við hlið þeirra á skipsfjöl á víkinga- skipinu á leiðinni til hátíðahaldanna þennan ógleymanlega dag, varð mér ofarlega í hug minningin um okkar fornu feður, sem djarflega sigldu eigin skipum að strönd Islands, námu þar land og stofnuðu þar sjálfstætt ríki, og réttilega hafa nefndir verið „frumherjar frelsis“. Já, allar götur aftur til þeirra get- um við rakið þá sterku ævintýra- og athafnaþrá, sem verið hefir eitt af höfuðeinkennum Islendinga fram á þennan dag. Því hefir verið þann- ig farið um okkur íslenzka drengi, kynslóð eftir kynslóð, að við höfum ekki verið orðnir gamlir, þegar við og kveðjur fórum að fleyta okkar fyrstu fleyj- um, hvort heldur það voru skeljar eða hefilspænir, eða einhver önnur bátskríli, á einhverri tjörn eða læk, eða við sjálft fjöruborðið, ef við ól- umst upp á fjarðarströnd, eins og títt var um marga okkar. Dr. Richard Beck. Það var því ekki út í bláinn, bæði hvað sjálfan mig snerti og fjölmarga aðra, er ég í kvæði mínu „Minni Gullfoss“, sem ort var á leið með því fríða skipi frá Skotlandi til Dan- merkur sumarið 1954, komst þannig að orði: í æsku brann mér sævarþrá í sál, þá sigldu víða drauma minna skip, og enn mér huga hitar öldumál og heillar særinn blár með töfrasvip. Frá vöggu til grafar, hvert sem sporin liggja, fylgir þetta seiðmagn sjávarins okkur Islendingum. Eins og ýmsa lesendur þessa blaðs mun reka minni til, skrifaði ég í það fyrir allmörgum árum síðan, grein um „Sævarljóð Stephans G. Stephans- sonar“, og varð ég þess var, að sum- um kom það á óvart og fannst það harla merkilegt, að skáldið, sem var sveitabóndi og dvaldi lengstum æv- innar vestur í Albertafylki inni í meginlandi Kanada, skyldi verða sjórinn og sæfarir eins oft að yrkis- efni og raun ber vitni. En hér sagði djúpstætt Islendingseðlið til sín, þótt umhverfið væri breytt. Ekki þarf heldur lengi að blaða í kvæðabókum annara vestur-ís lenzkra skálda, til þess að sjá þess næg dæmi, hve hafið, áhrifavald þess og minningarnar um það, áttu sér djúpar rætur í hugum þeirra skálda. „Sævarsöngvar“ Þorsteins Þ. Þorsteinssonar hefjast á orðun- um: „Mig hungrar í hafsins tóna.“ Síðan heldur hann áfram: Mín sál verður skinin og skorpin og skrælnuð og horuð og mjó, að heyra aldrei hafsins raddir, því hálf er hún komin úr sjó. Við sæinn hún frumtón sinn finnur og friðandi vöggusöng, sem bergmál, frá al-lífsins öldum, um aldanna súlnagöng. I brimgnýnum bumburnar druna. Hver bylgja kann nýjan slag. En raulandi undiraldan er íslenzkt kvæðalag. Hér fléttast sævarþráin, meðvit- undin um mótandi áhrif hans á ís- lenzka sál, og ættjarðarástin fagur- lega saman. Seiðandi hljómur hafs- ins verður heillandi rödd Islands í eyrum hins fjarlæga sonar þess. Hressandi og hreimmikið er kvæði Kristins Stefánssonar „A siglingu“, og glöggum dráttum dreg- in sú mynd, sem þar er brugðið upp. Hún kemur einnig íslenzkum sjó- mönnum kunnuglega fyrir sjónir: Kvöldar um haf og heldur hrönnin knerri í önnum. Fjöll eru að rísa og falla, fleyið veltur á legi. Glettingar-bára grettist, gneyp yfir þiljur steypist, gnýþung á stokkum gnestur, gnollra seglin af hrolli. Eimvélin dæsir, ymur úfinn boðinn og skrúfan. Viltur er söngur seltu: sæhljóð í öllum ljóðum 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.