Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 56
ein hinna þriggja ritgerða fjallaði
um.
Ross-togarafélagið hafði í smíðum
s.l. sumar 99 feta langt togskip (ca.
180 rúml.) af mjög óvenjulegri gerð,
þar eð gert er ráð fyrir, að skips-
höfnin verði aðeins 5 menn, þ. e.
skipstjóri og 4 hásetar. Höfundar
skipsins segja, að eitt aðalmarkmiðið
með smíði þess sé að fá skip, sem
ekki þurfi fleiri menn um borð en
nauðsynlegt er til að koma aflan-
um óskemmdum í land. Þeir gera
ráð fyrir, að aflinn á þeim Norður-
sjávarmiðum, sem togskipið skal
stunda, verði um ein lest á sólar-
hring, og þeim afla eiga fjórir há-
setar að anna. Allt eftirlit vélar ann-
ast skipstjórinn með því að fylgjast
með öryggismælum, sem staðsettir
eru í lyftingu. Sérstakir vélstjórar
verða því ekki um borð, enda er
smurning og önnur gæzla bæði vél-
ar og hjálpartækja annað hvort sjálf-
virk eða fjarstýrð úr brúnni. Þá er
togvindu algerlega stjórnað úr lyft-
ingu.
Þess skal getið, að í desember-
hefti tímaritsins World Fishing er
skýrt frá því, að tilraunaskipið Ross
Daring sé nýkomið úr fyrstu veiði-
för sinni. Skipið reyndist vel, og tog-
hæfni þess í slæmu veðri var mun
betri en á síðutogurum af svipaðri
stærð. Svo einkennilega vildi til, að
um sama leyti og Ross Daring skipið
var smíðað í Bretlandi, var verið að
smíða skip af svipaðri stærð og gerð
í Bandaríkjunum, m.s. Narragan-
sett. Aðeins er gert ráð fyrir þriggja
manna áhöfn á Narragansett, þ. e.
skipstjóra og tveimur hásetum,
Smíði beggja þessara skipa var
vandlega undirbúin og verður því
að telja líklegt, að Narrangansett
reynist ekki síður vel en Ross Dar-
ing. Þannig er skuttog nú að verða
ríkjandi veiðiaðferð bæði á stórum
og smáum togurum.
Aldur flestra íslenzkra togara fer
nú að nálgast 2. áratuginn, svo að
brátt líður að því, að kaupa verði
ný togskip til landsins. Mikla nauð-
syn ber því til að fylgzt verði sem
nánast með hinni öru þróun í gerð
skuttogara, sem á sér stað erlendis,
því að enginn vafi leikur lengur á
yfirburðum skuttogsins yfir síðutog.
Alkunna er, hvernig afli togaranna
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
hefur minnkað á undanförnum ár-
um. Engu skal hér spáð um það,
hvort sú vandræðaþróun muni enn
halda áfram, en fari svo, kemur
fljótlega að því, að eins og nú hagar
um vinnu um borð í íslenzkum tog-
urum, muni þurfa fleiri menn til að
vinna við veiðarfærin en nauðsyn-
legt er að séu til að meðhöndla afl-
ann. Þá vaknar sú spurning, hvort
ekki myndi verða ófyrirsjáanlegur
hagur fyrir togaraútgerðina að eiga
þess kost að kaupa skip, sem eru
svo vel úr garði gerð, að manns-
höndin þurfi varla við veiðarfærin
að koma? Ef til vill er rétt að ganga
feti framar og beina því nú þegar
til þeirra, sem gerst þekkja hag tog-
araútgerðarinnar, hvort slíkt ástand
hafi ekki skapast í dag, að ástæða
sé til að snúa baki við gömlum
vinnuaðferðum, sem lítið hafa
breytzt um áraraðir, og taka upp
nýjar, þar sem nútímatæki eru not-
uð. Ósagt skal látið, hvort hinar
nýju togveiðiaðferðir myndu auka
aflamagnið, en hitt sýnist visst, að
þær myndu spara mannafla og gera
vinnuna um borð miklu vosminni
en nú tíðkast á togurum. Þróun
skuttogarans er því mál, sem okkur
skiptir miklu og gæti haft úrslita-
áhrif á framtíð íslenzkra togveiða.
2. Botnvörpur.
Japaninn Chikamasa Hamuro
lagði fram mjög athyglisverða rit-
gerð um þróun botnvörpurannsókna
í heimalandi sínu, og skal efni henn-
ar að nokkru rakið:
Rannsóknirnar hófust með því, að
athuguð var hegðun venjulegs
(ensks botnvörpuútbúnaðar og kom
þá m. a. í ljós, að toghlerar, sem
dregnir eru eftir botni, fara ekki
beina línu, heldur grópa þeir sig
öðru hvoru í botninn og plægja þá
lengra til hliðar en eðlilegt er, en
kippast síðan inn á við þannig, að
þeir fara í eins konar tröppugangi
í togátt. Þetta veldur því m. a., að
hliðarátak á höfuðlínu er mismun-
andi og verður höfuðlínuhæð því
breytileg. Auk þess er átak breyti-
legt á ýmsa hluta vörpunnar eftir
því, hvort annar eða báðir toghler-
arnir hafa grópast í botn eða rekizt
þar á ójöfnu.
Þá kom í ljós, að hæðar/lengdar-
hlutfall hleranna 1:2 er ekki hag-
kvæmt, né heldur gefur sú gerð af
járnklæðningu á neðri hluta hlerans
(skór) æskilegan árangur. Þetta
hvort tveggja veldur því, að hlerar
eru oftast hafðir stærri en nauðsyn-
legt væri, ef lag þeirra og útbún-
aður væri betri. Þá leiddu athug-
anir í ljós, að hinn venjulegi útbún-
aður, sem hafður er á tengilínum
milli vörpuvængs og hlera, gefur
ekki mikla möguleika til aukinnar
höfuðlínuhæðar, m. a. vegna þess,
að hækkun vængsins er þá háð
stærð klafans og þeim óþægindum,
sem stækkun hans myndi hafa í
för með sér.
Þá hafa straummælingar í venju-
legri botnvörpu sýnt, að í gegnum
vörpuna rennur það vatnsmagn, sem
inn um op hennar streymir, ef tog-
hraði er mjög lágur (minna en 2—
2V2 sjóm./klst.). Sé toghraðinn auk-
inn, t. d. í 3,5 sjóm., kemur í ljós,
að varpan veitir svo mikið viðnám,
að straumhraðinn inni í vörpunni
verður aðeins 2,7 sjóm./klst.., eða
0,8 sjóm./klst. minni en toghraðinn.
Þessi mismunur veldur straumhvirfl-
um og jafnvel bakstraumi út úr
vörpunni. Þetta getur að sjálfsögðu
haft þær afleiðingar, að veiðihæfni
vörpunnar minnki í stað þess að
aukast með vaxandi toghraða. Þegar
hinar ýmsu mælingar höfðu leitt í
ljós m. a. þá galla á hinum venjulega
togbúnaði, sem hér að framan voru
nefndir, var hafizt handa um til-
raunir á nýjum útbúnaði í þeim til-
gangi, að kostir kæmu í stað galla.
Tilraunir með hleragerð leiddu til
smíði sérstakra íboginna toghlera.
Hæðar/lengdarhlutfall þeirra er
1:1,2. Þeir eru útbúnir með breið-
um skíðum eða þrúgum, sem eiga
að koma í veg fyrir, að þeir grafist
í botninn og dragist í rykkjum.. I
þess stað eiga þeir að dragast með
jöfnu átaki í togáttina þannig, að
þeir valdi ekki sveiflum í höfuð-
línuhæð og átaksþunga í hinum
ýmsu hlutum vörpunnar. Varpan
sjálf er þannig gerð, að lengd henn-
ar er 6 sinnum lengd fiskilínu. Sú
varpa, sem mest var reynd og gaf
beztan árangur, er 75,6 m (252 fet)
frá vænghorni að pokaenda. Lengd
undimets frá fiskilínu í pokaenda
eru 40 m (133 fet). Lengd höfuð-