Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 53
I ;J f ' M ■ ’jgjf f£vJ 11 1 fl w ■ lÍéÍ' * . Mynd þessi er af veggmálverki í Vatikaninu eftir ítalska renesans-meistarann Rafael (Raffa- ello, Santi 1483—1520). Hugmyndin er úr 1. Mósebók og sýnir Sem, Kam og Jafet við bygg- ingu arkarinnar undir föðurlegri umsjá Nóa. ELZTA SIGLINGASAGA VERALDAR Úr 1. Mósebók 5, 6, 7. Þá mælti Guð við Nóa: Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra: sjá, ég vil afmá þá af jörðinni. Gjör þú þér örk af góferviði; smáhýsi skalt þú gjöra í örkinni og bræða hana birki utan og innan. Og gjör hana svo: lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimm- tíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir. Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð; og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar, og búa til þrjú loft í henni neðst, týna öllu holdi undir himninum, sem lifandi er í; allt, sem á jörðunni er, skal deyja. A sexhundraðasta aldursári Nón, í öðrum mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins, á þeim degi opn- uðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóðgáttir himinsins lukust upp. Og steyptregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Einmitt á þeim degi gekk Nói og Sem, Kam og Jafet, synir Nóa, og kona Nóa og þrjár sonakon- ur hans með þeim í örkina — þau cg öll villidýrin eftir sinni tegund, öll skriðkvikindin, sem skríða á jörð- unni, allir fuglarnir, allt fleygt. Og þau komu til Nóa í örkina tvö og tvö af hverju holdi, sem lifandi var í. Og þau sem komu, gengu inn karl- kyns og kvenkyns af öllu holdi eins og Guð hafði boðið honum. Og Drott- inn læsti eftir honum. Og flóðið var á jörðunni fjörutíu daga, og vatnið óx og lyfti örkinni, og hún hófst yfir jörðina. . . . Allt, sem hafði lífsanda í nösum sínum, allt sem var á þurrlendinu, það dó. Og þannig amfáði hann sér- hverja skepnu, sem var á jörðunni, bæði menn og fénað, skriðkvikindi og fugla lóftsins. Það var afmáð af jörðunni. En Nói einn varð eftir og það, sem með honum var í örkinni. Og vötnin mögnuðust á jörðunni hundrað og fimmtíu daga. Þá minntist Guð Nóa og allra dýr- anna og alls fénaðarins, sem með honum voru í örkinni. Og Guð lét vinda blása yfir jörðina, svo að vatnið sjatnaði. . . . Og Örkin nam staðar í sjöunda mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins á Arar- atsfjöllum. Og vatnið var að réna allt til hins tíunda mánaðar; í tíunda mánuðinum á fyrra degoi mánaðar- ins, sáust fjalla tindamir. En eftir fjörutíu daga lauk Nói upp glugga arkarinnar, sem hann hafði gjört og lét út hrafn; hann flaug fram og aftur, þangað til vatnið þornaði á jörðunni. . . . Og hann beið enn sjö daga og sendi svo dúfuna aftur úr örkinni. Þá kom dúfan til hans aftur undir kvöld og var þá með grænt olíuviðarblað í nefinu. Þá sá Nói, að vatnið var þorrið á jörðunni. . . . Og á sexhundraðasta og fyrsta ári, í fyrsta mánuðinum á fyrsta degi mánaðarins, var vatnið þorrið á jörð- unni; og Nói tók þakið af örkinni og litaðist um, og var þá yfirborð jarð- arinnar orðið þurrt. I öðrum mán- uðinum, á tuttugasta og sjöunda degi mánaðarins, var jörðin þurr. Undir morgun þegar síðasti gesturinn var að yfirgefa brúðkaupsveizluna hátt- stemdur í sæluvímu hengdi hann spjald á útidyrahurð ungu brúðhjónanna, á því stóð: „Við erum nýgift, og í tilefni þess gefum við rjúkandi heitt morgunkaffið. Gjörið svo ve lað banka á gluggann!" Það voru ótrúlega margir, sem framhjá gengu, sem með gleði þáðu boðið. Ungu hjónun- um til mikils ónæðis og undrunar! ★ fí Þeir verða ekki lengi að finna okkur, sem sktddttm svona mikla skatta. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.