Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 29

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 29
að nema á einn veg! En við skulum gera þeim það dýrkeypt!“ Að samanlögðu munu þjóðverj- arnir hafa varpað um fjörtíu þung- um sprengjum að skipinu — einni, fjórðu hverja mínútu. Miðun þeirra var mjög góð, því að minnsta kosti tíu sprengjur féllu nákvæmlega á þann stað sem skipið hafði verið, ef Yaroshenko skipherra hefði ekki tekizt að gjöra nógu eldsnöggar ráð- stafanir til þess að sveigja skipið undan. í rökkurbyrjun, þegar tunglið var að koma upp féll síðasta sprengjan langt frá á stjórnborða. Tíu eða fimmtán mínútum áður höfðum við með ánægju horft á eina Heinkel- vélina steypast brennandi í hafið í dvínandi dagskímunni. Nóttin færðist yfir, tunglið reis hátignarlega og hljóðlega yfir him- inbogann, öll skothríð hljóðnaði. Við vorum að nálgast Sevastopol. Skarp- ar útlínur skipsins endurspegluðust sem dökkir skuggar á haffletinum í tunglsbirtunni. Um það bil út af Balaclava hrópaði varðmaður: „Tundurskeytabátur á bakborða.“ I myrkri er ekki hægt að sjá tund- urskeyti á ferð og því ekki hægt að forða sér undan því. Við biðum í eftirvæntingu, en það kom engin sprenging. Ef til vill hefir tundur- skeyti misst marks. Tashkent brun- aði áfram á fullri ferð. Það varð ekki vart fleiri tundurskeytabáta. I tunglsljósinu sáum við framund- an rönd af klettóttu landi, sem öll sovétþjóðin hugsaði til með aðdáun og þakklæti. Eg veit hvað Sevasto- pol er lítill hluti af öllu styrjaldar- svæðinu, en ég furðaði mig ennþá meira, þegar ég horfði í land frá sjónum — hvað þetta var lítill blett- ur í örlagaríkri baráttu. Þegar skipið var lagzt við hafnar- garð og vélar þess stöðvaðar heyrð- um við strax þungar drunur af sam- felldri fallbyssuskothríð í fjarlægð. Það var niðurinn frá fallbyssuskot- hríðinni í Sevastopol í júní 1942! Yaroshenko skipherra yfirgaf ekki brúna. Raunverulega stóð orustan áfram. Þetta var aðeins annað stig hennar. Skipi okkar var lagt, þar sem enginn hefði fyrir styrjöldina látið sér detta í hug, að leggja skipi eins og Tashkent og enginn skipstjóri í veröldinni hefði vogað að láta skip sitt í. Við urðum að losa farangur og menn og taka í staðinn særða menn, konur og börn. Og þetta varð að ger- ast allt á örstuttri stund, til þess að komast aftur af stað meðan myrkur var. Skipherrann vissi að Þjóðverjarn- ir myndu bíða eftir okkur þegar birti af morgni, að flugvélar hlaðnar sprengjum væru nú þegar tilbúnar til árása. Ekki hábölvað og vonlaust ef það væru Heinkel-vélar, en hvað myndu verða örlög okkar ef tund- urskeytavélar kæmu? Skipherranum var Ijóst, að það var alveg sama hvaða stefnu hann reyndi að velja frá Sevastopol, Þjóðverj- arnir myndu finna okkur og gera sitt ýtrasta til þess að tortíma skip- inu. Eg horfði á skipherrann ganga um í brúnni á meðan hann fylgdist með störfunum, andlit hans var alvöru- þrungið. Um hvað var hann að hugsa þegar hann horfði á hina minna særðu styðja og bera þá sem meira voru særðir, mæður bera sofandi börn sín á handleggnum og halla þeim að brjóstum sér. Allt þetta fór fram þegjandi og hljóðalaust en hratt og allar fyrirskipanir gefnar í lágum hljóðum. Skipið var losað og lestað aftur á tæpum tveim klukkustundum. Um tvö þúsund manns höfðu komið um borð. Flestum varð ósjálfrátt litið upp í brúna þar sem skipherrann gekk um þögull og hugsandi. Vasili Yaroshenko var vel ljóst hvaða ástand myndi skapast þegar slíku skipi væri sökkt á sjó. Hann hafði áður verið skipstjóri á litlu herskipi, sem sökkt hafði verið með sprengju úti á rúmsjó. Nokkrir fór- ust strax, Yaroshenko særðist hættu- lega ,skipið sökk á örskömmum tíma, en það tókst að bjarga meiri- hluta skipverja. En það voru engir farþegar með í það skipti. Nú voru farþegar margfalt fleiri en skipverjar — konur, börn og særðir menn. Nú varð að bjarga skipinu undan öllum árásum eða sökkva með því til botns. Klukkan tvö um nóttina var Tash- kent ferðbúinn og lagði í skyndi af stað frá Sevastopol. Tashkent tókst ]>rátt fyrir miklar árásir að komast heilu og höldnu yfir til meginlandsins, en Eugene Petrov féll fyrir sprengjubrotum ásamt nokkrum félaga sinna ,svo frásögn hans af ferð- inni til baka varð aldrei skráð. (Úr Great Sea Stories, þýð. H. J.) SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.