Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 16

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 16
aðilum þcgar skrifað og þeir spurðir álits og um hver afstaða þeirra væri. Er vonandi að af þessu sameiginlega átaki geti orðið og sjómenn fái að njóta ár- angurs þess innan tíðar." Því miður hafa aðilar, sem leitað var til sýnt málinu of lítinn áhuga, þótt nú hina síðari mánuði hafi verið um nokkra breytingu að ræða þar á. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga á Al- þingi tókst að ná fram myndarlegu fjár- framlagi í þessu skyni, eða 800 þúsund krónum. Er fjárveiting þessi bundin því skilyrði, að ámóta upphæð komi á móti annars staðar frá. I byrjun þessa árs skipaði sjávarút- vegsmálaráðherra nefnd manna til að sjá um undirbúning, framkvæmdir og frekari fjárútvegun til þess að koma upp sjómannastofum á þeim stöðum, sem þörfin væri mest. Er nefnd þessi skipuð fulltrúum frá L. I. Ú., F. F. S. 1., S. S. f. og samtökum síldveiðisjómanna, en for- maður nefndarinnar er Hallgrímur Dal- berg deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. Á fyrsta fundi nefndarinnar var skýrt frá áðurnefndri fjárveitingu Sjómanna- dagsins í Reykjavík, 100 þús. krónum, ennfremur að stjórn Sjómannasambands íslands hefði samþykkt að leggja fram jafnháa upphæð, og að fyrirheit lægi fyrir frá stjórn F. F. S. I. þar um. Er þess að vænta, að önnur skyld samtök sýni sama skilning á þessu félagslega vandamáli. Þá má geta þess, að leitað hefur verið eftir því við stjórn Atvinnu- leysistryggingarsjóðs, að hluti af því ráð- stöfunarfé sjóðsins, sem lánað hefur ver- ið til félagsheimila verkalýðsfélaga, verði lánaður í sjómannastofur. Af fyrstu upplýsingum, sem nefndin aflaði sér, má marka vilja og áhuga ráða- manna fyrir framgangi þessa máls á nokkrum stöðum úti um land. Má nefna t. d. Vestmannaeyjar, Fáskrúðsfjörð, Seyðisfjörð og Eskifjörð. Síðast nefndi staðurinn virðist sá eini af mörgum sjáv- arplássum, er eiga ný og glæsileg félags- heimili, sem ætlar að nýta hluta af því í þessu skyni. í þessu sambandi er bæði rétt og skylt að geta þess, að í Neskaupstað hefur verið rekin hin ágætasta sjómannastofa í nokkur sumur, og um framtak Reykja- víkurborgar í þessu efni, þ. e. Hafnar- búðir, er öllum kunnugt. En þrátt fyrir ágæta úrlausn þessa 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Pétur Sigurðsson. vandamáls á þessum tveim stöðum, virð- ist undirrituðum, að miðað við allar að- stæður, hafi langstærsta átakið verið unnið í Keflavík fyrir forgöngu Sjó- mannadagsráðs þar. Er gert ráð fyrir að Sjómannastofan þar verði rekin allt árið. Fulltrúaráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði hefur lagt í stórframkvæmd á þessu vori, og er þar um að ræða sjávarútvegssýninguna ,,Js- lendingar og hafið", sem haldin verður í Sýningarhöllinni í Laugardal maí— júní i ár. Sýningin verður opnuð 25. maí, dag- inn fyrir Sjómannadag, og mun standa í u. þ. b. tvær vikur. — Upphaflega var ákveðið að sýningin yrði haldin í tilefni 30 ára afmælis Sjómannadagsins á sl. ári. Sýningarhöllin fékkst ekki á þeim tíma, sem æskilegastur var talinn og var því ákveðið að fresta henni um eitt ár, en nú eru 30 ár liðin frá því að fyrsta og eina sýning þessarar tegundar -— Sjóminjasýningin -—- var haldin hér á landi og þá fyrir forgöngu sama aðila og nú. Stefnt er að því að sýningin verði sem fjölbreytilegust og bezt úr garði gerð, þótt óneitanlega hafi þeir efnahagslegu erfiðleikar, sem að atvinnuvegum okkar steðja um þessar mundir, dregið úr mik- illi þátttöku, sem útlit var fyrir að yrði, þegar hugmynd þessari var hreyft og sýningin ákveðin fyrir tveimur árum. Megintilgangur sýningarinnar er að kynna almenningi í landinu margþætta starfsemi sjávarútvegsins, gildi hans fyr- ir þjóðina og hvert kapp hefur verið lagt á að efla hann í hvívetna. Þar verður sýnd í stórum dráttum þróun íslenzks sjávarútvegs á liðnum áratugum og á hvaða stigi hann stendur í dag, t. d. hinu tæknilega sviði, hvaða tæki sjómenn hafa til að geta sótt á fjarlæg mið, veið- arfæri og hjálpartæki til veiðanna, og hvaða þjónusta er innt af hendi á mörg- um sviðum af hinu opinbera, bæði til að auka öryggi sjómanna, auka aflann og tryggja gæði þeirrar vöru, sem úr honum er unnin. Sýnt verður hvernig uppbygging skipastóls og fiskiðnaðar er grundvölluð á starfsemi lánastofnana og sjóða. Hversu viða kaupskipafloti lands- manna flytur afurðir okkar og í hverju starfsemi sölusamtakanna er fólgin, enda verður hér m. a. um sölusýningu að ræða, og hefur verið leitazt við að vekja athygli útlendinga á sýningunni með auglýsingum erlendis. Þá hafa fjölmargir innflytjendur ým- issa rekstrarvara sjávarútvegsins tilkynnt þátttöku sína eða látið í ljósi áhuga á þátttöku í sýningunni. Þegar þetta er skrifað er of snemmt að fella dóm um hvernig til tekst, enda hvorki blað þetta sá vettvangur, sem æskilegastur er til sliks, né sá sem þetta skrifar dómbær þar um. Undirbúningur sýningarinnar hefur kostað ótrúlega mikið starf, og hafa margir lagt hönd á plóginn og unnið fómfúst starf. Starfsmönnum sýningar- innar, sýningarnefnd, þátttakendum og öðrum þeim, sem stuðlað hafa að því, að af sýningu þessari gat orðið, em hér færðar hinar beztu þakkir fyrir störf sín og óbilandi áhuga. Pétur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.