Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 51
staðnum yfir ósinn, í nágrenni Hafnar- kauptúns. Þar á meðal tveir bræður for- manns og vélstjóra á Báru og faðir þeirra. Einnig urðu vitni að þessu skips- menn á vb. Sporði, sem var í tæpra 100 m. fjarlægð frá staðnum. Allir stara þess- ir menn, lostnir skelfingu, á sjóinn kaf- færa bátinn — sjá hann hverfa — og þeir standa á öndinni drykklanga stund, að þeim finnst, augu þeirra hvarfla leit- andi um úfinn sjóinn — Báru er ekki að sjá á yfirborðinu. Allt í einu sjá menn- irnir í Hvanneyjarvita eitthvað rautt í vatnsskorpunni, botninn á Báru kemur í ljós — kvikan brotnar yfir rekaldið — sem smáhækkar í sjónum og loksins brýt- ur báturinn af sér ok sjávarþungans og kemst á réttan kjöl. Um borð í Báru var ömurlegt um að litast — línur og bótfæri vöfðust um bát- inn frá siglutoppi að sjávarfleti. Sjö línubelgir voru fastir við ,,salningu“ á aftursiglu. Ollu lauslegu hafði skolað fyrir borð og lunningin stjórnborðsmegin horfin. Framsiglan brotin sundur, en á sínum stað. Bómurnar dingluðu lausar — kaðlar, sem héldu þeim, höfðu slitnað. í hásetaklefa var allt á tjá og tundri. Hringir af eldavél og kolaglóð höfðu markað brunabletti í loft hásetaklefa og lágu nú m. a. í kojum skipverja. Stýris- húsið hafði staðizt sjóinn að mestu, en allar rúður þar voru brotnar. I vélarrúmi hafði allt gengið úr skorð- um — ekkert lauslegt á sínum stað. Sjór hafði komizt í bátinn, en minna en búast mátti við. Þegar formaður og vélstjóri verða þess varir, að báturinn er að kom- ast á réttan kjöl, grípa þeir báðir til þess að gefa vélinni fullan kraft áfram. Hún hafði gengið allan tímann síðan bátur- inn fékk á sig sjóinn. Báturinn rífur sig upp, og þeir þykjast úr helju heimtir. En sjaldan er ein báran stök. Er þeir leggjast á stýrið og hyggjast sveigja bátn- um inn á ósinn, fór vélin að þyngja ganginn, og að lokum stöðvaðist hún alveg. Þeir gera sér grein fyrir því, hvað að er. Línur og bólfæri, sem voru allt í kringum bátinn, hafa lent í skrúfunni — og nú virðast allar bjargir bannaðar. Stormur og straumur bera nú bát og menn í áttina til hinna ógnvekjandi Þingnesskerja austan við ósinn og hér má engann tíma missa. -— Bátsverjar stökkva að akkerinu, losa um það og koma því út. — Keðjan rennur á eftir og vír, sem tengdur var keðjunni. Til allrar hamingju nær akkerið festu í botni, og það strengist á vírnum, en sí- fellt nálgast þeir skerin. Nú er fátt góðra ráða. Skipverjar, sem sáu slysið, snúa á brott frá staðnum. Bát og vél er ekki treyst í þær aðstæður, sem þarna eru. Að hleypa upp í sand var ekki fýsilegt og varla hægt. Veður fór versnandi. — Bátsverjar hugsa til lands og hvort þaðan væri hugsanleg björgun, en þeim kemur saman um, að enginn mundi fara um ósinn nú. Allir bjargir virtust bannaðar og brotið á Þinganesskerjum varð meira en bátslengd aftan við Báru. Hér varð eitthvað óvænt að koma til, og svo lengi er von sem lifir. Af Miklueyjarþúfu hafði verið fylgzt með því, sem gerðist, og þegar sást að báturinn var kominn upp og rak undan straum og vindi, var brugðið hart við til að leita einhverra ráða til björgunar. Sennilega mun flestum hafa komið eitt- hvað svipað í hug. — Hvanney! Hún var með nýju aflmiklu vélina og auk þess — þar um borð voru menn, í þess orðs fyllstu merkingu. Gætu þeir ekki bjargað Báru, var lítil von. Þangað var farið, tíðindin sögð og það var engin fýluför. Þeir skipverjar af Fanney, sem ekki voru að horfa á hrak- farir Báru, voru um borð — og sem einn maður rísa þeir upp — vélin sett í gang með einu handtaki — leystar landfestar og haldið út að slysstaðnum. Á leiðinni út Ósinn voru lestahlerar skorðaðir og allt lauslegt fest. — Það voru geiglausir menn, sem þarna fóru og aðeins eitt í huga þeirra allra: „Við björgum Báru, hvað sem það kostar." — Eftir skamma stund eru þeir komnir á staðinn. Mögu- leikar til björgunaraðgerða eru athugað- ir og flest, sem í hugann kemur í 'fyrstu, reyndist ógerlegt. — Tvær tilraunir eru gerðar til að láta lóðabelg með áfastri línu reka að Báru, en í bæði skiptin ber straumurinn hann frá. Aðstæður eru verri en orð fá lýst. Formaður hugsar sitt ráð í skyndi: Að koma sunnan að bátn- um er ekki gerlegt, en þaðan var björg- unarvonin mest. Straumur, stórsjór og vindátt stóð þaðan, og mestar líkur fyrir því að ekkert yrði ráðið við Elvanney ef afturhlutinn sneri í sjó. Formaðurinn kemur auga á eina leið, en ekki álitlega — en hún er reynd. — Farið er austur fyrir Báru, svo fast með brotunum af Þinganesskerjum, sem fært er, og rennt fram með bátnum, svo nærri, að línu verður komið um borð. Kannski mátti kalla þetta fífldirfsku, allavega áræði, og þetta tókst. Grastóg var síðan dregið yfir í Báru, það fest og Hvanney með sín 110 hestöfl fór að mjaka Báru frá voðanum. Meðan á björgun hafði staðið, lá Hvanney undir áföllum. Tók hún á sig tvo sjóa, annan að framan en hinn hellt- ist yfir bátinn að aftan, færði í kaf allt, sem þar var og braut sig 'fram í stýris- hús um eldhús, sem staðsett var aftan stýrishússins og gegnum hurð þar á milli. Einn bátverja af Hvanney komst ekki í skjól, áður en sjórinn skall yfir, hafði tíma til að skorða sig af og ná góðum tökum í rekkann. Ósinn var nú alveg ófær — svo mikið hafði sjórinn gengið upp meðan á björgun stóð — þó frábærlega stuttan tíma tæki. — Haldið var áleiðis austur með landi í ólátasjó og hvössum vindi. Skipshöfnin á Hvanney, sem sýnt hafði bæði samheldni, öryggi og árvekni, hélt því áfram og ferðin til Berufjarðar gekk áfallalaust að kalla, en þangað komust bátarnir kl. 2 um nóttina. Ekki verður feigum forðað, né ófeig- um á hel komið, segir máltækið, og hér átti það síðara vel við. Háskinn, sem Bára og skipshöfn hennar var í, er öll- um auðsær, og Hvanney og hennar skipshöfn lagði sig óhikað í sama hásk- ann. En þegar giftan og áræðið, hreystin og manngæzkan haldast í hendur — fer vel. Fréttirnar bárust út um morguninn — Báru hafði verið bjargað úr sjávar- háska. — Skipshöfnin, sem vann að björguninni, lagði út í algjöra tvísýnu, allir voru heimtir úr helju heilir á húfi. Hvílíkur léttir hefur það ekki verið mönnunum, sem horfðu á allan tímann, aðstandendum og vinum. Öllum, sem vit hafa á, ber saman um það, að skipshöfnin á Hvanney hafi hér unnið mikið afreksverk. — Gamall og reyndur sjómaður, sem horfði á björg- unina, kemst svo að orði, að þetta væri einungis á færi félaganna á Hvanney. Öllum kernur saman um, að þeir eigi heiður skilið, og svo mikið er víst, að skipverjar á Báru líta á þá sem lífgjafa sína. Heimildarmenn eru skipverjar af Báru og Hvanney. Einnig sjónarvottar af Mikluþufu og Hvanneyjarvita. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.