Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 36
Togarinn Apríl I seinustu viku nóvembermánaðar 1930 var togarinn Apríl frá Reykjavík á leið til landsins frá Englandi. Þegar skipið var komið upp undir land, brast á aftakaveður af suðaustri. Það var sunnudaginn 30. nóvember. Mörg skip voru fyrir sunnan land um þetta leyti. Fengu sum þeirra áföll í ofviðr- inu og voru hætt komin, en komust þó til hafnar, að einu undanteknu, togaranum Apríl. Fréttist seinast frá togaranum á sunnudagskvöldið. Töldu skipsmenn sig eiga skammt til lands, aðeins ófamar 18 sjómílur til Vestmannaeyja. Þegar skipið kom ekki til lands daginn eftir og engar fregnir bárust frá því, þótti sýnt, að eitthvað hefði orðið að því í ofviðrinu. Var þá ákveðið að senda skip til leitar. — Hófst skipuleg leit miðvikudaginn 3. desember. Varðskipin Óðinn og Ægir tóku þátt í leitinni og auk þess nokkrir tog- arar. Var leitað á stóru svæði sunnan og suðvestan lands. — Þegar sú leit hafði engan árangur borið hinn 7. desember, voru menn orðnir úrkula vonar um að togarinn væri ofan- sjávar, og hefði hann farizt með allri áhöfn. Með Apríl fórust átján menn, sextán skipverjar og tveir farþegar. Skipstjóri var Jón Sigurðsson. Skipverjar af Apríl í heimsókn Nú var það skömmu eftir þetta slys, að Eríkur fékk nokkr- um sinnum heimsókn þeirra Apríl-manna, stundum voru þeir margir saman. Eríkur segir svo frá: — Já, það var í nokkur skipti, að ég varð var við þá. Það var stundum stór hópur, sennilega tíu saman. Ég átti þá heima á Framnesvegi 20. Idef áður lýst þar her- bergjaskipun: Svefnherbergi var uppi, en eldhús á hæðinni og úr því gengið niður í kjallara. Ég var fyrir skömmu kominn á Þór, þann sem kallaður hefur verið Mið-Þór, og var nýkominn inn úr túr, þegar þeir komu í fyrsta sinn. Var ég háttaður og ætlaði að fara að sofa, þegar þeir komu. Sóttu þeir allfast að mér og vildu komast í náið sam- band við mig. Börnin voru vakandi og munu þau hafa séð á mér einhverja breytingu, þó ég reyndi að láta sem minnst á þessu bera. Bjóst ég þá við því að þau yrðu hrædd, ef þessu héldi áfram, svo að ég fór niður í eldhús og bjó þar um mig í flatsæng. Tók ég mér bók í hönd og las um stund, en strax er ég slökkti ljósið, byrjaði ballið. Ég sá þá átta eða tíu í kringum mig, og vissi strax að þetta var skipshöfnin af Apríl. Þeir sátu þarna á hækjum sínum í kringum mig. Voru þeir friðsamlegir, en samt sem áður nokkuð nærgöngulir, eins og þeir vildu toga i mig til þess að vekja á sér athygli. — Hafðir þú haft sérstök kynni af skipshöfninni á Apríl? — Ég þekkti þá nokkra, þeir höfðu sumir verið með mér á Nirði í Halaveðrinu mikla, til dæmis Jón Sigurðsson, sem var skipstjóri á Apríl, og Helgi stýrimaður á Apríl, en hann var sonur Guðmundar Guðnasonar, skipstjóra á Nirði. Einn af þessum mönnum, sem í kringum mig voru, var á 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ skyrtunni. Taldi ég það vera Pétur Hafstein lögfræðing, en hann var annar farþeginn á Apríl. Þegar þessi órói kringum mig hafði varað nokkra stund, segi ég við þá: — Nú verðið þið að fara út, því að ég vil fá frið til að sofa. Þeir hlýddu þessu allir og hurfu frá mér. Og ég heyrði í þeim, þegar þeir fóru niður stigann, sem lá niður í kjallarann. í þvottahúsinu i kjallaranum voru þrír stórir þvottabalar úr blikki. Þegar skipshöfnin var komin niður, heyrði ég þaðan mikinn hávaða. Það var eins og verið væri að berja þvottabalana með bareflum. Ég fór að hugsa, að fólk í næstu húsum myndi vakna af þessum fyrirgangi. En þó að undar- legt kunni að virðast, mun þó líklega enginn hafa heyrt þetta nema ég. Ég kallaði til þ eirra. — Það er þá betra, að þið komið upp, heldur en vera að láta svona þarna niðri. Þá dettur allt í dúnalogn niðri, en ég heyri þrammið í þeim upp stigann og jafnskjótt voru þeir komnir í hvirfingu um mig eins og áður. Þeir létu svo, sem þeir vildu vekja athygli mína á einhverju sérstöku, sem ég gat þó ekki skilið, hvað vera mundi. Ég talaði við þá i góðheitum, en þeir voru hjá mér all- lengi, að minnsta kosti 15 mínútur, og stundum nokkuð nær- göngulir. Þegar svo hafði gengið og engin breyting orðið, bað ég þá með góðu að hverfa nú í burtu. Gerðu þeir það og alger friður komst á. Las ég síðan í um það bil hálftíma. Bar nú ekki á neinu og sofnaði ég síðan. — Varstu svo ekki var við þá aftur? —• Jú, svarar Eiríkur. — Þeir komu aftur seinna, en voru þá ekki eins fyrirferðamiklir. Ég varð oft var við þá, með nokkru millibili þó. Og alltaf virtust þeir vilja skýra eitthvað fyrir mér, en ég var litlu nær. Nú var það nokkru eftir fyrstu heimsóknina, að ég var á fundi hjá Ástu Skagan. Spurði ég þá, hvers vegna skips- höfnin af Apríl sækti svona fast að komast í samband við mig og hvað þeir myndu vera að tjá mér. Mér var svarað á þessa lund: — Það er bæði af því, að þú þekktir nokkra þeirra og vegna þess, að þeir telja þig hklegastan manna til þess að geta hjálpað þeim. Þá langar til þess, að þeir finnist. Þegar ég hafði fengið þessar upplýsingar fór ég að athuga málið nánar. Samkvæmt síðasta kalli þeirra á Apríl, sunnudagskvöldið 30. nóvember, töldu þeir sig vera suðaustur af Vestmanna- eyjum og eiga aðeins ófarnar 18 sjómílur til Eyja. En mér var gefið í skyn á fundinum, að þeir hefðu farizt undan Tví- skerjum, austan Ingólfshöfða, og skakkar það talsverðu um vegalengd og stefnu frá Vestmannaeyjum. Ég andmælti þess vegna á fundinum og sagði, að þetta gæti ekki staðist eftir því, sem þeir hefðu gefið upp sjálfir. En mér var svarað: — Það var á þeim það, sem þið mynduð kalla hafvillu. Nú var það þremur til fjórum mánuðum seinna, að ég var á þessum slóðum við varðgæzlu. Kom mér þá til hugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.