Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 25

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 25
Ægir, byggður í Kaupmannahöfn árið 1929. Brúttóstærð 507 smál. Þó að síðar kastaðist í kekki með Einari og þessum ráð- herra, sem skipaði hann — Einari líkaði ekki snattið með stjórnargæðinga, og ekki heldur annarlegar innheimtur af kaupi skipverja, og fleira varð þeim að missætti — þá gat hann með nokkrum rétti kallast á þessum árum skjólstæð- ingur þessa ráðherra, og þá var ekki við góðu að búast úr her- búðum andstæðinganna. Það var skilyrðislaust allt rangt sem ráðherrann gerði og var það gagnkvæmt. Hér sannaðist þó sem oftar, að engin regla er án undantekningar. Það verður þessum ráðherra ævinlega til sóma að hafa skipað Einar, hins vegar gerði hann Einari óleik með því að nota sér vinsældir hans í pólitískum skrifum sínum. Það bætti ekki hugarþel þeirra, sem andstæðir voru Einari. Lögfræð- ingar af ýmsum gráðum gerðu Einari harðleikið og er ekki vafamál að hann galt þar húsbónda síns, dómsmálaráðherrans. Það liggja fyrir almenningi á söfnum allir Hæstaréttar- dómar, sem felldir voru yfir togurum á þessum tíma. Málin eru í meginatriðum svo lík, að hér er gullið tækifæri til að kynna sér þann mismun, sem getur orðið á dómum og dóms- forsendum, eftir því, hvemig málin em lögð fyrir. Ef Hæsta- réttardómunum er raðað hlið við hlið og forsendur þeirra og röksemdir bornar saman lið fyrir lið, þá sézt glöggt, hverjar kröfur hafa verið gerðar til skipherranna á þessum tíma, hvers um sig, að því er snertir staðarákvarðanir, tímasetningar og aðrar sannanir. Hvað sem sjálfum dómunum líður, þá virðist glöggt, að sótt var fastar að Einari en öðrum. En þó lögfræð- ingar og togaraeigendur væru Einari mótsnúnir, þá varð hon- um það kannski hættulegra, að hann átti sér öfundarmenn innan sinnar eigin stéttar og hann kom ekki skapi við næst- ráðanda landhelgisgæzlunnar. Þannig urðu og af ýmsum ástæðum margir til að bregða fæti fyrir þennan skipherra, sem þó var í rauninni ekki haldinn nema þeim eina ágalla í starfi að vera of duglegur. Vorið 1932 urðu skipti á dómsmálaráðherrum og Einar M. Einarsson var skikkaður í „hvíld“ hið fyrra sinni í september það sama ár, og voru málavextir sem hér segir: Einar hafði 17. marz 1930 tekið íslenzkan togara að veiðum við Önd- verðarnes og hlauzt af því málarekstur eins og jafnan, en þó með harðvítugra móti. Togarinn var strax dæmdur í undir- rétti, enda virðist venjulegum mönnum að sekt hans hafi verið augljós. Togaramenn sjálfir lögðu fram tvær kompás- miðanir og samkvæmt þeim og útfærslu í þeirri eigin korti, hafði togarinn verið alveg á línunni, en samkvæmt korti með stærri mælikvarða, eins og varðskipsmenn notuðu, var hann 0,2 sjómílur fyrir innan, eins og varðskipsmenn sögðu. Báts- verjarnir, sem stöðvuðu varðskipið við Óndverðarnes og kærðu togarann, höfðu horft á hann í landhelgi allan morguninn. Þetta virðist þó ekki hafa komið til álita í Hæstarétti, heldur snerust málin á annan veg. Málareksturinn fyrir Hæstarétti stóð í þrjú ár. Er ekki að orðlengja það, nema hinn uppruna- legi sökudólgur týndist úr leiknum í málarekstrinum og skip- herrann á varðskipinu kom í hans stað og leiddu málaferlin til kæru á hendur honum en togarinn var sýknaður. Sýknu- dómurinn var aðallega byggður á tímaskekkju í einni af bók- um varðskipsins, en fleira var tínt til, sem hinum almenna manni finnst fjarstæðukennt að skyldi leiða til sýknu. Hæsta- réttardóminn er að finna í Hæstaréttardómum IV. bindi 1931 -—33. Fátt er svo með öllu illt að ekki bjóði nokkuð gott. Þessi sýknudómur og málarekstur er skemmtilegt dæmi um heimsins réttlæti, þó ekki átti sig aðrir á því en þeir sem voru sjómenn á þessum tíma. -—• Það var Belgaum sem varð Einari að falli. Þar sem ofangreind tímaskekkja leiddi ekki aðeins til sýknu togarans, heldur varð tilefni ákæru á hendur skipherranum 9. september árið 1932, og leiddi til landvistar hans og brott- vikningar, er ástæða til að gera nokkra grein fyrir henni. Þegar togari er tekinn, eru færðar af skipstjómarmönnum á stjórnpalli fjórar bækur, rissbók, athugunarbók, kladdi (upp- kast að leiðarbók) og Joks leiðarbókin sjálf. Af þessum bókum er athugunarbókin aðalheimildargagnið um töku togara. í hana er hvert atvik fært um leið og það skeður. Leiðarbókin hafði aftur á móti skiljanlega minnst sönnunargildi, þar sem hún var færð á eftir og frásögnin dregin þar meira saman. 1 málarekstrinum er dómendum bent á, að breytt hafi verið tímasetningu í leiðarbók varðskipsins og skrifað þar, að varð- skipið hafi hitt bátinn sem kærði togarann við Öndverðarnes SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.