Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 42
um borð til viðbótar. Ekkert þótti þá at- hugavert í gullklefanum. — Síðdegis á laugardag hinn 13. nóv. lagðist Tararua við hafnarbakkann í Melbourne. Farþegarnir þyrptust í land, enda óþarfi að eyða tíma sínum lengur um borð, þar sem sjóferðin var á enda. Forráðamaður bankaútibúsins í Mel- bourne var ákafur í að fá gullið í örugg- ar hirzlur bankans og kallaði saman nokkra reynda starfsmenn til þess að veita því viðtöku. ■—- Þremur stundum eftir komu Tararua til Melbourne stigu þeir á skipsfjöl, óánægðir yfir að vera truflaðir frá skemmtunum laugardags- kvöldsins. — f fylgd með stýrimönnum skipsins skunduðu þeir að gullklefanum. Þegar dyrnar voru opnaðar, ranghvolfd- ust augu þeirra af undrun. Þar sem ell- efu kistur áttu að vera, vantaði nú eina. Við nákvæma rannsókn á hurð gullklef- ans og læsingu, sáust engin merki þess, að reynt hefði verið að brjótast inn. Þá kom ennfremur í ljós, að kistan, sem vantaði, tilheyrði sendingunni frá Nýja Sjálandi. Undarlegt má það teljast, að strax vaknaði grunur, að aðeins tíu kistur hefðu verið látnar um borð, þótt þær væru vandlega taldar við lestun í Dunedin. Samstundis var sent skeyti til Nýja Sjálands þessu til staðfestingar. — Lög- reglunni var gert viðvart, og reyndir lög- reglumenn komu á vettvang. Þrátt fyrir ýtarlega rannsókn, voru menn jafn nær um hverf gullsins. Áhöfn skipsins var yfirheyrð, og kom þá eitt veigamikið atriðið fram í dags- ljósið, sem sé, að ári áður hafði vara- lykill að gullklefanum hangið á vegg í bar skipsins, en við þessa rannsókn var 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ þess fyrst gætt, að hann var horfinn. Lögreglan ákvað að láta óeinkennis- klædda lögreglumenn fylgjast með ferð- um skipverja í landi. Ekkert virtist grun- samlegt. Lögreglumennirnir horfðust í augu við býsna flókið og erfitt viðfangs- efni. Einn þeirra, sem spurðir voru í þaula, var brytinn, Robert Hinton að nafni. Kvaðst hann hafa vitað, að gull var um borð, en neitaði einarðlega allri hlutdeild í þjófnaðinum. Skipafélagið hét 1000 sterlingspunda verðlaunum fyrir að hafa upp á hinum seku og skila gullinu aftur. Enginn gaf sig fram. Þegar Tararua kom kom næst til hafn- ar í Melbourne, var allri áhöfninni sagt upp og ný áhöfn ráðin til starfa. Óein- kennisklæddir lögreglumenn voru aftur ráðnir til þess að fylgjast með ferðum gömlu áhafnarinnar, en ekkert nýtt kom fram í málinu. Hinn brottvikni bryti, fæddur Amerí- kani, flutti til heimilis síns í Melbourne og bjó þar með konu sinni og lítilli dótt- ur, þar til í marz árið 1881. Hann var nokkurn tíma undir smásjá lögreglunn- ar, en þar sem lífemi hans var á allan hátt til fyrirmyndar var gæzlunni hætt. Um það bil sex mánuðum frá gull- hvarfinu, rifjaðist málið upp á ný vegna hörmulegra endaloka gullskipsins. 28. apríl árið 1881 lét Tararua úr höfn í Dunedin og var ferðinni heitið til Bluff. Farþegar og áhöfn voru samtals 151. Rétt fyrir dögun næsta morgun hafði skipið borið af leið og stýrði of nærri landi. Skipstjórinn, Garrard að nafni, hafði gert staðarákvörðun kl. 04,00 um nótt- ina og álitið skipið vera úti fyrir Slope- höfða. í samræmi við staðarákvörðun gaf hann fyrirskipun um að stýra beint í vestur, en fór síðan til klefa síns. Skömmu seinna gullu við æðisgengin hróp frá þeim, sem í brúnni voru: „Brim framundan! Brim framundan!" — Skip- stjórinn hraðaði sér fram úr hvílu sinni á stjórnpall og breytti stefnu strax í vestur að suðri. Lét hann stýra þá stefnu í tuttugu mínútur, en breytti síðan aftur á fyrri stefnu. Að svo búnu hélt hann til klefa síns og lagðist aftur til svefns. Garrard skipstjóri hélt, að brimið væri á Otara Reef, en í raun og veru var það brimið á Slope-Point. Það gerði gæfumuninn. Með því að breyta stefnu, sigldi skipið fyrir Slope-höfða án þess að stranda, en um leið og breytt var aftur í vestur stefndi skipið beint á hið hættu- lega Otara Reef. Útkíkismaðurinn, sem hálftíma áður hafði forðað skipinu frá tortímingu með aðvörunarópi sínu, leið nú út af, þar sem hann skimaði út í myrkrið. Hann varð skelfingu lostinn og ekki þess megnugur að gefa frá sér hljóð. Nokkr- um sekúndum seinna barst brimhljóðið til eyrna annars stýrimanns. Hann hróp- aði upp í örvæntingu sinni að breyta stefnu. Hásetinn við stýrið snéri stýris- hjólinu hart í borð, en Tararua var nú þegar í brimgarðinum og lét ekki að stjórn. Kl. 05,00 strandaði skipið á rifinu, mílu frá landi. Framendi skipsins lyftist og skrokkur þess barðist við harða klett- ana á rifinu. — Skrúfublöðin brotnuðu fljótlega af, og brotsjóir skullu á hel- særðu skipinu.. Örvænting greip um sig meðal farþeganna, sem köstuðust út úr kojunum úr værum nætursvefni. — Til allrar hamingju tókst að róa farþegana, þegar þeim var sagt, að von væri um björgun. -—- I vélarúminu kepptust vél- stjóri og kyndarar við störf sin, en fljót- lega kom sjór í vélarrúmið, og dælur höfðu ekki undan lekanum. Sýnt var, að þetta var vonlaus barátta, og yfirvélstjóri skipaði mönnum sínum að koma upp úr vélarrúminu. Tararua fylltist fljótlega af sjó, og með skutinn djúpt í sjó, hreyfðist skipið þyngslalega, er ólög gengu yfir það. Skipstjórinn samþykkti að leyfa Ma- lony, öðrum stýrimanni, að setja út bát og freista þess að finna stað á ströndinni, sem öruggt væri að lenda á. Báturinn hafði stutt farið, þegar Maloney stýri- maður ákvað að snúa aftur að skipinu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.