Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 27
yfirvalda, að enska þjóðin geti fyllilega treyst sanngirni ís- lenzku þjóðarinnar í framkvæmd landhelgisgæzlunnar. Og síðar segir: f stuttu máli vil ég enn á ný, fullvissa yður um eindreginn ásetning íslenzku ríkisstjórnarinnar í að hindra, að svo miklu leyti, sem á hennar valdi er, framtíðar- möguleika til kvörtunar um stöðvun togara, ónákvæma stað- setningu og að málssókn á hendur togaraskipstjórum geti ekki staðizt hlutlausa gagnrýni siglingafræðinga. Og ég vona að þér munuð af reynslunni sannfærast um, hversu eindreginn ásetningur tslenzku ríkisstjórnarinnar er í þessu efni.“ (Letur- breytingar mínar, höf.) íslenzki forsætis- og dómsmálaráðherrann lét ekki dragast úr hömlu að framkvæma skipunina, og svo vel vildi til að hann náði Ægi sama dag og hann svarar brezka ræðismann- inum og lét binda hann rammlega við bryggju í Reykjavík, og þannig stóð hann með ágætum við það, að Bretar gætu umsvifalaust sannfærzt af reynslunni um góðan vilja íslenzku ríkisstjómarinnar til að hlýða á stundinni. En íslenzki ráðherrann sannaði ekki aðeins óyggjandi við- bragðsflýti sinn, ef honum var skipað fyrir röggsamlega, held- ur einnig sannaði hann með ágætum framúrskarandi vilja sinn til að gæta hagsmuna Breta í íslenzkri landhelgi. Það er vandséð, hvernig hægt var að gera það á skeleggari hátt en binda varðskipið inn við bryggju í svartasta skammdeginu, þegar landhelgisbrjótarnir voru helzt á ferli. Fram að þessu hafði allt gengið að óskum, en það var þó eftir að bíta úr nálinni, og það var að koma skipherranum formlega af skipinu. Þessi ráðherra, sem hér segir frá, hafði sjálfur verið nýbúinn að skipa hann til sex ára (í apríl um vorið), og sakir voru engar á hann. Það varð fangaráðið að fara þess á leit við skipherrann, að hann segðist vera veikur og þarfnaðist hvíldar. Ekki gekk það. Skipherrann sagðist hvergi kenna sér meins og hafa hestaheilsu og starfsþrek í bezta lagi og heimtaði að fá að fara út með skip sitt að taka togara. Skipið lá því áfram bundið og hásetar vom afskráðir. Þegar varðskipið hafði legið aðgerðarlaust í rúman mánuð, komin voru jól og varðskipsmenn dönsuðu í kringum jóla- trén sín, að skipan yfirmanns íslenzku landhelgisgæzlunnar meðan landhelgisbrjótar dönsuðu í landhelginni, bar það að höndum aðfararnótt annars jóladags, að enskur togari, Regal, strandaði á Gerðahólmanum, eða grynningum þar í kring. Ekki fylgdi það sögunni, hvort hann hefði verið með trollið aftan í, en það er eins líklegt — þeir vissu brezku togaraskip- stjórarnir, að Ægir lá rammlega bundinn. — Gerðamenn björguðu skipsmönnum, en talinn var möguleiki á að bjarga skipinu líka. Það var verkefni fyrir Ægi, en það krafðist skjótra aðgerða, því að landbrotið við Island liðar fljótt skipin. Nú hefði Bretinn sjálfsagt leyft að Einar færi út til björg- unar, en þá hefði dregizt að koma honum af skipinu. Honum mátti ekki með nokkm móti gefast kostui á að vinna sér til frægðar við björgun einmitt um þessar mundir. Það kom því ekki til mála að Einar færi út með skipið. Það var svo ákveðið að veikindasagan skyldi látin gilda, hvað sem Einar segði. Það var seint um kvöldið á annan, að annar skipherra hringir heim til Einars og biður hann um lykla að skipskáetunni, því að hann hafi verið beðinn að fara út með Ægi til björgunar, þar sem Einar sé veikur. Einar kannast ekki við það frekar en fyrri daginn, að hann sé veikur, heldur hafi hann sjaldan verið frískari og það fari enginn út með Ægi, nema hann sjálfur meðan hann sé skipherra á honum. Að loknu símtal- inu fór Einar um borð í skip sitt og hittust þeir þar, skip- herrarnir báðir. Þeir ræða nú málið og sjá strax að það er í sjálfheldu. Einar, sem í rauninni réð enn fyrir skipinu, gat ekki umsvifalaust siglt af stað, af því að hásetarnir voru ekki skráðir. Hann hefði kannski lagt í það, ef allt hefði verið með felldu, en hann taldi ekki ráðlegt að gefa andstæðingum sín- um slíkan höggstað á sér. Hann hafðist því ekki að, nema hvað hann lagði blátt bann við, að skipið væri hreyft, nema undir sinni stjórn, þar sem hann væri enn settur skipherra. Hinum skipherranum fannst þetta eðlilegt sjónarmið, enda hafði honum verið sagt að Einar væri veikur, og þess vegna hafði hann gengið í málið. Hann kallaði nú yfirmann land- helgisgæzlunnar, þann sem næstur var dómsmálaráðherra, á vettvang og fór nú að hitna í kolunum. Tókust umræður harðar með forstjóranum úr landi og skipherranum og linnti ekki þeirri orrahríð í tvær klukkustundir, en ekki vildi Einar með nokkru móti játa að hann væri veikur. Forstjórinn fór þá í land að afla sér löglegra gagna, til að flæma hinn þrjóska skipherra frá borði og var þá liðið fram yfir miðnætti. Ráð- herra sat veizlu með vinum sínum og lét sér nægja að gefa samþykki sitt því erindisbréfi, sem undirmaður hans samdi um nóttina, og fór nú sá aftur um borð, og taldi sig standa með pálmann í höndunum, en það var ekki aldeilis. Skip- herrann sagðist ekki taka það gilt að ráðherrann væri sam- þykkur einu eða öðru; hann sjálfur og enginn annar yrði að skrifa sér uppsagnarbréfið og undirritað eigin hendi. Hinn fór aftur í land með þessi erindislok og var þá klukkan um þrjú um nóttina, risjuveður á sjó en jólagleði í landi. Ráð- herrar töldu ekki eftir sér næturverkin á þessum árum, og leið því ekki á löngu þar til enn kom maður með bréf um borð og nú taldi skipherra ekki sætt lengur, og skauzt hon- um þó þar, hann hefði getað þrjózkast enn, því að undirskrift ráðuneytisstjóra vantaði á bréfið, en nafn ráðherrans stóð þarna blautum stöfum. Það var ekki verið að bíða eftir því á þessum dögum að undirskriftir þornuðu. Það var svo á fimmta tímanum um nóttina, aðfararnótt þriðja í jólum, að skelfir landhelgisbrjótanna, bitbein stjórn- málamannanna og loks blótfórn „vina" sinna, tók pokann sinn og gekk frá borði á því skipi, sem hann hafði svo marga hildi háð á, bæði við gæzlu og björgun. Brottvikning Einars vakti að vísu nokkra athygli, en þó minni en efni stóðu til. Svo mátti heita að hann væri nú yfirgefinn af öllum. „Vinir“ hans höfðu svikið hann, og gamlir andstæðingar kölluðu þetta gott, og þó fyrr hefði verið. Það hlakkaði í Morgunblaðinu: „Sögðum við þetta ekki alltaf, að þetta væri ómögulegur maður." En það tók þó til að þjarma að ráðherranum fyrir aðfarimar við brottreksturinn, Alþýðu- blaðið tók upp hanzkann fyrir Einar og taldi brottrekstur hans hið versta óþurftarverk. Brottvikningin gekk því ekki alveg eins hljóðalaust fyrir sig, eins og ráðherrann hefur sjálfsagt vænzt og hann neyddist til að gefa skýringu á því tiltæki að reka mann úr starfi, sem hann sjálfur var nýbúinn að skipa til sex ára. Þar sem þetta skyndilega uppsteit virðist hafa komið honum á óvart, var honum ekki nægjanlega hugföst orðin sagan um veikindin og færðu blöðin hann í reikuð, þegar þau fóru að spyrja hann og hann varð margsaga. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.