Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 53
með harðari sókn. Það má heita að það sé verið að í hverju sem er. — Heldurðu, að sjómenn beri það úr býtum, sem þeim ber við skiptingu þjóð- arteknanna? — Areiðanlega ekki. Og það finnst mér undarlegt, að það er miklu meira klifað á því, að útgerðin og fiskvinnslu- stöðvarnar þurfi að hafa nóg, en hinu, sem ég tel þó nauðsynlegast af þessu öllu, að mennimir, sem við þetta vinna, geti lifað af atvinnu sinni. — Hvað telurðu helzt vænlegast ti] að bæta nýtinguna á aflanum? — Ég býst við að það sé nærtækast að reyna að bæta löndunarfyrirkomu- lagið og gera það einfaldara og kostn- aðarminna. Það er ekkert vafamál, að það fer ekki vel með fiskinn að kasta honum jafn mikið og nú er gert, bæði við löndunina sjálfa og eins í húsunum. Honum er oft keyrt um langan veg í stórum hlössum, allt að tíu tonnum, og síðan sturtað af bílunum. Þetta er bæði kostnaðarsöm aðferð og hefur í för með sér skemmdir. — Heldurðu að það sé ekki hægt að bæta meðferðina á fiskinum um borð í bátunum? — Ég held að meðferðin þar, að minnsta kosti í nýju bátunum með ál- innréttingu, sé komin í viðunandi horf. Fiskurinn er allur lagður á hillur og ís- aður og hann er blóðgaður strax. — Nú ert þú orðinn fimmtugur maður og hefur stundað sjó frá bam- æsku. Ertu tekinn að þreytast? — Auðvitað þreytast allir á þessu volki. Það er eins og ég sagði áðan, menn reyna að bæta sér upp minnkandi afla með því að sækja fastar, og það er verið að að heita má allan sólarhring- inn, í hvaða veðri sem er. Það er ekkert sældarlíf fyrir mannskapinn að vinna við netadrátt í 18 tíma á sólarhring í leiðindaveðri og frostum, eins og hafa verið undanfarið. Annars skaltu bara sjálfur koma með og sjá þetta. Það varð að ráði að ég færi með einn túr. Ég hafði að vísu verið á þorskanet- um hér áður fyrr, en nú myndi margt öðruvísi en þá var. Þar sem menn vinna fyrir kaupinu sínu .... Það var svo á aðfaramótt sunnudags- ins 31. marz að ég hélt til skips. Það var hörkugaddur, 16 stiga frost um nóttina og norðan belgingur og þannig varð ekki á betra kosið 'fyrir blaðamann að kynna sér þessa róðra við verstu að- stæður. Þegar ég labbaði vestur Nýlendugöt- una varð á vegi mínum eitt af þessum heimsljósum. Það stóð þarna á miðri götu og starfaði að verki, sem yfirleitt er ekki framkvæmt á almannafæri, og hafði uppi svofellda ræðu: — Ha, má ég ekki pissa, ef mér sýn- ist, ertu að rífa einhvem andskotans kjaft, ha, ég pissa sko á allan heiminn — hver á þetta verkfæri nema ég — ha .... — Jæja, hann var þá ekki kvæntur, enda sýndist mér það eins gott. Ég reikn- aði snarlega út mestu hugsanlegu lengd bununnar og gekk í sveig framhjá. — Bunan var reyndar heldur kraftiítil og féll mest á tær mannsins sjálfs og már varð hugsað til þess, að þannig væri það jafnan, að þeir sem ætluðu að pissa á heiminn, pissuðu mest á eigin tær. Það var háfjara, þegar ég kom niður að skipi, og um tveir metrar af bryggju- brúninni og niður á bátadekkið og ég fór að reikna: Tvö hundruð pund falla tvo metra, hver verður þá fallþunginn, þegar fæturnir skella í dekkið... ? Mér leizt ekki á útkomuna og færði mig fram með skipinu, springurinn r'ar strengdur og ég handlangaði mig niður eftir honum. Skipsmennirnir stukku allir eins og kettir niður á bátadekkið, þar sem ég hafði snúið frá, nema skip- stjórinn stökk eins og björn. Hann er álíka þungur og ég og mínir fætur hefðu ekki þolað það ógnar trukk, sem hans fætur urðu fyrir, því að skipið nötraði stafnanna á milli. Það er engin skömm að því að skríða, sagði merkur Bolvík- ingur. Það byrjaði strax að pusa á, þegar SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.