Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 28
Þessi glœsilega teikning er af 23,000 tonna skipinu HAMBURG, sem Deutsche Atlantik skipafélagiS hefir samiS um smíSi á viS Deutsche Werft í Hamborg. AðalsiglingaleiS þess verður Hamborg-New York, en einnig er því astlað að sigla sumarferðalög í Norður-Atlantshafi, og á því vœntanlega eftir að heimsœkja ísland. — I fastaferðunum er því œtlað að hafa farþegárými fyrir 600 mánns, en í sumarsiglingum fyrir 800 manns. Mun skipasmíðastöðin afhenda það til starfrœkslu vorið 1969. — Heildarlengd skipsins er 628 fet, djúprista 27 fet, og ganghraði 23 sjómílur. í viðtali við Morgunblaðið 28. desember sagði hann, að „Einar skipherra hefði farið nokkuö óvarlega við töku togara undanfarið og dómar hefðu gengið á móti honum.“ I viÖtali við AlþýÖublaðiÖ 27. desember sagði hann: „Einar M. Einarsson hefur fengið frí um stundarsakir, en heldur launum sínum, og Jóhann P. Jónsson hefur aðeins verið feng- inn til að fara út með skipiÖ í þetta sinni." 1 hans eigin blaði, Nýja dagblaðinu, er mikil hólgrein 27. desember, með stórri mynd af Einari, og þar hefur veikinda- sagan fengiÖ á sig fasta mynd. Segir í blaðinu, að Einar hafi ofboöið taugum sínum við björgun manna og skipa og hann hafi staÖið á stjórnpalli lengur oft á tíðum en mannlegu þreki sé bjóðandi, og yrði hann að fá hvíld. Aldrei lánaðist Einari að ná tali af ráðherranum, sem rak hann, né heldur fékk hann svar við bréfum sínum til ráðu- neytisins. Sú ásökun ráðherrans, að Einar hafi farið „óvar- lega við töku togara," og „dómar gengið gegn honum undan- farið," virðist ekki eiga sér neina stoð fremur á þessum tíma en endranær. Einar fékk á sig flesta sýknudóma á fyrra tíma- bilinu, 1929—32, fjóra eða fimm, enda var þá leitaÖ ákafast höggstaðar á honum. Miðað við það, að hann sótti alls 49 tog- ara til saka, eru sýknudómamir furðulega fáir, og hlutfallið ekki sýnu verra en hjá hinum varðskipunum, þrátt fyrir allt. A árinu 1937 finn ég ekki neinn sýknudóm yfir togara, sem hann hafði tekið, hins vegar náðaði þessi ráðherra togara, sem búið var að dæma fyrir báðum réttum. Þess má einnig geta, að flestir sýknudómar, sem Einar fékk á sig í Hæstarétti voru andstæðir undirréttardómunum, sem einmitt þessi ráðherra hafði kveðið upp, sem lögreglustjóri í Reykjavík á þeim tima. Þessum manni fórst því sízt allra manna að nefna viðskipti Einars við Hæstarétt. Ef skipherr- ann hafði gert skyssu við töku togara, hafði þessi maður ekki 14 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ þá einnig gert skyssu, sem dómari við rannsóknarmál? En sem sagt, á árinu 1937, var enginn fótur fyrir ofangreindri ásökun. Einar tók alls 49 togara, sem fyrr er sagt, 20 á fyrra tíma- bilinu, 1930—32, en 29 á síðara tímabilinu, árunum 1934— 37. Næstu þrjú árin eftir að Einar var settur í land, tók Ægir 1 — einn togara. Enn sannaðist, að ráðherrann hafði staðið við þau orð sín, að gæta hagsmuna Breta í landhelginni. Það átti einnig eftir að sannast fyrir dómstólunum, að sakir voru engar á Einar og brottrekstur hans var ekki réttlætanlegur frá sjónarmiði laganna. Hann hélt fullum launum þau fimm og hálft ár, sem hann átti eftir af skipunartímanum, en land- helgisgæzlan ætlaði að þrjózkast við að greiða honum hluta af björgunarlaunum Ægis á þessum tíma. Hann fór í mál og vann það. Einar M. Einarsson komst ekki á vonarvöl, þótt íslenzka ríkið gæti ekki notað hann lengur. Það var hvort tveggja, að hann hélt fullum launum, sem fyrr segir, og svo skeði það hlálega, að Bretar sjálfir réðu hann í þjónustu sína. Þegar brezkir vátryggjendur togaranna fréttu að búið væri að setja Einar frá urðu þeir æfir, skrifuðu hingað upp og hörmuðu brottvikningu hans og vildu fá hann til starfans aftur, hvað sem liði öllum togaratökum. 1 bréfum þeirra, en þau urðu mörg, segir, að hann sé færastur allra manna hérlendis við björgun og sé búinn að bjarga stórkostlegum verðmætum. — Einar náði á flot tuttugu togurum á árunum 1930—37 og var þó tvö ár skiplaus og tæki ekki eins öflug og nú er orðið. Árið 1947 fluttist Einar til útlanda og var þar búsettur um tuttugu ára skeið og annaðist fyrir Skipaskoðun ríkisins eftir- lit með smíði íslenzkra skipa í Danmörku, Þýzkalandi og Sví- þjóð um fjórtán ára skeið. Hann er nýkominn heim og hefur dregið nökkvann í naust á Hrafnistu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.