Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 35
Dularfullur heimur Eiríkur Kristófersson skipherra, er löngu þjóSkunnur fyrir störf sín í Iand- helgismólum þjóðar sinnar, en fœrri eru þeir sem hafa kynnzt þeim þœtti í lífsstarfi hans, er skilgreina verður undir hina duldu tilveru í lífi manna. — í viðtalsþóttum þeim, er Gunnar M. Magnúss ótti við Eirík um þetta og fleira úr starfi hans ó sjónum, og út var gefin af bókaútgófunni Skuggsjó fyrir sl. óramót, segir fró mörgum dulrœnum fyrirbœrum er hent hafa Eirík ó œvi- ferli hans, og hefur Sjómannadagsblaðið fengið heimild til þess að birta nokkur þeirra, sem hér fylgja. Hver kallaði? Það var á heimsstyrjaldarárunum síðari, þegar ég var á varðskipinu Óðni, að dálítið undarlegt atvik kom einu sinni fyrir í sambandi við björgun. Við höfðum lent í vondu veðri og lögðumst undir Voga- stapa. 'Ég lá á bekk og var að lesa í bók, en allt í einu datt mér í hug að hlusta á síðdegisfréttir frá Englandi, sem ég var annars ekki vanur að gera. En skyndilega heyrði ég nefnt nafn á íslenzkum bát, sem sé í nauðum staddur 8 mílur norðaustur af Garðskaga. Síðan heyrði ég ekkert meir. Ég fór þegar að talstöðinni og reynt var að kalla bádnn upp, en hann svaraði ekki. Þá var haft sam- band við Reykjavík, og ég spurðist fyrir um það, hvort þessi tiltekni bátur hefði kallað. Ég fékk þau svör að enginn bátur hefði kallað á þeim tíma, sem ég tiltók. En ég var ekki ánægður með þetta, svo greini- lega hafði ég heyrt kallað. Ég vissi, að þessi umræddi bátur var frá Keflavík, og reyndi því að ná sambandi við útgerðar- manninn, hvort báturinn væri á sjó, og sagði hann svo vera. En hvort hann viti til þess, að nokkuð sé að hjá bátnum, spyr . Utgerðarmaðurinn fullyrti, að svo mundi ekki vera, þetta sé traustur og góður bátur og ég megi vera alveg rólegur út af honum. En þrátt fyrir allar þessar upplýsingar var einhver órói í mér, og ég vissi, að ég mundi ekki ánægður fyrr en ég hefði fullvissað mig um, hvernig ástatt væri hjá bátnum. Lét ég því hífa upp akkerið og sigla af stað. Skildu skipverjar mínir ekk- ert í þessu tiltæki og heyrði ég, að stýrimaðurinn tautaði: — Nú held ég að karlinn sé orðinn vitlaus! En ég sinnti þessu engu og hélt mínu striki. Lét ég setja stefnuna á þann stað, þar sem mér hafði heyrzt sagt, að bát- urinn væri, eða 8 mílur norður af Garðskaga. Og það stóð heima. Þegar við komum þangað, var báturinn þar, Hafði stýrið farið úr lykkjunum og lagzt út á hlið utan á skrúfuna og var því með öllu ógerlegt fyrir hann að komast áfram af eigin rammleik. Settum við því dráttartaug í bátinn og drógum hann tíl Keflavíkur. Ég spurði skipstjórann, hvort hann hefði ekki sent út neyðarkall. Hann svaraði: — Nei, það var nú ekki því að heilsa, en það hefðum við áreiðanlega gert, ef við hefðum getað. En mikið hugsuðum við til ykkar. Talstöð bátsins var biluð og skildum við hana eftir í landi til viðgerðar. Þar með var það upplýst, að bátverjar höfðu ekki kallað. — En hver var það þá, sem kallaði og gaf upp hina nákvæmu staðarákvörðun bátsins, nafn hans og númer, og sagði, að þeir væru í neyð? • • Onnur dularfull tilvísun í annað skipti kom það fyrir, að ég fann bát fyrir dular- fulla tilvísun, þótt með öðrum hætti væri — en það var á Þór veturinn 1956. Þann 9. janúar lágum við á Önundarfirði í norðan hvass- viðri og blindbyl. Klukkan 9,50 um morguninn heyrðum við neyðarkall frá norðlenzkum báti, er Gunnar hét og var frá Akureyri. Taldi hann sig vera staddan 10 sjómílur norður af Gelti. Eftir þetta heyrðum við ekki meira í bátnum, enda kom síðar i ljós, að sendistöðin hafði bilað. Brugðum við þegar við, og þrátt fyrir norðanrok og stór- sjó vorum við komnir um klukkan 11 á þær slóðir, sem bát- urinn hafði gefið upp. Leituðum við síðan á stóru svæði fram og aftur í tvær klukkustundir, en fundum ekki neitt. Eitt sinn, þegar ég var búinn að gefa manninum, sem var við stýrið, upp stefnu, sem hann skyldi stýra, heyrði ég sjálfan mig skyndilega segja honum þveröfuga stefnu við það, sem ég var nýbúinn að gera. Veit ég enga skýringu á því, hvað kom mér til þess arna, en fyrst ég hafði gefið mannin- um þessi fyrirmæli, þótti mér rétt að láta við það sitja. Sigld- um við svo einar fimm mínútur og komum þá allt í einu að bátnum í kafaldshríðinni. Reyndist hann vera allfjarri þeim stað, sem hann hafði gefið upp, eða 12 mílur undan Stigahlíð í stað 10 mílur út af Gelti. Þegar við höfðum lokið við að koma dráttartaug í bátinn, fórum við af stað með hann til Önundarfjarðar. En svo var veðurofsinn mikill og hafrótið, að við urðum að dæla fimm tonnum af olíu í sjóinn til þess að verja bátinn áföllum. Meðan á leitinni stóð og eins á siglingunni inn á Önundar- fjörð var veður og sjólag, sem hér segir, samkvæmt dagbók Þórs: Kl. 12—13 tíu til ellefu vindstig, hafrót. Kl. 13—15 ellefu vindstig, hafrót. Kl. 15—16 sama. Kl. 16—17 tólf vindstig, hafrót og kl. 17—-18 tíu vindstig, sjólítið, enda vorum við þá komnir inn á Önundarfjörð í landvar. Mjög mikil snjókoma var allan tímann og frost 7—9 stig. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.