Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 32
nú þá ákvörðun, nálega sextugur, að hverfa alfarinn af landi burt. Sumarið 1894 fluttist hann til Vesturheims með konu sína og sjö af börnum þeirra. Gerð- ist hann prestur í Nýja íslandi. — Á gamals aldri tók hann að stunda læknis- fræði og varð læknir vestra, skömmu áður en hann dó. — Hann andaðist í Winnipeg 10. janúar 1911. Með brottför sr. Odds var hreyfing sú, er hann hafði vakið, orðin forystulaus og lognuðust bjargráðanefndimar útaf. Úr hinum fyrirhugaða allsherjarfélags- skap sjómanna varð ekkert, en segja má að hugsjónir hans í þessum málum hafi orðið að raunveruleika, þótt í öðru formi væri, 30—50 árum síðar, með stotnun Fiskifélags íslands, Sjómannafélags Reykjavíkur, Slysavarnafélags Islands og FFSl. Einnig fór Alþingi upp úr því að láta þessi mál til sín taka. — Árið 1903 voru samþykkt á Alþingi tvenn lög er þessi mál snerta, lög um eftirlit með þil- skipum, af þar til kvöddum mönnum, og lög um slysatryggingu sjómanna á þil- skipum. Enn má geta þess, að árið 1906, eftir Ingvarsslysið hörmulega, voru sam- skot hafin til kaupa á björgunarbát, söfn- uðust nokkur þúsund krónur, en ekkert varð úr framkvæmdum. Vorið 1912 fórst þilskipið „Geir“ frá Flafnarfirði með allri áhöfn, 27 mönn- um. — Hinn 8. apríl flutti Guðmundur Björnsson landlæknir fyrirlestur um mannskaða á Islandi, og rann ágóði af fyrirlestrinum í samskotasjóð. — I fyrir- 18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ lestrinum taldi landlæknir að á árun- um 1881—1910 hefðu 2096 sjómenn drukknað. Að í Noregi hefði farizt um það bil 1 maður af hverju þúsundi, sem stunduðu fiskveiðar. — En hér á landi fórust hins vegar árlega 12 af hverju þúsundi fiskimanna. Síðar segir land- læknir: „Það er fallega gert að efna til sam- skota handa ekkjum og munaðarlaus- um börnum þeirra manna sem drukkna. En það er ekki nóg. Við getum aldrei bætt þeim skaðann. Og hér er þar að auki að ræða um gífurlegt þjóðartjón, sem iðulega er á borð við það sem aðrar þjóðir bíða í mannskæðum styrj- öldum. í franska stríðinu 1870—1871 var manntjón Þjóðverja öllu minna að tiltölu við fólksfjölda, en mannskaðar hér á sjó árið 1906, er 123 karlmenn drukknuðu í sjó. Við megum ekki við slíkum banabyltum hverri á fætur ann- arri, með ára millibili. Við getum ekki bætt þetta böl með samskotum. ViS verSum aS reyna aS afstýra J?ví. Þetta má ekki lengur svo til ganga ..." .... Að síðustu skorar fyrirlesari á hið ný- stofnaða Fiskifélag íslands og Alþingi að skerast í leik. Fyrirlestur landlæknis vakti mikla og verðskuldaða athygli. Helztu blöð lands- ins ræddu þau mál, sem þar var um fjallað. Og Alþingi samþykkti þegar á næsta þingi lagabálk mikinn „um eftir- lit með skipum og bátum og öryggi þeirra", hina merkustu lagasmíð. — Var síðan lítið aðgert í slysavarnamálum unz Vestmannaeyingar hófust handa og stofnuðu björgunarfélag sitt. Vestmannaeyjar hafa löngum verið fengsæl veiðistöð. Þar er hins vegar stormasamt, sjór oft úfinn og sigling hættuleg vegna boða og blindskerja. — Skiptapar hafa því orðið margir við Eyj- ar fyrr og síðar. Árið 1914 var því máli hreyft, að fá björgunar- og gæzluskip til Eyja. Á styrjaldarárunum varð þó ekkert úr framkvæmdum, en árið 1918 var mál- ið tekið upp að nýju. Fyrir ötula fram- göngu þáverandi alþingismanns Vest- mannaeyja, Karls Einarssonar bæjarfó- geta, var stofnað „Björgunarfélag Vest- mannaeyja." Voru lög þess samþykkt 7. apríl 1919. Með styrk frá ríkissjóði réðst hið unga félag í það (1920) að kaupa danska hafrannsóknaskipið „Thor“ —• gufuskip með botnvörpungslagi. Hafði Sigurður Sigurðsson, skáld og lyfsali í Vestmannaeyjum, mikil og góð afskipti af skipakaupunum, og átti hann manna drýgstan þátt í því, að störf Björgunar- félags Vestmannaeyja urðu bæði mikil og heilladrjúg. Voru hin myndarlegu samtök Vestmannaeyinga mjög til hvatn- ingar og fyrirmyndar, er til mála kom að stofna allsherjarfélagsskap um slysa- varnir. Eftir að Fiskifélag íslands var stofnað árið 1911, voru björgunar- og slysavarna- mál oft til umræðu á aðalfundum þess og fiskiþingum. Sveinbjörn Egilsson, rit- stjóri Ægis, var mikill áhugamaður um slysavarnir og birti blaðið margar hvatn- ingargreinar um þessi efni. — Veturinn 1916 (24. marz) bar svo við í miklu norð- anveðri, að fiskiskipið Esther frá Reykja- vík bjargaði fjórum skipshöfnum af róðrarbátum úr Grindavík, samtals 38 manns. Og vélskipið Freyja bjargaði í sama veðri 10 mönnum af sökkvandi skipi. Eftir þessa atburði ritaði Svein- björn Egilsson bæði í Ægi og Lögréttu greinar um nauðsyn björgunarskips. Á fiskiþingum árin 1917 og 1919 voru þessi mál enn til umræðu, en ekkert hafði verið aðhafst. Var það ekki fyrr en á aðalfundi Fiskifélagsins 14. febrúar 1925, að nýr skriður kemst á málið .— Hafði þá fyrir örfáum dögum orðið eitt ægilegasta slys í sögu íslenzkrar sjósókn- ar á þessari öld, er tveir togarar fórust með allri áhöfn í Halaveðrinu svo- nefnda.. — Tveir af stjórnendum Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Sigurjón Ól- afsson og Sigurður Ólafsson ræddu slysa- Franski togarinn Cape Fagnet strandaSi í Grindavík 24. marz 1931, en allri áhöfn- inni, 38 mönnum, var bjargaS af slysavamadeildinni „Þorbjöm" í Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.