Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 20
LÁTNIRFÉLÁGÁR Garðar Jónsson, fyrrv. formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Á haustfundi Sjómannadagsráðs, sem hald- inn var í nóvember sl. minntist Pétur Sig- urðsson GarSars Jónssonar, fyrrv. formanns Sjómannafélags Reykjavílcur, á þessa leið: Þegar ég horfi til baka til þess er ég gerðist meðlimur í Sjómannafélagi Reykjavíkur, í lok síðari heimsstyrjaldar, og tók að sækja fundi í félaginu, eru það ekki þau málefni, sem á dagskrá voru, sem fyrst koma upp í huga minn, heldur þeir menn sem fundi þessa sátu og þátt tóku í fundarstörfum. Við þessar endurminningar eru það þó þrír menn, sem nú eru allir horfnir héðan, sem hæst bera í huga mínum, þeir Sigurjón A. Ólafsson, sem þá var formaður; Ólafur Friðriksson, varafor- maður, og Garðar Jónsson, sem þá var ritari félagsins. Þessar minningar eru ekki svo sér- staklega sterkar vegna þess, að ég hafi talið skoðanir þeirra þær einu réttu, eða að ég hafi fallizt á rök þeirra í sínum málflutningi, enda ekki ólíkur öðrum óþroskuðum mönnum, sem telja að allt eigi og allt sé hægt að gera á sömu stundu og óskin verður til, án tillits til annarra, bæði stéttarfélaga og þegna þjóðfélagsins. Minningarnar frá þessum fundum eru sterkar vegna skoðana og persónu- einkenna þessara baráttumanna, sem á ytra borðinu virtust svo ólík, t. d. er þeir fluttu mál sitt, en undir niðri skyld og lík, vegna trúar þeirra á sameiginlegan málstað og hugsjónir, og að þeir væru með verkum sínum að gera það sem réttast væri og bezt fyrir félagsmenn sína og þjóðina í heild, þótt þeir sem álengdar stæðu bæru ekki alltaf gæfu til að sjá vandamálin í því ljósi. Síðar kynntist ég Garðari heitnum Jónssyni enn betur, er ég varð í fyrsta skipti fulltrúi fyrir Sjómannafél. Reykja- víkur á þingi Alþýðusambands íslands, en þar átti Garðar sæti um langt árabil. Hvorki þar né annars staðar á málþing- um, reyndist Garðar neinn málskrafs- maður. En eftir orðum hans var tekið, hann var stuttorður og hélt sér við kjarna hvers máls, rödd hans var sterk og hljóm- mikil og lagði hann þungar áherzlur á orð sín. Ekki sakaði, að hinn kraftalegi vöxtur hans vakti líka athygli, en hann var meira en meðal maður á hæð og mjög þrekinn að vexti. Garðar Jónsson var fæddur að Tind- riðastöðum, Grýtubakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu þann 6. nóvember 1898. Foreldrar hans voru hjónin Jón Indriða- son sjómaður og Sigurveig Jónatansdótt- ir. Meðan Garðar var ungur að árum fluttust foreldrar hans til Akureyrar og þar ólst hann upp. Á þeim árum áttu unglingar ekki margra kosta völ um atvinnu, en engan undrar að karlmannshugur Garðars valdi hið harðsótta líf sjómannsins, enda varð það hans aðalstarf. Hann hafði hið minna fiskiskipstjórapróf og var um tíma stýrimaður og skipstjóri á norð- lenzkum síldarbátum. I Sjómannadagsblaðinu hefi ég lesið frásögn eftir Garðar heitinn, af hákarla- veiðum, er hann stundaði á árum fyrri heimsstyrjaldar. Á vetrum sigldi hann á skipum Eim- skipafélags Islands, sem háseti, lengst á Goðafossi. — Þar tókust góð kynni við Ingvar heitinn Kjaran, sem þar var þá stýrimaður, og þegar Ingvar tók við skipstjóm á Súðinni réðst Garðar til hans sem bátsmaður, og sem slíkan muna margir miðaldra menn og eldri Garðar, því að þar sem annars staðar sópaði að honum, en þessu starfi mun hann hafa gegnt um 15 ára skeið. Þegar Súðin þurfti að halda á sinni löngu viðgerð, eftir árásina sem á hana var gerð út af Austfjörðum, réðst hann árið 1943 sem verkstjóri til Skipaút- gerðar ríkisins og gegndi því meðan heilsa hans leyfði. Garðar kvæntist árið 1920 Jónu Björnsdóttur, ættaðri úr Svarfaðardal, sem reyndist honum hin ágætasta kona. Þau eignuðust 5 dætur, sem allar eru giftar og eiga mannvænleg böm. Jóna eiginkona Garðars lézt fyrir rúmu ári síðan. Þótt hér hafi verið stiklað á stóru um starfsferil Garðars, þann er varðar hrauð- Garðar Jónsson. stritið sjálft, má sjá, að í þeirri lýsingu er falin lýsing á ævikjörum alls þorra íslenzku þjóðarinnar á umliðnum öld- um, starfi og striti frá vöggu til grafar. En íslenzka þjóðin hefir átt því láni að fagna, þrátt fyrir sín hörðu kjör, að eignast einstaklinga, sem upp úr röðum fjöldans hafa staðið, og vegna hæfileika sinna hafa getað lagt af mörkum til menningar, lista og félagsmála þá steina, sem nauðsynlegir hafa orðið að teljast í grunninn, sem íslenzkt þjóðfélag er byggt á í dag. Einn af þessum mönnum var Garðar Jónsson, en ég fullyrði að félagsmálastarfsemi hans, unnin í frí- tímum, um kvöld og nætur og önnur slæm skilyrði, hefði reynzt mörgum meðalmanninum fullt ævistarf. I ágætri minningargrein eftir Henrý Hálfdánarson, sem birtist er Garðar heit- inn var jarðsettur segir svo m. a.: „Lífsbarátta íslenzkra sjómanna hef- ur lengi verið bitur og hörð, enda hef- ur afhroð þeirra af slysförum verið hlutfallslega meira en meðal stórþjóða í grimmustu styrjöldum. Hvílíkur fjöldi era þeir ekki sam- ferðamennirnir af sjónum, sumir yngri, aðrir eldri, eða jafnaldrar, sem fyrir löngu eru horfnir af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Hvað margir era þeir ekki, sem aldrei hafa séð feður sína eða hræður, nema þá sem ómálga höm? En þótt hafið og válynd veður höggvi stærstu skörðin, þá ná sviptibyljirnir oft til manna í landi. íslenzk félags- málastarfsemi hefir oft byljótt verið, svo líkja má henni við barning í óveðri, og þótt þeir byljir gangi ekki af mönnum dauðum á staðnum, þá 6 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.