Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 43
]par sem hann áleit, að bátskel sem þess- ari væri hætta búin í slíku hafróti. En það var um seinan. Ólag skall yfir bát- inn og margir féllu fyrir borð og drukkn- uðu. Annar bátur var sjósettur, en varð fljótlega að snúa til baka vegna hættu- legra brotsjóa. Einn farþeganna bauðst til þess reyna að synda í land. Þrátt fyrir allt sjórótið tókst honum að ná landi og láta vita af strandinu á næsta bóndabæ. Bóndinn fór ríðandi 35 mílna leið til næstu sím- stöðvar, á meðan farþeginn sneri aftur á strandstaðinn. Bátur var sjósettur, en fylltist af sjó í ólagi og allir drukknuðu nema þrír menn. Allir, sem um borð voru, horfðu upp á örlög þessara manna, og þótti ekki fært að sjósetja fleiri báta. Það virtist öruggast að halda sig um borð. Skömmu eftir hádegið varð örlaga- rík breyting á ástandinu. Brotsjór reið yfir afturhluta skipsins, og tveir björg- unarbátar brotnuðu mélinu smærra. Sjólagið var sífellt meira ógnvekjandi. Orvæningarfullar tilraunir voru gerðar til þess að búa betur að farþegunum. — Konum og börnum var komið fyrir í reyksalnum, sem var staðsettur fyrir aft- an brúna. Öryggi farþega og áhafnar var sífellt meiri hætta búin um borð, en Ma- loney, annar stýrimaður, lagði ekki árar í bát og ákvað nú að reyna að setja bát á flot og koma línu í land. Þetta reynd- ist vonlaust með öllu. Bátinn fyllti von bráðar, og þeir, sem í bátnum voru, reyndu að bjarga lífi sínu með því að synda í land gegnum brimgarðinn. Þau urðu endalok skipsins, að það brotnaði í sundur um nóttina, og sagan segir, að aðeins hafi tekizt að bjarga tuttugu manns, þar af níu farþegum. Skipið hafði innanborð gamla silfur- mynt að upphæð 4000 sterlingspund, eign Nýja Sjálandsbanka, auk annars farms. Mánuði áður en Tararua fór í sína hinztu sjóferð, fór brytinn Hinton aftur til sjós sem bryti á gufuskipið Otway, sem sigldi á milli Melbourne og hafna á vesturströnd Ástralíu, en hætti sjó- mennsku eftir nokkrar ferðir. Þá fluttist fjölskyldan búferlum til Hindmarsh, nærri Adelaide á Suður- Ástralíu, þar sem Hinton bryti hóf störf í sútunarverksmiðju. Lögreglan í Adelaine var ekki tor- tryggin. Hinton hafði gott orð á sér sem heiðarlegur maður, giftur, í góðri at- vinnu og lifði að öllu leyti vammlausu lífi. Hann var vinafár, umgekkst eink- um fyrrverandi skipsfélaga, sem stund- um komu í heimsókn til þess að rifja upp gamlar samverustundir. Á miðju ári 1882 fór kona Hintons frá honum, af hvaða ástæðu, er ekki ljóst. Seinna á árinu veiktist Hinton af berklum og neyddist til að hætta störfum í sútunarverksmiðjunni. Hann var mik- ils virtur af húsbændum sínum vegna hollustu sinnar, og greiddu þeir honum aukalega álitlega fjárupphæð að skiln- aði. Heilsufari Hintons hrakaði stöðugt, og hann var spurður um óskir sínar varð- andi dóttur sína og eigur. Prestur, sem sat við banabeð hans, skýrir svo frá, að eitthvað hafi legið honum þungt á hjarta, en áður en hann skildi við, gaf hann ekkert í skyn, hvað það var. Eftir dauða Hintons, fannst vini hans grunsamlegt, hvað kista ein var þung, sem átti að senda til bróður hans í Kali- forníu. Hann opnaði kistuna og fann þar þungan hlut, vandlega vafinn inn í leðurtösku. I umbúðunum var gullstöng, sem vó 255 únsur. Lögreglan var látin vita og gerði ýtar- lega leit í húsi Hintons, án þess að finna nokkuð meira. Hálfum mánuði eftir að lagt var hald á kistuna, datt lögreglunni í hug að skoða hana betur. Kistan, sem var fóðr- uð að innan, þótti grunsamlega þung, þótt búið væri að tæma hana. Lokið var rifið í sundur og þá kom í ljós, að það var með tvöföldum botni og leynihólfi, sem í voru tvær gullstangir til viðbótar, að verðmæti 3000 sterlingspund. Fréttin flaug eins og eldur í sinu um alla Ástralíu. Það verður aldrei ráðið, hvort Hinton bryti var einn um að smygla gullinu í land eða í félagi með öðrum. Tvær gullstengur hafa aldrei íundizt. Það er líklegt, að gullið hefði fundizt miklu fyrr, hefði húsleit verið fram- kvæmt á heimili Hintons í Melbourne. Þetta var einn af bíræfnustu gullþjófn- uðum, sem framdir hafa verið í Ástralíu fyrr og síðar. (Þýtt úr Compas. — Eyj. Þorst.). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.