Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 63

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 63
Fyrirhugaður skipaskurður, sem á aS tengja Rauðahafið við MiðjarðarhafiS yfir ísrdelskt lands- svœði, myndi leysa að verulegu leyti þann flutningaþunga, sem skapast á nœstu óratugum, og þyrfti að flytjast gegnum Súez-skurðinn, en óœtlanir gera róð fyrir, að það yrðu um 400 milljónir tonna á óri I lok aldarinnar. Hydrolical-orkustöð, sem notfœrir sér 400 metra fallhœðarmun Rauða- hafsins og Dauðahafsins, myndi geta framleitt 700 milljónir kw. ó klst. af rafmagni órlega, og myndi verða til þess að hœgt vœri að rcekta stór landssvœði, sem nú er eyðimörk. Skipaskurður í ísrael Stórbrotnar áætlanir um nýjan skipa- skurð, til þess að tengja Rauðahafið við Miðjarðarhafið, birtust fyrir skömmu í ísraelska tímaritinu Technion. — Sam- kvæmt upplýsingum formanns skipu- lagsnefndar þessara mála, Meir Batz verkfræðings, á þessi nýi skipaskurður að liggja frá Eilat við Rauðahafið til Ashdod við Miðjarðarhafið, og ef af framkvæmdum verður, er áætlað að hann verði tilbúinn til starfsrækslu árið 1981. Meginverkefni þessa skipaskurðar á að vera, að auðvelda samgöngur frá hin- um þróuðu löndum að norðanverðu við hin vanþróaðri lönd að sunnan, og hug- myndin um hann meðal annars byggð á því, að þótt núverandi Suez-skurður yrði stækkaður verulega, myndi hann ekki geta annað þeirri umferð, með um 400 milljónir tonna af vörum, sem áætl- að er að þyrfti að flytja yfir þetta svæði frá og til Evrópu, og á hinn bóginn til og frá Afríku og Asíulöndum, undir lok þessarar aldar. Fyrir ísrael sjálft hefði þessi skipa- skurður mikla þjóðfélagslega þýðingu, og þá reiknað með því, að hann gæti orðið fyrsta alvarlega skrefið til þess að hægt væri að byggja upp Negev-eyði- mörkina, þar sem skurðurinn yrði tengd- ur henni, en hún er um tveir þriðju af landrými Israel. Heildarlengd skurðarins yrði 287 km, breidd hans 140 metrar og dýpi áætlað 25 metrar. Uppgröfturinn frá skurðin- um yrði um 10.000 milljónir cubicmetra og heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður að myndi verða um 3000 milljónir dollara, og er þá hugsað fyrir 25 til 40% frávikum vegna ófyrirséðra erfiðleika. — Ráðgert er að nota þurfi atómtækni við nokkra þætti verksins, einkum þar sem dýpi hans þyrfti að fara allt upp í 200 metra. Reiknað er með að allt að 150.000 tonna skip gætu farið um skurðinn á 36 klukkustundum. Einn af þeim möguleikum, sem Isra- elsmenn sjá sér hagnað í að framkvæma þetta verk, er sú staðreynd, að Dauða- hafið liggur 394 metra undir sjávarmáli Rauðahafsins. I einum hluta skurðar- ins yrði hann tengdur við Dauðahafið, en í því sambandi yrði komið upp rafmagnsaflstöð, sem gæti framleitt um 7000 millj. kw-stundir árlega. Þó að það áform myndi sennilega orsaka nokkurt saltstreymi inn á Arava-svæðið, er talið mögulegt með síunaraðferðum að fá fjórfalt meira landrými til ræktunar og annarrar notkunar umfram það sem tapaðist. — Þessi skipaskurður myndi einnig verða „ógnvænleg ögrun gagn- vart ölluni hugsanlegum óvinum ríkis- ins,“ segir Batz. (Þýtt úr Science Journal ’67. — H. J.). Finnski isbrjóturinn Voyma i Waikona í 40 gr. celsius frosti 18. janúar sl. — Myndina tók Ingvar Þór&arson á m.s. Lagarfossi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.