Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 60
Þessi mynd er úr Fishing News International — í nóvember 1967 — og sýnir síldarflutningaskipiS Haförninn úti á miðunum, þar sem sildarbátur er að losa afla sinn við skipshliðina. Haförninn getur flutt rúmar 3,000 lestir af síld í ferð og tekið við afla frá 12—15 fullhlöðnum sildveiðibátum. Skipið er eign Síldarverksmiðja ríkisins, en Síldin, eign Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Kletti, var einnig í þessum síldarflutningum af fjarlœgum miðum, og hafa skipin flutt milljóna verðmœti að landi, jafnhliða því að fœra veiðiskipunum olíu og vistir, og auðvelda þeim þannig aukna nýtingu veiðitíma. —1800 voru mjög aðgangsfrek, og veru- legu leyti studd af af viðkomandi ríkis- stjórnum. Einn af þessum sjóræningjum, og frægastur varð á árunum 1757—1759 fyrir starfsemi sína, var Francois Thurot, sem stjórnaði freygátunni Marechal de Belleisle. Hann var fæddur árið 1726, og að því er talið var greifasonur, og bar ræningjaskip hans sama nafn og faÖir hans. Hann var alinn upp í Jesúíta- klaustri í Dijon og lærði þar til læknis- fræði. Vitað er að hann sigldi sem lækn- ir á frönsku skipi árið 1744. Hann hafði verið handtekinn af Englendingum en sloppið úr fangelsi og þá gerzt smyglari á spönsku skipi, síðar giftist hann enskri konu frá London og mun hafa búið þar um tíma. Næst er vitað að hann var skipherra á frönsku freygátunni Fri- ponne í sjö ára styrjöldinni, en þar næst er hann kominn á fyrrnefnt skip, sem var með 40 fjögra punda fallbyssur og 500 manna áhöfn, og munnmæli hermdu, að verndari skipsins væri Ma- dame Pompadour og fleiri hefðarkonur franskar. Ensk dagblöð þessa tíma fluttu marg- ar fregnir af aðgerðum Thurot, m. a. er þess getið 15. júní 1758, að hann hafi hertekiÖ 11 brezk hvalveiðiskip rétt utan við Humber, er þau voru á leiÖ til Hull, og farið með þau til Frakklands, þar sem aflinn var gerður upptækur, en skipun- um síðan sleppt úr haldi gegn fjár- greiðslum. I september sama ár er þess getiÖ að Thurot hafi orðiÖ mjög stór- tækur í skipatökum á Norðursjó, m. a. hafi hann tekiÖ 4 kaupskip á leið til Newcastle og 3 hvalveiðiskip á leið til London. Það er einnig skýrt frá því 1 samtímaritum, að þessi franski sjóræn- ingi hafi veriÖ heiÖraÖur af franska konungnum þetta ár, fyrir töku 70 brezkra skipa með miklum verðmætum og verið veitt aðmírálsstaða í franska sjó- hernum. Minnir þetta óneitanlega á þorskastríðið hér við land, er brezka ríkisstjórnin hélt uppi ólöglegum veið- um upp við landsteina hér í trássi við íslenzk lögréttarákvæði um landhelgi, til friðunar fiskistofna, þó ekki væri um skiparán, var um aflarán að ræða. En um þennan sjóræningja fórust enskum blöðum góð orð, þrátt fyrir gripdeildir hans, og var hann viðurkenndur heið- ursmaður sem fór vel með ránsfeng sinn, og skilaði öllu herteknu fólki í góðu ástandi, en gegn ærnu gjaldi varð að 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ leysa út skipin. En Englendingar voru um þessar mundir ekki nógu sterkir í sjóhernaði, til þess að verjast þessum ránum. Líf þessara norðurhafs hvalveiði- manna var háð mikilli harðneskju, og oft var skammt milli lífs og dauða í of- viðrum og ísreki. Þó kom það fyrir að skip slyppu úr höndum þessara sjóræningja, sem voru margir slarkfengnir og ofsafengnir. — Franskt herskip tók brezku skútuna Raith á árunum 1794, er hún var á leið til Hull frá Grænlandi, skammt undan Shetlandseyjum. 16 fransmenn voru settir um borð til þess að stjórna skip- inu, en brezku skipverjarnir allir, nema stýrimaður og einn háseti, voru fluttir yfir í franska skipiÖ. Fransmennirnir tóku þegar til við drykkju af birgÖum skipsins, voru sjö þeirra í káetu en níu á dekki, brátt urðu þeir sem á dekki voru, svo ölóðir að þeir fóru upp í einn stærsta hvalabátinn og töldu sig vera þar á siglingu. Stýrimaðurinn og háset- inn notuÖu tækifærið og skáru bátinn niður, svo hann féll í sjóinn, síðan tókst þeim að negla aftur káetuhurÖina og loka þá inni sem þar voru, og sigldu svo skipinu til Leirvíkur. Árið 1828 fórust fjögur brezk skip, eitt af þeim var Jean frá Peterhead, sem var að selveiÖum á 68. gráðu norður- breiddar. Þann 18. apríl gerði ofsaveður er skipið var satt inni í lausum ís. Um klukkan eitt um nóttina fór skipiÖ að leka mikið, svo að dælur höfðu ekki undan, og undir morgun datt það á hliÖ- ina en hélzt þó á floti. Þannig rak það í þrjá næstu daga marandi í kafi. Tveir af hvalabátunum voru enn heilir í davíÖ- um og tókst skipverjum að koma þeim á flot og draga þá eftir ísnum á frían sjó, voru það 47 menn sem komust í þessa báta, en fjórir skipverja höfðu látizt af kulda og vosbúð í skipinu. Eftir sólar- hrings veru í bátunum sáu skipverjar jöklatinda Islands framundan. Komust þeir að landi í Grímsey, þar sem þeim var vel tekið af íbúum, og læknir skips- ins, Cummings, gat rætt við presfinn þar á latínu. Til þess að komast í samband viS umheiminn reyndist nauðsynlegt að komast til Akureyrar, í 68 milna fjar- lægð, þar sem danskur ríkisráðsm.iður hafði völd. Með aÖstoð eyjarskeggja tókst það 4. maí. En þá var reiknaS með að þrír mánuðir gætu orðið til f)nstu skipsferðar til útlanda. Nokkrar vikur liðu og höfðu þá níu menn af skips- höfninni látizt vegna kals. Þeir sem eftir lifðu fengu svo skömmu síðar skipsferð út með dönsku skipi, sem kom til Ak- ureyrar um þetta leyti, og voru þeir fluttir til Leirvíkur, en þaðan með frey- gátunni Investigator til Peterhead.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.