Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 22
Fulltrúaráð SJÓMANNADAGSINS 1968: lézt er Haraldur var 10 ára að aldri, og maður hennar, Hjálmar Þorsteinsson, húsgagnasmíðameistari. Ungur að árum fór Haraldur til sjós, fyrst sem aðstoðar- matsveinn og síðan sem matsveinn, og mun hann hafa stundað þessi störf um þriggja áratuga skeið. Var hann fyrstu árin á verzlunarskipum, en lengst af á togurum okkar og síðustu árin, sem hann stundaði sjómennsku, var hann á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. - - Hann var í þessu starfi sínu jafn vin- sæll meðal yfirboðara og samstarfs- manna, eiginleiki, sem hann hélt til hinztu stundar. Árið 1953 hætti Haraldur störfum til sjós og hóf þá vinnu hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli til áfs- ins 1958, en þá tók hann við forstöðu Verkamannaskýlisins við höfnina í Reykjavík og síðar arftaka þess, Hafnar- búðum, sem opnaðar voru árið 1962, en þeim veitti hann forstöðu til dauðadags. I Hafnarbúðum er fullkomin matar- og kaffisala, þar er einnig Ráðningar- skrifstofan til húsa og biðstofa verka- manna, sem eru í atvinnuleit. Ekki var það ósjaldan, að Haraldur aðstoðaði þessa menn á ýmsan hátt, m. a. með útvegun vinnu og á annan hátt. Þeir eru heldur ekki svo fáir sjómenn- imir, sem hann hjálpaði, en Hafnar- búðir eru jafnframt sjómannaheimili, þar sem fjölmargir sjómenn, innlendir sem útlendir, áttu öruggt athvarf, enda eru þar vel útbúin gistiherbergi. Þegar þessir menn og þó sérstaklega þeir, sem orðið höfðu útundan í lífsbar- áttunni, áttu í hlut, var ekki spurt um greiðslu, enda eru þeir margir, sem nutu alveg sérstakrar greiðasemi Haraldar, sem oft og tíðum fór langt fram yfir eðli- leg takmörk, svo að fullyrða má, að vin- semd hans og náungakærleiki sæti í fyrirrúmi í starfi hans. Við útför hans frá Dómkirkjunni, er fram fór mesta annadag ársins, á Þor- láksmessu, var kirkjan þéttskipuð fólki, sem kom til að flytja þessum góða dreng hinztu kveðjur og þakkir, og voru þó fleiri fjarverandi, m. a. hans stóri vina- hópur meðal sjómanna, vegna skyJdu- starfa sinna. Haraldur var mikill félagsmálamaður. Hann var einn af frumkvöðlum þess að stofna félag matsveina á fiskiskipum, og var kjörinn varaformaður þess árið 1953, og sat þar æ síðan í stjórn. Þetta félag Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Guðmundur H. Oddsson, Steindór Arnason. Vélstjórafélag íslands: Tómas Guðjónsson, Júlíus Kr. Olafsson. Sjómannafélag Reykjavíkur: Sigfús Bjarnason, Pétur Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Björn Pálsson, Ólafur Sigurðsson, Óli Barðdal. Stýrimannafélag Islands: Aðalst. Kristjánsson, Hannes Hafstein. Skipstjórafélagið Kári, Hafnarfirði: Kristens Sigurðsson, Svanberg Magnúss. Skipstjórafélagið Ægir: Einar Thoroddsen, Karl Magnússon. Skipstjórafélag íslands: Lárus Þorsteinsson, Eiríkur Kristófersson. Félag ísl. loftskeytamanna: Henry Hálfdansson. Tómas Sigvaldason. varð síðan einn af stofnaðilum Sjó- mannasambands íslands og sat Haraldur á nokkrum þinga þess. Menntunarmál þessarar starfsgreinar lét hann sig einnig miklu skipta. Haraldur skoraðist aldrei undan störf- um fyrir þetta félag sitt, og í samtökum okkar — Sjómannadagsráði — átti hann sæti fyrir þess hönd um langt árabil, fyrst sem varafulltrúi, en nú hin síðari ár sem aðalfulltrúi. Hann sýndi allri starfsemi okkar mikinn áhuga, þótt barnaheimilið og dvalarheimilið ættu því láni að fagna að njóta starfskrafta hans fyrst og fremst. Haraldur var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Heklu árið 1963 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, bæði í aðalstjóm og nefndum — en Kiwanishreyfingin — eins og Lions- hreyfingin, vinnur að ýmsum góðgerða- og mannúðarmálum. Ég hefi aldrei farið í grafgötur um það, hver hugmyndina átti að þvi, að Kiwanisfélagar hafa nú í nokkur ár boðið gamla fólkinu á Hrafnistu í ferða- lag einu sinni á sumri, og aka þá sjálfir Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Kristján Jónsson, Ólafur Ólafsson. Félag framreiðslumanna, S. M. F.: Guðmundur H. Jónsson, Leifur Jónsson. Matsveinafélag S. S. í.: Magnús Guðmundsson, Magnús Gestsson. Mótorvélstjórafélag íslands: Anton Nikulásson, Sveinn Jónsson. Félag bryta: Böðvar Steinþórsson, Elísberg Pétursson. Stjóm SJÓMANNADAGSINS 1967: Formaður: Pétur Sigurðsson. Gjaldkeri: Guðmundur H. Oddsson. Ritari: Kristens Sigurðsson. Meðstjórnendur: Hilmar Jónsson, Tómas Guðjónsson. bílum sínum og sjá um veitingar fyrir það. Persónulega kynntist ég Haraldi hvað bezt í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. — Þar komu sem annars staðar fram hans góðu eiginleikar, vinsemd og hjálpfýsi, sem pólitískir andstæðingar kunnu að meta, ekki síður en flokksbræður. Haraldur kvæntist árið 1935 eftirlif- andi konu sinni, Jónu Ólafsdóttur. — Eignuðust þau þrjá syni, sem allir eru fullorðnir og kvæntir, hinir mætustu menn. Nú þegar við minnumst Haraldar, félaga okkar og vinar, minnumst við starfa hans í þágu samtaka okkar, í þágu íslenzkra sjómanna, og ekki hvað sízt fórnfýsi hans og hjálpsemi við þá mörgu utangarðsmenn og lítilmagna, sem hann var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálp- andi hönd. Um leið og við rísum úr sætum og heiðrum minningu hans, sendum við eftirlifandi konu hans, sonum og öðru skyldfólki, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. 8 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.