Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 40
r^: NORSKUR, NÝTÍZKU SKUTTOGARI Frændur okkar Norðmenn leggja nú mikið kapp á togveiðar í ýmsum myndum, (gagn- stætt Islendingum, sem dottið hafa á sitjandann í þessum málum). Vel þekkt útgerðar- fjölskylda þar í landi hefir nýlega látið byggja skuttogara af mjög nýstárlegri gerð, og er ekki talið ólíklegt, að ef skipið reynist vel, sé hér um að ræða algjöra nýbreytni á þessu sviði. — Skipið heitir Gadus, er byggt í Akers skipabyggingastöðinni í Þrándheimi, og er talið hafa kostað um 900,000 sterlingspund, en megnið af þessu háa verði skipsins orsakast af hinum tæknilega útbúnaði þess. Það er 1.530 brúttólestir að stærð, gangvélar eru tvær og mcðalhraði þess við veiðar á fiskimiðum áætlaður 14 sjómílur, en á Iang- siglingu 17 mílur. — I stýrishúsi skipsins er t. d. elektrónískur útbúnaður að verðmæti 75.000 sterlingspund. Flest tæki eru tvöföld svo sem Decca ratsjár og Simrad fisldeitar- tæki. Margs konar nýjungar eru í því til hagræðis og öryggis fyrir skipshöfnina má þar til nefna „hreyfingartanka", sem draga úr veltingi skipsins í óveðrum um 33 gráður í 8 til 12 stiga vindi, sem samsvarar hreyfingu í 6 til 8 stiga vindhraða. — Skemmtileg ný- breyíni má það og teljast, að matarframleiðsla fer fram í „sjálfsafgreiðslu“, þar sem skipverjar koma og v,elja sér mataræði eftir eigin vild. — f reynzluferð, sem það fór til Bjarnareyjamiða í desember sl., reyndist allur útbúnaður vel, en eftir það fór það til Grænlandsmiða, en því er ætlað að stunda þau mið og Nýfundnalandsmið í framtíðinni. sögunni og engin samtök meðal sjó- manna. A þessu tímabili var fjöldi sjó- manna í hlutfalli við íbúatölu landsins meiri en nokkru sinni fyrr síðan á 18. öld. Sá, sem fyrstur hóf starf að undirbún- ingi nýrra sjómannasamtaka haustið 1915, var Jón Guðnason, þá háseti á botnvörpuskipinu Nirði. Ráðgaðist hann bæði við Ólaf Friðriksson og Jónas Jóns- son frá Hriflu, sem báðir voru mjög hlynntir hugmyndinni og studdu Jón er þeir máttu. — Laugardaginn 16. okt. þ. á. var haldinn undirbúningsfundur í Good-templarahúsinu, og voru í upphafi fundar mættir 50 manns, sennilega allt sjómenn nema Ólafur Friðriksson og Jónas frá Hriflu, og hóf Jón Guðnason fyrstur umræður um málið. Laugardaginn 23. október 1915 var svo stofnfundur haldinn. Ólafur Frið- riksson hafði orð fyrir laganefnd og bar fram tillögu um, að stofnað yrði Háseta- félag Reykjavíkur. í fyrstu stjórn félags- ins voru kosnir: Jón Bach formaður, Jósep Húnfjörð varaformaður, Ólafur Friðriksson ritari, Guðmundur Kristjáns- son gjaldkeri, Guðleifur Hjörleifsson varagjaldkeri, og meðstjórnendur Jón Einarsson (yngri) og Björn Blöndal Jónsson, en Jónas Jónsson endurskoð- andi. Félagsmenn urðu þess fljótt varir, að við ramman reip var að draga í byrjun að fá félag þeirra viðurkennt, og launa- og réttindakröfur kostuðu trausta sam- stöðu. Ríkti mikill áhugi meðal félags- manna, fundahöld voru tíð og funda- sókn ágæt. Mun áhugi sjómanna á sam- tökunum varla hafa verið meiri í annan tíma. Árið 1923 var eitt hið viðburðaríkasta í baráttu íslenzkra verkalýðssamtaka og þó sérstaklega Sjómannafélags Reykja- víkur, og má með sanni segja, að sam- tökin fengju þá eldskírn sína í hinum svonefnda Blöndalsslag. (Segir ýtarlega frá því í starfssögu félagsins, en ekki er rúm til að geta hér). Við stofnun félagsins varð t. d. eitt helzta viðfangsefni þess, að knýja fram ákveðinn hvíldartíma á sólarhring há- setum til handa. Árið 1919 flutti Jör- undur Brynjólfsson frumvarp á Alþingi um hvíldartíma háseta á botnvörpuskip- um. Var það fellt í neðri deild með 17 atkvæðum gegn 8. Árið 1920 var Jón Baldvinsson kosinn á þing og flutti 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ frumvarpið að nýju, mætti það enn mik- illi andstöðu, en var að lokum samþykkt með 14 atkvæðum gegn 10, að lögbinda 6 klst. hvíld. Á árunum 1918—1920 tók starfsvið félagsins ört að vaxa. Risin var upp far- mannastétt, þótt fámenn væri, og tog- urum fjölgaði. Lögunum var breytt og fengu hásetar á farskipum, matsveinar og kyndarar aðgang að félaginu, svo og bátsmenn, smiðir, seglasaumarar og vél- gæzlumenn. Ennfremur stýrimenn og skipstjórar, er áður höfðu verið í félag- inu og óskuðu skriflega eftir að vera áfram. Með þessari breytingu komu upp ýms- ir starfshópar og voru kjör og aðstaða þeirra með ýmsum hætti. Kom þá upp starfsgreinaskipting sú, er síðan hefir einkennt félagið, þar eð semja þarf um kaup og kjör hverrar starfsgreinar fyrir sig. Hefur stjórnin jafnan haft þann hátt á, að kalla þrjá menn úr hverri starfsgrein til ráðuneytis í sérmálum hennar, einkum við samninga um kaup og kjör. Hefir stjórnin þann vanda á hendi að halda uppi samstöðu og góðri samvinnu meðal allra, en taka þó fullt tillit til óska hverrar starfsgreinar. Hefir þetta gengið furðu vel og er félagið ein samfelld heild, þrátt fyrir starfsgreina- skiptingu. Núverandi stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur skipa þessir menn: Jón Sig- urðsson formaður, Sigfús Bjarnason varaformaður, Pétur Sigurðsson ritari, Hilmar Jónsson gjaldkeri, Kristján Jó- hannsson varagjaldkeri, Karl E. Karls- son og Pétur H. Thorarensen meðstjórn- endur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.