Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 49
Skipstjórafélag Norðlendinga 50 ára ÍSLENZKUR TOGARI, NORSKT SÍLDVEIÐISKIP í hollenzkri skipasmíðastöð hefir íslenzka togaranum Ólafi Jóhannessyni nýlega verið breytt fyrir norska eigendur í línuveiðaskip. Sett hefir verið ný vél í skipið, lestarrými þess aukið og útbúið með tækjum til fiskfrystingar. — Mannaíbúðum hefir verið breytt, sem nú er ætlað að rúma 15 manns. — Myndin er af hinum „nýja“ h'nuveiðara og síld- veiðiskipi Sorfold, sem er stærsta skip sinnar tegundar í norska fiskveiðiflotanum, sem aðeins jafnast að stærð við íslenzka fiskveiðiskipið Víking (67 m. Iangur), sem breytt var í þýzkri skipasmíðastöð í jafnhliða síðutogara og síidveiðiskip. RIDDARALIÐ GEGN HERSKIPUM I hemaSarsögu aldanna mun ]pað fátítt að fótgöngulið eða riddaralið hafi sigrast á sjóher, en svo fjarstætt sem slíkt hljómar hefir það þó átt sér stað. Veturinn 1795, sem var mikill frostavetur í Evrópu, sendi franski uppreisnar- hershöfðinginn Pichegru, er hafði hernumið Amsterdam, riddaralið sitt út á ísinn við Helder, þar sem þeim tókst að yfirhuga hinn innifrosna hollenzka herskipaflota. í fyrri heimsstyrjöldinni kom það einnig fyrir, að allmargar, vel vopnaðar tyrk- neskar hersnekkjur, lágu við landfestar í Rauðahafinu, um það bil á svæðinu þar sem borgirnar Sódóma og Gómorra voru staðsettar forðum. í myrkri nætur réðist arabísk riddarasveit að skipunum, sökkti þeim og hvarf svo út í næturmyrkrið. Fátii félagsins. Skipstjórafélag Norðlendinga minnist á þessu ári hálfrar aldar starfsemi sinn- ar, en það er stofnað 13. febrúar 1918 og því aðeins yngra en Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Sjómanna- félag Reykjavíkur. Stofnendur voru 18 skipstjórnarmenn á Akureyri. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Stefán Jónsson formaður, Jón Bergsveinsson ritari, og Sigurður Sumarliðason gjald- keri. Félagið hóf þegar markvissa starfsemi að bættum kjörum stéttarinnar, ásamt ýmsu er horfði til bóta í siglingamálum norðanlands. — Formenn félagsins frá upphafi hafa verið þessi menn: Stefán Jónsson í 1 ár, Benedikt Steingrímsson í 14 ár, Ingvar Guðjónsson í 1 ár, Aðal- steinn Magnússon i 13 ár, Guðmundur Guðmundsson í 5 ár, Þorsteinn Stefáns- son í 7 ár og Björn Baldvinsson í 7 ár. Meðlimir félagsins í dag eru frá Ak- ureyri, Flúsavík, Grenivík, Árskógs- strönd, Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Skipstjórafélag Norðlendinga hefir frá upphafi, auk eigin málefna, stutt beint og óbeint að ýmsum hagsmuna- og menningarmálum sjómannastéttar- innar í heild. — Þorsteinn Stefánsson hafnsögumaður skrifar ýtarlegt ágrip úr 50 ára sögu félagsins í Sjómannablaðið Víking 1. tbl. þ. á. Núverandi aðalstjórn félagsins skipa þessir menn: Jónas Þorsteinsson form., Friðþjófur Gunnlaugsson ritari, og Her- bert Jónsson gjaldkeri. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.