Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 49

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 49
Skipstjórafélag Norðlendinga 50 ára ÍSLENZKUR TOGARI, NORSKT SÍLDVEIÐISKIP í hollenzkri skipasmíðastöð hefir íslenzka togaranum Ólafi Jóhannessyni nýlega verið breytt fyrir norska eigendur í línuveiðaskip. Sett hefir verið ný vél í skipið, lestarrými þess aukið og útbúið með tækjum til fiskfrystingar. — Mannaíbúðum hefir verið breytt, sem nú er ætlað að rúma 15 manns. — Myndin er af hinum „nýja“ h'nuveiðara og síld- veiðiskipi Sorfold, sem er stærsta skip sinnar tegundar í norska fiskveiðiflotanum, sem aðeins jafnast að stærð við íslenzka fiskveiðiskipið Víking (67 m. Iangur), sem breytt var í þýzkri skipasmíðastöð í jafnhliða síðutogara og síidveiðiskip. RIDDARALIÐ GEGN HERSKIPUM I hemaSarsögu aldanna mun ]pað fátítt að fótgöngulið eða riddaralið hafi sigrast á sjóher, en svo fjarstætt sem slíkt hljómar hefir það þó átt sér stað. Veturinn 1795, sem var mikill frostavetur í Evrópu, sendi franski uppreisnar- hershöfðinginn Pichegru, er hafði hernumið Amsterdam, riddaralið sitt út á ísinn við Helder, þar sem þeim tókst að yfirhuga hinn innifrosna hollenzka herskipaflota. í fyrri heimsstyrjöldinni kom það einnig fyrir, að allmargar, vel vopnaðar tyrk- neskar hersnekkjur, lágu við landfestar í Rauðahafinu, um það bil á svæðinu þar sem borgirnar Sódóma og Gómorra voru staðsettar forðum. í myrkri nætur réðist arabísk riddarasveit að skipunum, sökkti þeim og hvarf svo út í næturmyrkrið. Fátii félagsins. Skipstjórafélag Norðlendinga minnist á þessu ári hálfrar aldar starfsemi sinn- ar, en það er stofnað 13. febrúar 1918 og því aðeins yngra en Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Sjómanna- félag Reykjavíkur. Stofnendur voru 18 skipstjórnarmenn á Akureyri. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Stefán Jónsson formaður, Jón Bergsveinsson ritari, og Sigurður Sumarliðason gjald- keri. Félagið hóf þegar markvissa starfsemi að bættum kjörum stéttarinnar, ásamt ýmsu er horfði til bóta í siglingamálum norðanlands. — Formenn félagsins frá upphafi hafa verið þessi menn: Stefán Jónsson í 1 ár, Benedikt Steingrímsson í 14 ár, Ingvar Guðjónsson í 1 ár, Aðal- steinn Magnússon i 13 ár, Guðmundur Guðmundsson í 5 ár, Þorsteinn Stefáns- son í 7 ár og Björn Baldvinsson í 7 ár. Meðlimir félagsins í dag eru frá Ak- ureyri, Flúsavík, Grenivík, Árskógs- strönd, Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Skipstjórafélag Norðlendinga hefir frá upphafi, auk eigin málefna, stutt beint og óbeint að ýmsum hagsmuna- og menningarmálum sjómannastéttar- innar í heild. — Þorsteinn Stefánsson hafnsögumaður skrifar ýtarlegt ágrip úr 50 ára sögu félagsins í Sjómannablaðið Víking 1. tbl. þ. á. Núverandi aðalstjórn félagsins skipa þessir menn: Jónas Þorsteinsson form., Friðþjófur Gunnlaugsson ritari, og Her- bert Jónsson gjaldkeri. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.