Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 29

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 29
Það er jafnan forvitnilegt að hitta að máli menn, sem margt hafa lifað og í ströngu staðið. Einar M. Einarsson hefur um mörg ár verið gleymdur almenningi og hann dvaldi í eins konar útlegð meðan ýmsir starfsbræður hans hjá land- helgisgæzlunni voru heiðraðir á margan hátt og sátu dýrar veizlur bæði innan lands og utan. Það þarf líka góðar taugar til að halda að sér höndum og gæta sín vel og stofna ekki til illinda við ofureflið. — Nú ert þú kominn af hafi, Einar skipherra, eftir langa útivist, og hvað hyggstu nú fyrir? — Ekkert, nema bíða eftir að nökkvinn fúni í naustinu. — Berðu nokkurn kala, Einar, til þessarra manna, sem léku þig harðast? — Nei, að minnsta kosti ekki til þeirra, sem ég átti í höggi við árið 1932. Þeir voru að vísu harðvítugir, en ég vissi, hvar ég hafði þá, en það sama varð ekki sagt um þá, sem boluðu mér frá 1937, lugu upp á mig vömmum og skömm- um og gengu aldrei hreint til verks. Það var ekki fyrr en áiið 1963, að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, birti í Morg- unblaðinu stjórnarráðsplöggin, að ég vissi, hvernig á brott- vikningu minni raunverulega stóð. Fram að þeim tíma hélt ég, að ég hefði með einhverjum hætti verið rægður af skip- inu og ég er nú á því, að það hafi verið róið undir með Bret- anum, og það af þeim sem sízt skyldi. — Af hverju heldurðu, að þér hafi gengið svona miklu betur en öðrum að fanga togara? — Ég var vakandi fyrir þessu og gerði allt, sem ég gat, til að standa þá að verki. Þetta var ógurleg plága fyrir verstöðv- arnar á þessum árum, einkum erlendu togararnir, þeir voru svo margir og ágengir. — Hafðirðu einhver sérstök brögð í frammi? — Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég lá fyrir þeim ljóslaus hér og þar. Ég komst til dæmis á einni nóttu frá Grímsey og inn í Jökulfirði, og svo lá ég inni í botni á Veiði- leysufirði yfir birtutímann, en fór svo út á Djúpið, þegar orðið var rokkið og lét reka þar ljóslaus, og síðan fór ég inn aftur, þegar eldaði af næsta degi. — Hvenær varðstu fyrst var við að njósnað væri um ferðir ykkar? — Ég var lengi búinn að verða var við þetta, áður en það komst upp. Einu sinni t. d. kom ég inn til Akureyrar með tog- ara. Meðan ég beið eftir réttarhaldinu kom ungur og saklaus piltur um borð, gerði boð fyrir mig og sagði umbúðalaust: — Hann E........bað mig að spyrja, hvenær skipið færi og hvert það færi. Það hringdi einhver í hann að sunnan. — Ég varð svo seinna til þess að taka togarann, sem dul- málslyklarnir fundust í. — Hvað leiddi til þess, að hafin var ýtarleg leit í þessum togara? — Við höfðum örugga vissu um, að hann hefði með ein- hverjum hætti fregnað af ferðum okkar, og þetta var lengi búið að vera á döfinni. Mennirnir hlutu að hafa komizt yfir það dulmál, sem landhelgisgæzlan notaði. — Þarna um horð fundust svo dulmálslyklar skipaútgerðarinnar við varðskipin, dulmálslyklar dómsmálaráðuneytisins við þau og dulmálslyklar danska sendiráðsins við danska varðskipið, sem hér var stað- sett. Auk þess var svo njósnað um okkur víða úr landi. Við máttum helzt ekki sjást frá mannabyggðum, þá vissi allur flotinn hvar við vorum í það og það skiptið. Það er furðu- legt, hvað margir létu hafa sig til þessarar starfsemi. — Urðu menn ekki undrandi, þegar þú tókst 10 togara á einum mánuði á Þór gamla, þegar þú leystir þar af árið 1926? — Það varð bara panikk. Ég hefði tekið miklu fleiri þenn- an tveggja mánaða tíma, sem ég var með hann, ef það hefðu ekki verið tíð frátök seinni mánuðinn. — En hvernig var það, þegar þú komst um borð eftir fyrri „hvíldina" árið 1934, var þá ekki nóg að gera? — Jú, það var engu líkara en það hefði ekki verið stuggað við þeim allan tímann. Ég tók þrjá togara, hvern á eftir öðrum. — Kom aldrei til átaka hjá þér við töku togara? — Nei, ég var ákveðinn við þá. Gaf mínar skipanir og veitti þeim ekkert tækifæri til að þvæla einhverja vitleysu. Mér er minnisstætt eitt atvik, sem styður þá skoðun, að það sé nauðsynlegt að vera ákveðinn. Ég var þá 1. stýrimaður og við höfðum tekið togara við Eldey, og 2. stýrimaður fór um borð í hann og við ætluðum með hann til Reykjavíkur. Það var töf á því, að togarinn héldi af stað, og sjáanlega einhverjir erfiðleikar hjá stýrimanninum, sem fór um borð. Ég bauðst þá til að fara og féllst skipstjórinn á það. Ég fer svo um borð, snaraði mér fram hjá togarakörlunum og upp í brú, hringdi á fulla ferð áfram og kallaði til skipstjórans, að við færum til Reykjavíkur. Svo var ekki meira um það. — Fórstu oft sjálfur um borð, eftir að þú varðst skipherra? — Já, það kom oft fyrir, og alltaf þegar um björgun var að ræða. Ég fór ævinlega með körlunum, ef eitthvað var að veðri. Ég treysti alla tíð sjálfum mér bezt. Ég hafði þó lengst af úrvals mannskap. — Þeir virðast hafa kvartað oft undan því, að þú værir óþarflega ágengur við að stöðva þá. — Það getur verið. Ég var alltaf harður á því, að þessir útlendingar bæru respekt fyrir íslenzkri landhelgisgæzlu. Það var ekki hægt að líða mönnunum að hundsa stöðvunarmerki frá íslenzku varðskipi. Það varð að kenna þeim mannasiði. Þeir léku það að stela íslenzkum varðskipsmönnum. Þeir stálu ekki mér eða mínum mönnum. Ég var alla tíð á móti því að fengnir væru mótorbátar til gæzlunnar, enda kom það fljótt á daginn, að það var lítið hald í þeim. — Hvað heldurðu, Einar, að þér hefði orðið fyrir, ef þú hefðir verið við skipstjóm í landhelgisdeilunni? — Ég hefði náttúrlega litlum vörnum við komið fremur en aðrir, og ég er ekki biblíufastur. Það var við ofurefli að etja. Ég veit heldur ekki hvaða skipanir mennirnir hafa feng- ið úr landi. Það hefur sjálfsagt verið það eina rétta að taka aldrei á móti, en stórmannlegt var það ekki. Á gamalli mynd í fómm Einars mátti sjá þrjár orður á brjósti hans. Ein er íslenzk, önnur sænsk og sú þriðja frönsk. Útlendu orðurnar munu vera fyrir björgun, en sú íslenzka sennilega einhvers konar yfirbót. Ekki er Einar fáanlegur til að ræða neitt um útlendu orðurnar, og þá björgun sem að baki þeim er. Hann segir að það sé nóg um karlagrobb í þessu landi, þó að hann bætist ekki í hópinn, og ógerningur er að fá hann til að segja af sér frægðarsögu af einu eða öðru tagi. Það verður að koma annars staðar frá, ef það verður einhvern tíman gert, en það er eins líklegt að sá skipherrann, sem mest hefur unnið sér til frægðarinnar, þegi fastast. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.