Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 45
HAUKUR SIGTRYGGS: Sem dögg á blómi Suður í löndum, í sólbirtu og yl saga mín hófst, þar varð ég fyrst til. Þó var ég dropi — dögg ó blómi, en dísirnar byltu þeim skapadómi, létu mig breytast í blóa móðu, berast með vindum fró ströndinni góðu, langt ofar skýjum og skógarlöndum sem skip, er brunaði seglum þöndum lengra í norður en leiðirnar tóku. Þar léku sér vindar og jöklana skóku, ég varð að skýi og skóf þar um rinda, sem skínandi mjöll ég lagðist ó tinda. Þarna var frost og fimbulvetur, fannirnar þykkari en sónkti Pétur vissi til að vœru á jörðu. Ég vandist þarna lífinu hörðu, því ég varð hluti af ísaldarafli, einstœður meðal korna í skafli, kristall sem glóði við geislum frá sól, — gersemin mesta við norðurpól. Aldirnar liðu, allt var á skriði, ofan af fjöllum með sargandi niði ég ofurhœgt fœrðist og sótti til sjávar. Það var sumar í lofti og gargandi mávar leituðu síla á lognkyrrum firði, en létust ei sjá mína ísköldu byrði. Þá varð ég reiður og ruddist nœr sjónum, réttláta hefnd skyldi veita þeim dónum. Ég teygði mig neðar, fet fyrir fet, en fann þá bresta mitt eldforna set. Ég steyptist í hafið með stynjandi braki, steinsökk í fyrstu, en skaut upp sem flaki, rak svo út fjörðinn og fann að ég var nú farinn að bráðna — alls staðar. Það var hiti í lofti, sumar og sól, en sjórinn er kaldur við norðurpól, það veitti mér fróun að finna mig enn freðinn að mestu, þó rœki mig senn burtu frá strönd, út á hyldýpishaf. Ég helzt vildi fara alveg í kaf, geymast í djúpinu um eilífðir alda sem eðalsteinn falinn í safninu kalda. Sú var þá ósk mín, en örlögum spáðu öldur sem bárust frá suðlœgri gráðu, ég blygðaðist mín og þakti mig þoku og þannig ég varð að einskonar loku á siglingaleiðum — og létti þá stórum, því ég laskaði byrðing á skipunum fjórum. En gleðin varð skammvinn og skemmtunin þunn, ég skrapaði botninn og rak upp á grunn, og festist að lokum í fjarðarkjafti — var furða þó lýðurinn allur þar gapti, er hafði ekki séð slíkan vágest í vogum. Ég var brenndur sólgeislalogum og bráðnaði þarna dag frá degi, það duttu úr mér hlutar og flutu á legi. Ég fann að nálguðust endalok óðum, í óvissu og kvöl ég var sem á glóðum. Loksins frá sólbjörtum sunnangárum ég sveif upp í loftið sem gufa af bárum, barst svo með vindum til sólheitra sanda og sjá — ég var kominn til bernskunnar landa. Ég féll þá af himni að fullnuðum dómi, þar fann mig loks barn eitt — sem dögg á blómi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.