Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 54
kom út úr hafnarkjaftinum, og hver dropi, sem inn á skipið kom, fraus sam- stundis. Það var ekki langt komið ferð- inni, þegar rekkverkið á hvalbaknum var orðið eins og heilt þil og þykkt lag á öllum gluggum. Ratarinn sat fastur og það var slegið af meðan stýrimaður fór upp og losaði hann. Það leyndi sér ekki, þegar ég kom aft- ur í borðsalinn, að ég var hér innan um Vestfirðinga. Lygasögurnar ruddust strax yfir mig eins og snjóflóð. Það er með Vestfirðinginn eins og múkkann, að hann er alls staðar, þar sem salt vatn er og eitthvað æti. Engir menn hafa jafn gaman af að segja sögur eins og vest- firzkir sjómenn. Þeim verður allt að sögu. — Við ræddum um sjófrostið og kunnu menn margar sögur um fádæma sjófrost, en líkast til misjafnlega sannar. Kokkurinn hafði verið á Elliða á Ný- fundnalandsmiðum, þegar Júní fórst og Þorkell máni lenti í vandræðunum, og liann sagði og sagði það satt, að væri hníf haldið að þilinu í eldhúsinu sat hann fljótlega fastur á þilinu. Þannig var allt járn orðið kalt að innan sem utan. Ut af þessari sönnu sögu spunnust aðrar vafasamri að heimildargildi. Pott- ar höfðu frosið á eldavélum, þó að eldur logaði undir, sultardroparnir úr nefum manna höfðu orðið að risavöxnum grýlu- kertum, og fleiri dæmi kunnu menn fer- leg um mikið sjófrost. Stýrimaðurinn hafði lítið lagt til þessara mála, en hann reyndist þó þekkja allgott dæmi um sjó- frost. Hann hafði verið fyrir vestan á úti- legubáti, og þá var það eitt sinn í aftaka sjófrosti, að þeir voru búnir að draga og karlarnir voru á leið niður í lúkar. Það er oft að menn létta á sér áður en farið er í koju eða niður undir þiljur, og það gerði nú einn mannanna við lúkars- kappann. Eftir nokkra stund tóku þeir eftir því í stýrishúsinu, að maðurinn hreyfði sig ekki, heldur stóð alltaf þarna, eins og hann væri enn að kasta af scr vatninu. Þeim þótti þetta taka furðu- legan tíma, og þegar ekki heyrðist nema ógreinilegt uml frá manninum, þegar kallað var í hann, hljóp einn af þeim sem voru í rórhúsinu fram á til að huga að manninum. Það var þá allt frosið saman, limurinn, bunan og dekkið, og var maðurinn þannig fastur á versta stað og gat ekki hreyft sig. 40 SJÓMANnadagsblaðið Þorvaldur .... Þorvaldur Arnason er feitur og virðu- legur skipstjóri og tekur í nefið. Hann hefur verið skipstjóri hartnær tvo ára- tugi og er maður rúmlega fimmtugur. Hann hefur alla tíð verið hin mesta afla- kló, og til að vera viss um mér yrði það ekki á að bera oflof á þennan fyrrum sveitunga minn, leitaði ég uppi afla- skýrslur yfir 10 ára bil, og kom þá á daginn, að hann hafði ýmist verið hæst- ur eða næst hæstur vertíðarbáta hér í Reykjavík, og hafa þeir oftast skipt með sér þessum sætum, hann og Ármann á Helgu, en þeir eru mágar. — Þorvaldur hefur á 10 ára tímabili flutt að landi á þessum tveim skipum, sem hann á þess- um tíma hefur ráðið fyrir, þeim Hafþór, 90 tonna Svíþjóðarbáti og Ásþór, tæp- lega tvö hundruð tonna stálbáti, átta þúsund og fimm hundruð tonn af fiski á vetrarvertíðunum. Það skyldi vera að þeir væru margir borgarar þessa bæjar, sem hefðu unnið honum betur en þessi Vestfirðingur. 1 blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, var sagt, að Þorvaldur væri draumspakur og þyrfti hann ekki annað en fleygja sér út af á bekkinn í bestikkinu til þess að honum vitraðist hvert hann ætti að halda. Það kom á daginn, að þarna hafði stýrimaðurinn verið að verki, og krítað liðugt í saklausan blaðamanninn, sem tók Vestfirðinginn of bókstaflega. Hið rétta er víst að yfirnáttúrlegir kraftar kom heldur lítið við sögu í aflasæld Þor- valdar, heldur hyggjuvit, ekkólóðið, kunnátta við veiðarnar og vísindaleg vinnubrögð. Þorvaldur bókar jafnharð- an flest það, sem einhvern lærdóm má draga af við veiðarnar. Hann hefur fest spjald við gluggakarminn á einum glugganna í brúnni og krotar niður þar það sem máli skiptir, þegar honum vinnst tími til frá stjórninni, um leið og hann hefur vakandi auga á því, sem er að gerast á dekkinu. Þessar athugunar- bækur ná nú orðið yfir mörg ár og koma Þorvaldi að góðurn notum. Hann þekkir þessa fláka við Jökul eins og stofugólfið heima hjá sér og kannski betur. Hann hefur jafnan ágætan mannskap, en það er geysilegt atriði við þessar veiðar sem aðrar, að ekki sé mikið um handvömm og vel sé unnið að veiðarfærunum, þau fari klár í hafið og afköst séu góð.. Það er sagt, að Þorvaldur taki sér veiðarnar létt, af svo miklum aflamanni. Það er nú svo. Hann er sífellt á verði og hefur auga á hverjum fingri. Hann hefur ágætis skipstjóraherbergi niðri í skipinu, en notar það aldrei á vertíðum, heldur lætur sér nægja að fleygja sér út af á bekk í bestikkinu. Þorvaldur er ekki hávaðasamur skipstjóri, en kann vel að koma orðum að hugsunum sínum. Svo bar til að Þorvaldur hafði brugið sér aftur í borðsal að fá sér bita, og maður- inn, sem var við andófið, missti baujuna í skrúfuna. Þorvaldur þaut upp og sagði: — Það er náttúrlega fljótlegast að draga færið á skrúfunni, en aldrei kann ég nú almennilega við þá aðferð. Það er eins og vant er með ykkur, að þið eruð aldrei almennilega vakandi og með hugann við verkið, nema fyrsta sólar- hringinn, svo farið þið að hugsa um konurnar... í annað sinn var það, að einum há- setanna varð á smávegis handvömm við að kasta steinunum, og þá kallaði skip- stjórinn: — Já, þetta er náttúrlega nýja lagið. Ég hef nú ekki trú á að það sé betra að hafa kúluteininn undir steinateinin- um ... Hér kom fljótt á daginn, sem ég hef lent í áður, að ef ekki gengur allt sem skyldi, þegar svona aðskotafuglar eru um borð, þá er þeim ævinlega kennt um allar ófarir. Þeir á Erninum vildu leggja mér við bauju, en hirða mig síðan aftur, þegar haldið væri til lands, en hér virt- ist ekkert koma til greina, þegar hann reyndist tregur um morguninn, annað en hið fullkomna morð. — Sá hængur reyndist þó á þessu og var reyndar aug- ljós strax, þegar farið var að ræða málið, að ef þorskurinn fældist mig lifandi ofansjávar, þá yrði honum ekki betur við að sjá mig dauðan neðansjávar. Hann reyndist sem sé tregur. Þeir höfðu fengið sæmilegan afla undanfarið, en nú tók steini steininn úr, eins og einn góður Bolvíkingur hafði fyrir orð- tæki, þegar illa gekk. Skipstjórinn var með leynivopn ýms úti, sem hann kall- aði svo, hann hafði lagt á þennan og hinn hólinn, sem fáir vissu af, og hann treysti á þessi leynivopn sin, en þau áttu nú einnig eftir að bregðast honum líka í þetta sinn. — Það var svo eitt sinn, þegar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.