Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 55
liafði dregiS steindauða trossu, að hann sneri sér að mér og sagði: •—- Ég fer með þetta helvítis drasl bara uppí fjörur. Það er það minnsta að mennirnir geti verið í skjóli við að draga þetta fisklaust... Það sýnist nóg á þá lagt, að þeir hafi ekkert fyrir streðið... þó að þeir standi ekki í pusandi ágjöf og látum líka... Hann hélt síðan upp undir land, ör- grunnt og lagði þrjár trossur.... Maður getur þá haft eitthvað til að dudda við, þegar ekki er hægt að vera frammi á djúpinu. Honum hafði einu sinni lánazt þetta vel, sögðu karlarnir mér. Þá hafði hann séð framá hvassa og þráláta norðanátt, og fleygði netunum í skjóli við nesið, og fékk þar hundrað tonn, án þess að nokkur annar bátur fengi ugga, því að þeir áttu net sín dýpra og gátu ekki at- hafnaÖ sig þar vegna veÖurs. Eins og fyrr segir voru flestir um borð Vestfirðingar. Allir embættismenn- irnir, skipstjórinn, stýrimaÖurinn, vél- stjórinn og kokkurinn. Og svo var Síð- asti Geirfuglinn úr Jökulfjörðunum og herra Þorskfjörð, en það reyndist erfitt að staÖsetja uppruna hans nákvæmlega, en hann tilheyrði þó örugglega kjálkan- anum. Þetta var ungur maður og kom vel fyrir, en þótti hæglátur og stýrimað- urinn sagði, að sér fyndist hann eyða oft fulllöngum tíma í vangaveltur um það, hvort hann ætti að taka með báðum höndum á netinu eða láta aðra duga. Herra Þorskfjörð var fyrirgefið þetta hæglæti, sökum annars ágætis, enda töldu þeir sem dýpst köfuÖu, að þetta seinlæti myndi stafa frá uppeldinu, og hefði herra Þorskfjörð umgengist held- ur mikið hinar hæglátu skepnur, kýrn- ar. Það var líka svo, að þó að handtök herra Þorskfjörðs væru hæg, voru þau örugg. Hann blóÖgaði að vísu ekki nema einn fisk meðan stýrimaðurinn blóðgaði tíu, en þessi eini var líka vel blóÖgaður. Margir eru þarna röskleika menn um borð, og stýrimaðurinn víkingsmaður. —- Kokkurinn er sóma- kokkur, af því hef ég reynslu, en mér var sagt, að vélstjórinn væri hinn ágæt- asti maður í starfi. Vinnudagurinn er langur. Það er dregið stanzlaust frá því snemma á morgnana og framá kvöld. Mér sýndist það rétt, að þessir menn væru ekki of- haldnir af kaupinu sínu miÖaö við þá vinnu, sem þeir inntu af höndum og þá vosbúð og slysahættu, sem vinnu þeirra er samfara. Hann var tregur í þessum róðri, fimm tonn eða svo fyrri daginn og ef þeir hafa, hásetarnir, 100 krónur úr tonninu, hafa þeir haft upp um 500 krónur fyrir stanzlausa vinnu frá því kl. 5 um morguninn eða nítján tíma, og því haft rúmlega tuttugu og fimm krónur á tímann að jafnaði. Þeir áttu þær krónur. Það hlýtur að vera skilyrðislaus krafa, ekki einasta sjómannanna sjálfra, held- ur allra sannsýnnra manna, að sjómenn beri meira úr býtum og fái stærri hlut af tekjum þjóðarinnar en þeir gera. lSLENDINGAR OG HAFTÐ Sýningin hefsl í Laugardalshöllinni 25. maí og stendur til 11. júní. — Þar gefst mönnum kostur ó að kynnast íslenzkum sjóvarútvegi, hinum mörgu, ólíku þáttum hans og þeirri margvíslegu þjónustu, sem honum er veitt á sjó og landi. Enginn, sem ann þessum undirstöSuatvinnuvegi þjóSarinnar og vill skilja starfsemi hans til hlítar, má undir höfuS leggjast aS skoSa sýninguna. Sýningin „ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ" er æviníýri líkust. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.