Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 46

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 46
Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi: Holaveðrið órið 1925 Sveinn Sœmundsson, blaðafulltrúi Flugfélags Islands, Akurnesingur að œtterni, er snemma hleypti heimdraganum og fór í siglingar, en dvaldist einnig í Kanada við nóm og störf, er orðinn mikilvirkur rithöfundur ó starfsvettvangi íslenzkra sjómanna. Sveinn hefir ritað fjölda greina í blöð og tímarit og tekið saman fró- sagnir í þrjór bœkur, er bókaútgófan Setberg hefir gefið út. Fyrsta bókin: „I brimgarðinum" kom út órið 1965, önnur: „Menn í sjóvarhóska" kom út órið 1966, og sú þriðja: „I sœrótinu" kom út fyrir síðustu jól 1967. — Þó hefir Sveinn hafið undirbúning að fjórðu bókinni, sem sennilega verður sú síðasta í bili, í þessum flokk sagna, en allar eru þœr tengdar örlaga- ríkum atburðum á sjó, œðrulausri baróttu við nóttúruöflin, þar sem aðeins tilviljun rœður um sköp milli lífs og dauða, en maðurinn sigrar vegna þrautsegju og lífsvilja. — „I sœrótinu" tekur Sveinn m. a. ýtarlega fyrir frósagnir af hrakningum þeirra 14 íslenzku togara, er af komust í hinu ofsalega „Halaveðri," en tveir fórust: Leifur heppni og Fieldmarshall Ro- bertsson. — I greinagóðum inngangi lýsir Sveinn þjóðfélagslegum aðstœð- um þessa órabils, skýrir fró staðsetningu allra íslenzkra togara hina ör- lagaríku daga, 7.-8. febrúar 1925, er 68 íslenzkir og 6 brezkir sjómenn fórust. Aðeins fjögur skip af þeim fjórtón, sem af komust úr þessu fór- viðri og brotsjóum Halamiðanna, sluppu tiltölulega lítið sködduð, voru þessi: Þórólfur, Surprise og Asa, hin tíu lógu undir óföllum, og með flest þeirra hrein tilviljun að þau skyldu haldast ofansjóvar. Sveinn Sœmundsson hefir með ritstörfum sínum unnið mikilvœgt starf í þógu íslenzkrar sjómennsku. Frósögn hans er lífrœn og spennandi af- lestrar, en samvizkusamlega unnin og raunverubundin. Með leyfi höfundar og útgófufyrirtœkisins birtum við hér eina frósögnina úr síðustu bókinni: „f sœrótinu/ I birtingu á laugardagsmorguninn hafSi togarinn Gulltopp- ur verið að veiðum í tvo sólarhringa. Þeir toguðu á 110 faðma dýpi, og þegar híft var upp, var afli rýr. Þannig hafði það verið síðan veiðiförin hófst. Þeir lcöstuðu aftur og toguðu vestur eftir, og þegar híft var upp rétt fyrir hádegi, var sami reytingurinn, en nú var veður tehið að spillast, kominn storm- ur af suðaustri og sjór tvíátta. Jón Högnason skipstjóri sagði körlunum að taka trollið inn og gera sjóklárt á þilfari Sverre Smith loftskeytamaður tók á móti veðurfréttum um morgun- inn. Þær spáðu norÖ-norðaustan roki fram eftir deginum, en myndi snúast í vestriÖ um kvöldið. Jón skipstjóri hugsaði sér að láta reka vestur eftir meðan ekki væri veiðiveður, en reyna síðan í Víkurálnum eftir að veður skánaði. Þeir bundu vörp- una vandlega og pokann frammi á hvalbak. Tóku niður fisk- kassana og strengdu trollvíra yfir þá með togvindunni. Lifrar- tunnur í göngum voru vandlega súrraðar og eins þær sem tómar voru á bátaþilfari. Það leit út fyrir, að þeir á Leifi heppna hefðu fiskað allra skipa mest þennan sólarhring. — Gulltoppur fór fram hjá þeim kl. 3 eftir hádegi. Þeir á Gull- toppi voru að sjóbúa, en á Leifi stóðu hásetamir í aðgerð, og Guðmundur Ásbjörnsson þekkti þar bróður sinn, og þeir veif- uðu í kveðjuskyni. Eftir að gengið hafði verið frá á þilfarinu fór skipstjórinn niður og lagði sig og svo þeir, sem ekki áttu störfum að sinna, en í brú og vélarúmi voru gengnar vaktir, og Ragnar Guðlaugsson bryti sagði Sigurði Guttormssyni að- stoðarmatsvein að gera vel sjóklárt í eldhúsinu, því að hann myndi velta, er kæmi fram á daginn og kastarholumúsik var allt annað en skemmtileg. Þeir létu reka fyrst um sinn, en þegar norðanveðrið skall á síðdegis, var skipinu haldið upp í á hálfri ferð, en sló oft undan, og þeir voru talsverða stund að ná því upp í á ný. Þeir voru þama utarlega á Halanum, og sjórinn óx mjög eftir að hvessti. Þeir töluðu um það i brúnni, að þýzkbyggðu tog- ararnir væru stöðugri en þeir enskbyggðu. Skipið varði sig prýðilega allan daginn. Þeir höfðu búist við að hann mundi hvessa fram eftir deginum, en síðan myndi veðurspáin rætast. Allir vissu samt, hve erfitt starf veðurstofunnar var. Bylur- inn sortnaði, og þegar dimmdi, var orðið ofsarok og stórsjór og fór sýnilega vaxandi. Þeir urðu að viðhafa mikla gætni, er þeir fóm um skipið, og fjórir ungir menn, viðvaningar, sem voru þarna í sínum fyrsta túr, spurðu eldri menn, hvort þetta væri vanalegt. Jú, þetta kom svo sem oft fyrir, sögðu þeir og engin ástæða til að kvíða. Vilhelm 1. vélstjóri hafði farið niður í vélarúm nokkru áður en hann átti vakt. Sigurgeir Jónsson aðstoðarmaður í vél var 2. vélstjóri í þessari ferð. Kyndaranum gekk vel að halda gufuþrýstingi, hann var í há- marki, og niðri var allt í röð og reglu. Það var um tíuleytið um kvöldið. Friðfinnur Kjærnested 1. stýrimaður var að fara í stakkinn í ganginum fyrir framan eldhúsið. Hann átti vakt klukkan tíu. Skipið lét illa og var farið að fá miklar ágjafir. Allt í einu reið mikið brot bak- borðsmegin á skipið og skellti því á stjórnborðshliðina. Stór vatnspottur, sem stóð á eldavélinni fullur af heitu vatni, kast- aðist yfir slá, sem var til hlífðar og lenti aftan á Friðfinni. Það vildi honum til, að höfuðið var ekki komið upp úr stakkn- um svo hann slapp við að brennast, en kastaðist út í þil og hlaut allmikið höfuðhögg. Hann flýtti sér í stakkinn og hélt rakleiðis upp í brú. Jón Högnason skipstjóri var í brúnni. Hann hafði hringt á ferð og ætlað að snúa skipinu upp í, en skipið lét ekki að stjóm. Hann hringdi þá á fulla ferð, og þrátt fyrir það að vélin var knúin til hins ýtrasta og stýrið hart í borð, tók það talsverða stund að ná skipinu upp í. Brot- sjórinn hafði skollið á skipið aftanvert. Þegar það kastaðist niður á hliðina hafði hlésjórinn hrifið stjórnborðs lífbátinn úr sæti, svo og bátsuglurnar og kastað honum inn að aftur- mastrinu. Þegar skipið valt og erfiðaði í sjónum, var mjög mikil hætta á, að báturinn færi fyrir borð og drægi þá með sér kaðla og bátsuglur, sem auðveldlega gátu farið í skrúf- una og stöðvað hana. Jón Högnason skipstjóri spurði, hvort þeir treystu sér til þess að fara aftur eftir og festa bátinn og 32 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.