Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Page 43

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Page 43
]par sem hann áleit, að bátskel sem þess- ari væri hætta búin í slíku hafróti. En það var um seinan. Ólag skall yfir bát- inn og margir féllu fyrir borð og drukkn- uðu. Annar bátur var sjósettur, en varð fljótlega að snúa til baka vegna hættu- legra brotsjóa. Einn farþeganna bauðst til þess reyna að synda í land. Þrátt fyrir allt sjórótið tókst honum að ná landi og láta vita af strandinu á næsta bóndabæ. Bóndinn fór ríðandi 35 mílna leið til næstu sím- stöðvar, á meðan farþeginn sneri aftur á strandstaðinn. Bátur var sjósettur, en fylltist af sjó í ólagi og allir drukknuðu nema þrír menn. Allir, sem um borð voru, horfðu upp á örlög þessara manna, og þótti ekki fært að sjósetja fleiri báta. Það virtist öruggast að halda sig um borð. Skömmu eftir hádegið varð örlaga- rík breyting á ástandinu. Brotsjór reið yfir afturhluta skipsins, og tveir björg- unarbátar brotnuðu mélinu smærra. Sjólagið var sífellt meira ógnvekjandi. Orvæningarfullar tilraunir voru gerðar til þess að búa betur að farþegunum. — Konum og börnum var komið fyrir í reyksalnum, sem var staðsettur fyrir aft- an brúna. Öryggi farþega og áhafnar var sífellt meiri hætta búin um borð, en Ma- loney, annar stýrimaður, lagði ekki árar í bát og ákvað nú að reyna að setja bát á flot og koma línu í land. Þetta reynd- ist vonlaust með öllu. Bátinn fyllti von bráðar, og þeir, sem í bátnum voru, reyndu að bjarga lífi sínu með því að synda í land gegnum brimgarðinn. Þau urðu endalok skipsins, að það brotnaði í sundur um nóttina, og sagan segir, að aðeins hafi tekizt að bjarga tuttugu manns, þar af níu farþegum. Skipið hafði innanborð gamla silfur- mynt að upphæð 4000 sterlingspund, eign Nýja Sjálandsbanka, auk annars farms. Mánuði áður en Tararua fór í sína hinztu sjóferð, fór brytinn Hinton aftur til sjós sem bryti á gufuskipið Otway, sem sigldi á milli Melbourne og hafna á vesturströnd Ástralíu, en hætti sjó- mennsku eftir nokkrar ferðir. Þá fluttist fjölskyldan búferlum til Hindmarsh, nærri Adelaide á Suður- Ástralíu, þar sem Hinton bryti hóf störf í sútunarverksmiðju. Lögreglan í Adelaine var ekki tor- tryggin. Hinton hafði gott orð á sér sem heiðarlegur maður, giftur, í góðri at- vinnu og lifði að öllu leyti vammlausu lífi. Hann var vinafár, umgekkst eink- um fyrrverandi skipsfélaga, sem stund- um komu í heimsókn til þess að rifja upp gamlar samverustundir. Á miðju ári 1882 fór kona Hintons frá honum, af hvaða ástæðu, er ekki ljóst. Seinna á árinu veiktist Hinton af berklum og neyddist til að hætta störfum í sútunarverksmiðjunni. Hann var mik- ils virtur af húsbændum sínum vegna hollustu sinnar, og greiddu þeir honum aukalega álitlega fjárupphæð að skiln- aði. Heilsufari Hintons hrakaði stöðugt, og hann var spurður um óskir sínar varð- andi dóttur sína og eigur. Prestur, sem sat við banabeð hans, skýrir svo frá, að eitthvað hafi legið honum þungt á hjarta, en áður en hann skildi við, gaf hann ekkert í skyn, hvað það var. Eftir dauða Hintons, fannst vini hans grunsamlegt, hvað kista ein var þung, sem átti að senda til bróður hans í Kali- forníu. Hann opnaði kistuna og fann þar þungan hlut, vandlega vafinn inn í leðurtösku. I umbúðunum var gullstöng, sem vó 255 únsur. Lögreglan var látin vita og gerði ýtar- lega leit í húsi Hintons, án þess að finna nokkuð meira. Hálfum mánuði eftir að lagt var hald á kistuna, datt lögreglunni í hug að skoða hana betur. Kistan, sem var fóðr- uð að innan, þótti grunsamlega þung, þótt búið væri að tæma hana. Lokið var rifið í sundur og þá kom í ljós, að það var með tvöföldum botni og leynihólfi, sem í voru tvær gullstangir til viðbótar, að verðmæti 3000 sterlingspund. Fréttin flaug eins og eldur í sinu um alla Ástralíu. Það verður aldrei ráðið, hvort Hinton bryti var einn um að smygla gullinu í land eða í félagi með öðrum. Tvær gullstengur hafa aldrei íundizt. Það er líklegt, að gullið hefði fundizt miklu fyrr, hefði húsleit verið fram- kvæmt á heimili Hintons í Melbourne. Þetta var einn af bíræfnustu gullþjófn- uðum, sem framdir hafa verið í Ástralíu fyrr og síðar. (Þýtt úr Compas. — Eyj. Þorst.). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.