Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 16

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 16
 Áhöfnin á Geirfugli GK 66. Fremri röð frá vinstri: Willard Olason, stýrimaður, Jón Guðmundsson, Sigurgeir Þórir Sig- urgeirsson, Björgvin Gunnarsson, skip- stjóri, Bragi Ingvars- son og Kristján Finn- bogason, vélstjóri. Efri röð: frá vinstri: Vilhelm Guðmunds- son, Gísli Kristjáns- son, Oddgeir Jó- hannsson, Guðmund- ur Sigurðsson, Garðar Ólafsson, Erliard Jóhannsen og Árni Þorvaldsson. Geirfuglinn byrjaði veiðar 8. janúar með net og þeir hafa veriS á netum síðan, sagði Björgvin, utan nokkra daga, sem fóru i botnhreinsun á bátnurn. Björgvin sagði, að útkoman í marz í vetur hefði orðið allt önnur en þeir ættu að venjast, þar sem loðnan hefði ekki gengiS vestur með, og afli því orðið mjög lítill á þeim tíma. Hins vegar hefði apríl verið aðaluppistaðan í þorskveiðinni, en annars var ufsinn ráðandi í aflanum. Björgvin sagði, að þeir hefðu byrjað meS 6 trossur, en síðan hefði þeim farið fjölgandi og síðustu dagana voru þeir með 11 trossur. 13 skipverjar hafa ver- ið á Geirfuglinum að undanförnu, en venjulega eru þar 12 menn. Björgvin sagði, að meðaltrossufjöld- inn í vetur, miðaS viS netafjölda, væri 8 trossur. Eigendur Geirfugls eru Björgvin skip- stjóri, Willard Ólason stýrimaður, Krist- 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ján Finnbogason vélstjóri og Dagbjartur Einarsson, skipstjóri á Drífu RE 10, en þeir félagar leigja þann bát. Láta mun nærri aS um 1000—1100 tonn af aflanum sé þorskur og afgang- urinn aS langmestu leyti ufsi. Þegar við spurðum Björgvin um afla- hlutinn, hló hann við og sagði, að þeír félagar hefSu nú bara ekki haft tíma til þess aS reikna hann út, þar sem ífram- kvæmdastjóri væri Dagbjartur skipstjóri á Drífu, en hins vegar sagði hann, að kona Dagbjarts hefði séð um það að borga strákunum það, sem þeir þyrftu, en uppgjörið yrði aS bíSa vertíSarloka. Þó taldi hann líklegt, að hluturinn myndi verða um 250—260 þús. kr. Björgvin lét vel yfir mannskapnum og sagði, að mest væru hjá honum sömu mennirnir ár eftir ár. „Hörkuduglegir menn og samtaka," sagði hann. Hann sagði, aS þeir væru allir mjög ánægðir með útkomuna, en hitt væri eins ljóst, aS á bak við þennan afla lægi ótrúlega mikil vinna skipshafnarinnar, og ef þeir reiknuðu sér á almennu tíma- kaupi allan þann tíma, sem fariS hefði í sjósóknina, þætti landmönnum þetta ugglaust ekki mikið. „Ég reikna meS því,“ sagði Björgvin að lokum, „að eftir minnst þriggja vikna skveringu förum við á síldveiðar fram á næsta haust, viS erum vanir því.“ SjómannablaSið VÍKINGUR Eitt útbreiddasta tímarit landsins, flyt- ur greinar um hagsmunamál sjómanna, frásagnir af svaðilförum og öðrum at- burðum. — Frívaktin og Fréttir í stuttu máli eru fastir þættir í Víkingnum, sem veita lesendum skemmtun og fróðleik. Kaupið og lesið VÍKINGINN. Sendið áskrift í pósthólf 425 eða hringið í 15653.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.