Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 27

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 27
Giftusamleg björgun ________________ Það er tiltölulega fátítt að fá góðar myndir af björgun úr sjávarháska, einkum á opnu hafi, en meðfylgjandi myndir voru teknar í janúar s. 1. er gríska skipið „Filtric" sökk í Biskayaflóa. Um morguninn hafði skipið sent frá sér SOS neyðarmerki um að það væri kominn leki að skipinu, þar sem það var statt um 6 mílur suður af Finis- terre. Norska skipið „Black Prince“ kom til aðstoðar hálfri klukkustund síðar. „Filtric" var farið að hallast mjög mikið og skipverjar höfðu ekki sett út björgunarbáta. „Black Prince" setti strax út björgunarbát sem lagðist um 10 metra frá flakinu, kastaði þar út björgunarbeltum og baujum, og tókst að draga þannig til sín 16 menn, sem köstuðu sér í sjóinn. Það var suðvestan hvassviðri og þungur sjór, svo björgunarbátinn rak frá skipinu og hélt svo að „Black Prince“ þar sem mennirnir voru hal- aðir um borð á laushangandi „leiðurum“. Síðan fór björg- unarbáturinn og sótti 10 menn í viðbót sem í millitíðinni höfðu komizt um borð í spánskan fiskibát. Veðrið hafði nú versnað mjög mikið, svo bátnum var haldið með lín- um frá skipinu svo hann brotnaði ekki við skipshliðina í veltingnum. Nokkra skipverja varð að draga í sjónum áður en þeim tækist að ná í „leiðarann". Unglingsdreng- ur féll út úr línuhringnum þegar hann ætlaði upp í leið- arann og alda hreif hann nokkur hundruð metra frá, áður en tækist að snúa skipinu til hans. Einn af stýri- mönnum skipsins kastaði sér í bjargbauju í sjóinn til þess að hjálpa honum. Áhöfn björgunarbátsins tókst að lokum að komast um borð á „leiðaranum" en björgunarbátinn var ekki hægt að taka um borð aftur vegna sjógangs. Þannig lauk þess- ari giftusamlegu björgun, við hinar verstu aðstæður, án þess að nokkurn sakaði, en á meðan var hið gríska skip sokkið. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.