Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 33

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 33
Salóme, kona mín, er fóstruð upp í Ögri hjá Þuríði konu Jakobs í Ógri. Það var mikil reisn yfir Ógri á dögum Jakobs, þó að það væri nú reyndar fyrir mína tíð. Ég hafði aðeins af því glöggar spurn- ir þeirra, sem vel þekktu til í Ögri um aldamótin. Þá var þar aldrei 'færra en 30 í heim- ili, 12—14 vinnumenn og 12 vinnu- konur, auk róðrarmanna, sem oft voru margir, því að Jakob hafði jafnan skip fyrir landi, stundum mörg. Ögur átti þá jarðirnar Garðstaði, Strandsel, Skarð í Skötufirði og Hjalla og part í Bæjum, hálfan Neðri-Bakka í Langadal, hálft Laugaból í Laugadal og Smiðjuvík alla á Ströndum. — Ögurkirkja var bænda- kirkja allt frá tímum Björns ríka í Ögri, og átti hún auk þess, sem talið hefur verið, uppsátur í Bolungavík. Það kann að vera, að Ögurbúið hafi átt fleiri ítök við Djúp, þó að mér sé það ekki kunn- ugt. Jakob var síðasti ábúandinn í Ögri, sem sat í öllu þessu ríkidæmi, því eftir hans daga tóku tímar að breytast og jarðir að ganga undan Ögri. Nú eru þær allar seldar og stóra húsið, sem Jakob lét reisa, kjallari, tvær hæðir og stórt ris, stendur nú nálega yfirgefið. þar sem áður voru margir bátar fyrir landi, heimili fjölmennt og mikil önn til lands og sjávar, er nú engin fleyta, og engin styggð kemur að sjófuglinum við flæðarmálið í lygnunni innan hólm- anna. Já, Jakob í Ögri var mikill fyrir sér og honum græddist fé mikið, þó að hann drykki ótæpilega og sæist þá stund- um lítt fyrir. Rausnin var rnikil líka hjá þeim hjónum við fátæka, sendur matur á bæina, en það mátti ekki vitnast. Já, víst hefur rnargt breytzt. Þegar ég keypti skektuna mína 1917, kostaði hún 700 krónur og Hermóður, sem var 3 tonn og smíðaður af Jakobi og Sig- mundi Falssonum (Falur, faðir þeirra var veikur), kostaði með öllum 'farviðum og veiðarfærum 2700 krónur. Þá var krónan króna. Ég hef verið farsæll, gigtin er það eina, sem hefur þjáð mig um dagana -— Flöskupósfur Hermaður, sem sennilega hefur þjáðst af heimþrá, kastaði út flöskupósti einhvern tíma á ár- inu 1916 frá herflutningaskipi, úti fyrir ströndum Ástralíu. — í marzmánuði sl. fannst flaskan — og bréfið, sem er vel varð- veitt. Það var áströlsk Stúlka, Lynda Harald, sem fann bréfið, og sést hér á myndinni með flöskuna og bréfið. og það var nú svo sem nokkuð, þvílíkar kvalir sem fylgdu henni, ég hef varla skorið mig í fingur — utan einu sinni, ég sneið af hnúana á annarri hendinni, lét rjól við og batt um og það greri, mér greru skurfur einstaklega vel — blóðið hefur verið gott; svo sleit ég í mér taug, það var eftir að ég kom til ísafjarðar, ég var að kasta upp úr trillunni minni, og var að 'fleygja stórri löngu upp á bryggjuna, en hún sat föst í goggnum og það kom svona óhnögglegur rykkur á hendina, að taugin slitnaði og hnýtti, og ég hef aldrei náð fullu afli í hendina síðan, hún er hálf máttlaus, en dugar mér það sem eftir er ... Já, ég vinn fulla vinnu frá sjö til sjö, ef því er að skipta, sýnist þér ég kannski vera kominn að fótum fram? ... Nei, ég hef aldrei verið lífhræddur, ég hef alltaf gert mér Ijóst, að dauðinn yrði ekki umflúinn, en það náttúrlega hvarflaði stundum að manni, hvernig fjölskyldunni reiddi af, þegar maður var að þvælast einn á báti í Djúpinu ... ... Og barnalán hef ég haft einstakt — ellefu börn, öll á lífi og öll vel gift, og eiga öll orðið böm — blóðið er gott. Hermann Hermannsson eignaðist fyrst skektu 1917, sem bar nafnið „Sæ- unn", þar næst sexmannafar 1919, sem hét „Óli Snarfari". 1931 keypti hann vélbátinn „Hermóð", sem hér birtist mynd af, bar sem hann stendur á kamb- inum í Ögurvík. Þróunin í skipaeign sona hans hefur orðið ör. Arið 1960 eignaðist Gunnar m.s. „Eldborg", 139 smál. skip. Árið 1963 eignast Gísli Jón m.s. ,,Vigra“ og Þórður eignast m.s. „Ógra“, 200 smál. skip. Árið 1964 eignast Gunnar m.s. „Eldborg 2“, 200 srnál. skip, og árið 1967 eignast Gunnar m.s. „Eldborg 3“, 560 smál. skip, byggt á Akureyri. Vélskipin „Ögri“ og „Vigri" voru á síðastliðnu ári seld til Afríku, en í stað þeirra eru ráðin kaup á tveimur skut- togurum af nýjustu gerð, um 1000 smál. að stærð hvor þeirra, sem Vigri h.f. og Ógri h.f. standa fyrir. Þess ber að geta, að aðaleigandi með Gunnari í Eldborg h.f. er Þórður Helga- son vélstjóri. — I Vigra h.f. með Gísla Jóni er meðeigandi Pétur B. Gunnars- son vélstjóri, og í Ögra h.f. með Þórði er meðeigandi Halldór Þorbergsson vél- stjóri. Börn Hermanns og konu hans, Sal- ome Gunnarsdóttur, önnur en að fram- an greinir, eru: Anna, húsfreyja á Isa- 'firði, Þuríður, húsfreyja á Húsavík, Sig- ríður, húsfreyja í Reykjavík, Karítas, húsfreyja á Llúsavík, Sverrir, formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna í Reykjavik, og Guðrún Dóra, húsfreyja í Reykjavík. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.