Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 38

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Qupperneq 38
Línuveiðarinn Sigríður. JÓN PÉTURSSON Jón Pétursson er fæddur að Nýjabæ á Seltjarnamesi, sonarsonur Þórðar í Gróttu, sem mikil ætt er komin af, sjó- menn margir, þar á meðal þeir bræður Guðmundur á Skalla og Jón Otti. -—- Skrýtinn karl þessi afi minn, segir Jón og gengur að stækkaðri mynd af Þórði, mikilúðlegum karli með kinn- skegg að hans tíðarhætti. ... Hann var tvíkvæntur og átti sex börn með hvorri konu, fjóra drengi og tvær telpur, og skírði börn síðari kon- unnar öllum sömu nöfnum og börn fyrri konunnar. Margt af afkomendum Þórð- ar fór til Ameríku ... Ég var þriggja ára, þegar ég fluttist hér inn í Reykjavík. Faðir minn keypti lítið hús, sem kannski stendur enn, á horni Klapparstígs og Lindargötu — í því húsi ólst ég upp. ... Sem strákur var ég sendill í Smjörhúsinu, því var stjórn- að um tíma af danskri konu -— mestu myndarkonu, en eitt sinn, þegar ég var sendur heim til hennar einhverra er- inda, kom ég að henni látinni í rúmi sínu. ... Þetta var svo óvænt og óhugn- anlegt ,að það brenndi sig fast í barns- vitund mína. ... Þegar ég var að alast upp var hér lítið um vélsmiðjur, en þó komst ég ein- hvern veginn í smiðju til Gunnars Filuppussonar á Vesturgötunni, og var stundum lánaður frá þeirri smiðju, sem kyndari eða vélamaður, en ég var fljótt laginn við vélar. ... Ég var um tíma 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ kyndari á Skúla fógeta eldri og fór af honum, minnir mig, túrinn áður en hann fórst á tundurdufli við England i ágúst 1914. Ég var líka um þetta leyti kyndari um tíma á Kólumbusi, 400 tonna skipi, sem sigldi hér í kringum landið og út. Á þessu skipi hef ég nú líkast til séð hann einna svartastan. Við lentum í ofsaveðri út af Horni og klaki hlóðst á skipið, við fengum á okkur mik- inn brotsjó ,sent tók af skorstein og björgunarbátana, lagði skipið á hliðina, og það rétti sig ekki. Ég var staddur niðri í vélarrúminu og það var engin leið að komast niður til mín — þeir fíruðu mat niður um þann loftventil- Jón Pétursson. inn, sem eftir var. Ekki gat ég lensað skipið og sjór féll því inn í ketilinn slagsíðumegin, en ég gat haldið uppi dampi á hinum katlinum og á honum dóluðum við á hliðinni alla leið til Þing- eyrar og vorum 2 sólarhringa, ég var þarna einn niðri allan tímann. Þegar inn til Þingeyrar kom, varð ljóst að skorsteinninn var enn fastur við skipið, dinglaði undir sjávarmáli í keðjum, sem á honum höfðu verið. Guðmundur á. Þingeyri lappaði upp á skemmdirnar, svo að við gætum haldið áfram til Reykjavíkur. Ég fór svo út til Danmerk- ur með Kolumbusi og þar var hann tek- inn í viðgerð — ég veiktist af lungna- bólgu við að hreinsa katlana, það var rnjög kaldsamt verk að vetrarlagi. Ég lá eina þrjá mánuði þarna úti en Kólum- bus ‘fórst á tundurdufli og með honum kyndarinn, sem kom í minn stað. 1917 var ég lánaður úr smiðjunni til að sækja Ingólf, 57 tonna bát, sem Loft- ur Loftsson í Sandgerði var að kaupa. Við lögðum af stað í apríl og komumst klakklaust til Danmerkur, þar var þá margt af skomum skammti eins og jafn- an er á stríðstímum, en okkur tókst að búa vel um okkur, tókum heila villu á leigu og lifðum í vellystingum pragtug- lega og fannst okkur ekki af veita, því að við myndum eiga erfitt verk fyrir höndum að koma bátnum heim yfir styrjaldarsvæðið. ... Báturinn var smíðaður í Korsö, en þegar að því kom að sigla honum heim, áttum við að fara fyrst til Kaupmanna- hafnar og lesta þar járn, stál og mat- vöru. Með okkur um borð á leið til Hafnar var maður, sem kallaður var „montör", eða vélaeftirlitsmaður, af því að þetta var reynsluferð skipsins. Ekki byrjaði reisan vel, við náðum ekki að starta vélinni á loftinu og þegar það var búið sagði montörinn, að ekki væri um annað að ræða, en bíða og láta hlaða loftkútana, hann var tregur til að fara karlinn — ég var ekki á því, enda ekk- ert hræddur við vélar í þessa daga — ég setti í gang á svinghjólinu, en hún snerist öfugt hjá mér — ég lét hana snúast þannig meðan ég dældi inn á loftkútana — svo losaði ég um olíu- verkið þannig að hún missti olíu andar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.