Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Page 42

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Page 42
•agsmi't Neðansjávar-sfrípþátfur Það er víst fátítt að menn öfundi delfin af neinu, en þó í þessu tilfelli . . . ef til vill? Myndir þessar eru frá hinu frœga „Moulin Rouge" í París, en þar standa nú yfir sýningar á skemmtiatriðum sem nefnast „Fanta- stic". Sýningarstúlkan heitir Gillian Ashee og leikur sund og stripþátt í miklu sjávarkeri, og meðal annars kyssir hún delfin. Hvað delfininn hugsar, þegar hann lítur Gillian afklcedda, er ekki vitað. En það er fleira athyglisvert við myndirnar. Skýringar á bls. 34. 700—800 tonna frystitogarar hagkvœmastir! Þótt Bretar eigi nú 20—30 frystitogara, frysta fæstir þeirra fiskflök. Meginhluti flotans heilfrystir aflann. Að lokinni löndun í frystigeymslur, er fiskurinn síðan þíddur upp, flak- aður og flökin síðan seld í fersku ástandi. Nokkuð magn er þó fryst að nýju í neytendaumbúðum. Síðan „Fairtry“-verksmiðjuskipin voru tekin úr notkun árið 1967 (3 skip), eru aðeins 4 brezkir frystitogarar, sem fram- leiða fryst fiskiflök um borð. Það er Coriolanus, gerður út af AF frá Hull og togararnir Ajax, Apollo og Aurora, sem gerðir eru út af fyrirtækinu Ranger Fishing Co. í North Shields. — Þetta fyrirtæki hyggst nú bæta við sig þremur nýjum sams konar frystitorgurum. Áætluð stærð hvers skips verður 779 brúttó tonn. Þykir brezkum fagmönnum meira vit í byggingu og rekstri þessara togara, heldur en hinna stóru Humber- 'frystitogara, sem eru að meðaltali 1718 brúttó tonn. Minni skipin eru svipaðan tima í veiðiferð og stóru tog- ararnir og áhafnir eru jafnfjölmennar. Hins vegar skila þau fullunnum afla á land að aflokinni veiðiferð, þar sem aftur á ■móti rúmlega helmingurinn af afla stóru togaranna fer í fiski- mjölsverksmiðju eftir að heilfrysti fiskurinn hefur verið flak- aður í landi. Stóru togararnir eru mun dýrari í rekstri, þar sem þeir þurfa stærri og neyzlufrekari vélar, bæði skips- og frysti- vélar. Þá útheimta þeir stórar frystigeymslur og vinnuaðstöðu í landi til að taka á móti aflanum og fullvinna hann. Ranger-togararnir skila fullunninni pakkaðri vöru á land, sem krefst mun minna geymslurýmis. Með byggingu þriggja nýrra togara, hyggst fyrirtækið mæta þeirri þörf fyrir fryst fiskflök á Bretlandi á síðustu árum, en þeir eiga nú við mikla örðugleika að etja vegna 10% fisktollsins, sem EFTA-samn- ingurinn gerði ráð fyrir að væri horfinn gagnvart innflutn- ingi frystra fiskflaka frá EFTA-ríkjunum. Er óvíst um fram- tíðarlandanir norskra togara í Bretlandi. Ranger-togararnir eru um 8 vikur í veiðiferð og koma með um 200 tonn af fiskflökum úr hverri ferð. Flökin eru í 7 punda umbúðum, cellophanvafin. Pakkað er í 6x7 lbs. ytri umbúðir. j

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.