Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 52

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 52
ómetanlegar. Hvernig átti hann svo að koma þessum upplýsingum í nothæft form? Hann vann fram á nótt, sólarhring eftir sólarhring og vinzaði úr það, sem gagnslaust var í þessu safni upp- lýsinga, en hafði jafnframt ákveðið plan í huga sem hann hafði lagt, þegar hann var foringi á Falmouth. Það er ekki ólíklegt að hann hafi fengið hugmyndina á einhverri af hinum löngu næturvöktum á siglingunni þegar vindar og straumar báru hann af leið. Hann hugs- aði sér að búa til kort fyrir sjófarendur yfir strauma og vinda hafsins og sína árstíðabundið ástand þessara krafta á hinum ýmsu hafsvæðum. Nú hafði hann fyrir framan sig safn uppýsinga, sem gátu orðið honum að liði. Til þess að bæta í safn eldri upplýsinga, lét hann út- búa eyðublöð fyrir skipstjórnarmenn til að fylla út. A þessi upplýsingaform gerði hann ráð fyrir að skip- stjórar skrifuðu niður hvernig vindum og straumum hefði verið háttað á ferð þeirra og ýmsar aðrar upplýs- ingar um siglinguna. Þessum formum áttu þeir síðan að skila að ferð lokinni til siglingadeildarinnar, sem síðan ætlaði að bera þessar upplýsingar saman við þær, sem fyrir voru í gamla safninu. Ekki gáfu viðbrögð skipstjómarmanna Maury ástæðu til bjartsýni. Honum var sáralítið anzað, en hann hélt samt ótrauður áfram, þó að hann fengi í rauninni mjög litla aðstoð og enginn rétti honum hjálparhönd. Það tók fimm ár að fullgera hið rfæga og fyrsta vinda- og straumakort, sem bar nafnið: „Vindar og straumar á Norður-Atlantshafi“, og var útgefið 1847. Síðan fylgdu í kjölfarið álíka kort yfir Suður-Atlantshafið, Kyrra- hafið og Indlandshafið. Maury trúði svo hiklaust á þessi verk sín, að hann prédikaði fullum rómi, að notkun þessara korta gætu stórlega stytt siglingatíma skipa milli staða á þessum hafsvæðum. Það tók ekki skipstjórana á klipper- skipunum langan tíma að komast að raun um, hversu rétt þessi skoðun hans var. Ef tekið er dæmi af leið- inni New York fyrir Hornhöfða og til San Francisco þá var það svo, að fyrir daga Maurys tók þessi ferð allt að sex mánuðum eða jafnvel lengur. Ef höfð var hliðsjón af kortum Maurys á siglingunni styttist tím- inn um helming, hvorki meira né minna. Annað gott dæmi um tímasparnað við siglingu eftir kortum Maurys, var leiðin frá Bretlandi til Ástralíu fyrir Góðrarvona- höfða og sömu leið til baka. Það var hagstætt að sigla fyrir Góðravonahöfða frá Bretlandi til Ástralíu, því að þá höfðu menn not af austannvindunum, en eins og Maury benti á var baka- leiðin miklu fljótfarnari, ef siglt var fyrir Hornhöfða í Ameríku. Þá var hægt að nota vestanvindinn í „belti hinna æðandi vinda“ (the roaring forties, beltið milli 39—50 breiddargráðu) og spara sér mikinn tíma. Tíma- sparnaðurinn reyndist um 50 dagar og það heyrði til 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ undantekninga að klipper þyrfti að hagræða seglum í þá sautján eða átján daga, sem siglingin frá Tasmaníu og fyrir Horn tók þá. Þessi raunhæfi árangur auðveldaði Maury starfið. Hann þurfti ekki lengur að dekstra trega skipstjóra um upplýsingar. Nú tóku eyðublöðin að streyma inn vandlega útfyllt og það sem meira var, að þetta starf hans sparaði skipseigendum milljónir dollara, og þeir gerðu sér það fyllilega ljóst, hver hlutur Maurys var, og samtök skipaeigenda í New York færðu honum að gjöf 5 þúsund dollara. Menn bjuggust þó máske enn síður við þeim árangri, sem næst kom í ljós af rann- sóknum Maurys og birtist í lítilli svartri bók. Innihald þeirrar bókar voru upplýsingar fyrir skipstjórnarmenn um, hvernig ætti að nota kortin hans og halda rétt leiðarbækur, en hún innihélt einnig fleiri mikilsverðar upplýsingar, sem mega kallast upphafið að stofnuninni Hydrograph Offices Sailing Direction (Haflýsingar- stefnan), sem gaf út mjög nytsamar bækur um það, sem vitað var um hinar ýmsu hafnir heimsins og hættu- svæði fyrir sjófarendur. Næsta afrek Maury kom óvart líkt og af tilviljun — eða var það tilviljun? Hann lá þungt haldinn skömmu eftir 1850 og sonur hans las fyrir hann úr biblíunni, — „fiskar sjávarins og hvaðeina annað ferðaðist eftir götum sjávarins“. Af lestri þessarar setningar fékk hann hugmynd. Hví ekki að leggja götur fyrir skipin yfir Norður-Atlantshafið, þar sem alltaf voru að verða árekstrar? I nánu samstarfi við F. B. Forbes í Boston og skipa- tryggingafélög í New York byrjaði Maury að leggja drög að beztu leiðunum yfir Atlantshafið og notaði til þess hið mikla safn upplýsinga, sem hann hafði komið sér upp. Hann vann nú úr þessu upplýsingasafni sínu um vinda og strauma, og reiknaði út hagstæðustu leið- irnar yfir þetta fjölfama haf. Fyrst vesturleiðina að norðan og síðan austurleiðir að sunnan. Til öryggis hafði hann hverja leið um tuttugu mílna breiða og sextíu mílur á milli þeirra. Enn einu sinni hafði hann gerzt brautryðjandi og enn þann dag í dag eru þær leiðir farnar, sem hann valdi. Maury gerði margt annað, sem samtíðinni kom vel, svo sem skrá yfir 100 þúsund stjörnur, en mesta tillag hans auk þess, sem að framan er nefnt, er þó senni- lega bók sú sem hann gaf út 1855 og fjallaði um haf- mælingar almennt, og er það fyrsta verk sinnar teg- undar á enska tungu. Þetta starf hófst í rauninni árið 1849, þegar Maury lét sér til hugar koma að kort- leggja hafsbotninn. Bandaríski flotinn tók til að leggja honum ákaft lið við framkvæmd þessarar hugmyndar og skipaði öllum skipum í flotanum að hjálpa til við þessar mælingar og lagði jafnvel til þrjú skip sérstak- lega til þess starfs. Af hinum mikla fjölda dýptarlóðn- inga, sem safnað var á fjórum árum var Maury fær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.