Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 10
8
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
í augum fyrst í stað kostnaðurinn ef
slíkur skóli yrði látinn „sigla“ á milli
kennslustaða þ.e. helstu útgerðar-
staða landsins. Ef mönnum sýnist
svo eru hæg heimatökin að leita til
Landhelgisgæslu íslands, en forstjóri
hennar Gunnar Bergsteinsson hefur
tjáð þeim sem þetta ritar að ekki
þurfi að vera nein vandkvæði á því
fyrir L.H.Í. að flytja slíkan farskóla,
kennara og búnað milli staða.
í ljósi þessa tel ég að kostnaður við
það nám sem hér er rætt um eigi að
greiðast úr sameiginlegum sjóðurn
landsmanna og að því beri að stefna
þegar í haust. Að þessi fræðsla, þekk-
ing og þjálfun, eins þýðingarmesta
þáttar í atvinnulífi landsmanna þurfi
að lifa á bónbjörgum og duttlunga-
fullum þingmönnum á ekki að líða
til lengdar.
*
Við sem höfum setið í Öryggis-
málanefnd sjómanna tókum að okk-
ur framkvæmd þess þáttar eigin til-
Iagna sem varðar áróður og auglýs-
ingar til styrktar þeim málum sem að
var unnið. Fyrir þann þátt okkar
starfs hefur nefndin orðið fyrir gagn-
rýni.
A síðum þessa blaðs er þessi hluti
nefndarstarfsins rifjaður upp og verð-
ur blaðið sent til sjómanna á sama
hátt og nefndin sendi frábært
kennslugagn frá Landssambandi
slökkviliðsmanna um borð í öll ís-
lensk skip. Var þetta gert í fullu sam-
komulagi við Siglingamálastofnun
sem sá um dreifingu.
Vegna framkominnar gagnrýni er
rétt að taka fram eftirfarandi:
Fyrsta veggspjald nefndarinnar
sem sent var til skipa, var teikning
eftir okkar ágæta Sigmund. Skip situr
á skeri og öll áhöfnin er í því að gera
vitleysur. Á brúarþaki situr sá eini
sem varð þekktur á spjaldinu, sam-
göngumálaráðherra og er að lesa sér
til í leiðarvísi! Hann gaf sjálfur góð-
fúslega leyfi til þess, enda var honum
strax tjáð að nefndin væri á engan
hátt að gagnrýna eða vega að stétt
skipstjórnarmanna og annarra yfir-
manna á skipum sem slíkra, heldur
trassanna sem koma óorði á þá og
aðra yfirmenn vegna kæruleysis, van-
þekkingar og því miður oft reynslu-
leysis.
Þá ber og að geta þess að við gerð-
um okkur fulla grein fyrir að auglýs-
ingar okkar í dagblöðum næðu ekki
til allra sjómanna, enda var þeim
stefnt ekki síður að öðrum aðilum.
Sjómönnum hefur oft réttilega ver-
ið borið á brýn kæruleysi í eigin
öryggismálum, og hafa ábendingar og
umvandanir um borð oft lítil áhrif
haft. Við reynum með þessum aug-
lýsingum að ná til foreldra, eigin-
kvenna og barna sjómanna, svo fjöl-
skyldan, sem á mest undir því að sjó-
maðurinn komi heill af hafi, legði sitt
fram til að árangri yrði náð.
Öryggismálanefnd Alþingis er að
Ijúka störfum. Útgáfa fræðslubækl-
inga sem nefndin hefur safnað fé til
er í undirbúningi og að því starfi
verður unnið áfram.
Þetta starf má ekki stöðvast. Fé-
lagasamtök, stofnanir, hagsmuna-
samtök með þátttöku opinberra aðila
verða að halda merkinu á lofti með
fyrirsögn þessarar greinar við hún:
EKKERT KEMUR í VEG FYR-
IR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI,
DÓMGREIND OG KUNNÁTTA.