Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 82
80
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
AF ÆGISÚTGÁFUNNI
OG STOFNANDA HENNAR
Bókaforlagið Ægisútgáfan var
sannkölluð sjómannaútgáfa.
Á 25 árum gaf forlagið út um
70 sjómannabækur, eða þrjár á ári.
Bækur þessar voru ýmsrar gerðar,
þýddar sem frumsamdar: skáldsögur,
ævisögur, endurminningar, sagna-
þættir, héraðssögur, æviskrár og
fræðirit.
Ægisútgáfan var einkafyrirtæki
Guðmundar Jakobssonar frá Bol-
ungavík. Hann fluttist með fjöl-
skyldu sína til Reykjavíkur 1951 og
sex árum síðar stofnaði hann Ægisút-
gáfuna sem hann rak í aldarfjórðung.
Guðmundur lést á liðnu sumri,
þann 20. júní 1985. Hann var af sjó-
mönnum kominn í Bolungavík,
þessari elstu verstöð landsins, — og
þar tók hann snemma að gera sig
gildandi til sjós og lands. Hann fædd-
ist 1912, stundaði búskap á unglings-
árum en fór svo til sjós og varð for-
maður. Hann braust ungur til náms í
Samvinnuskólann en varð að hætta
skammt á veg kominn sökum féleys-
is. Upp frá því var hann formaður á
mörgum bátum vestra en jafnframt
með annan fótinn í landi: stjórnaði
eigin útgerð í 8 ár; rak verslun í 6 ár;
var verkstjóri á ýmsum sviðum um
lengri og skemmri tíma; vélsmiðju-
stjóri; hafnarstjóri; hreppsnefndar-
maður; formaður skólanefndar;
verkalýðsforingi; Ungmennafélags-
forkólfur; — svo aðeins sé stiklað á
stóru. „En allt var þetta undir sama
hatti,“ sagði Guðmundur stundum,
„mér var í raun aldrei alvara"! Engu
að síður var hann jafnan í fremstu
víglínu þar sem hann haslaði sér völl.
Haustið 1952 var Guðmundur
dæmdur inn á Vífilstaði með berkla á
háu stigi. Þá hrundi fyrir honum ver-
öldin. En aðeins um stund. Hann
lifði af berklana, gekkst undir þá
hroðalegu aðgerð að vera höggvinn
og strax hann komst á fætur sneri
hann vörn í sókn. Það var hans eðli.
Hann dvaldi í tvö ár á Vífilstöðum og
fyrr en varðkvar hann kominn á kaf í
félagsmál berklasjúklinga; kjörinn
formaður Berklavarnar og settist í
stjórn SÍBS.
Guðmundur Jakobsson.
Þegar Guðmundur kom út af hæl-
inu tók hann fljótlega að stunda út-
gáfustarfsemi ýmiss konar og næstu
árin ritstýrði hann og gaf út ijölda
tímarita. Jafnframt hóf hann rekstur
eigin prentsmiðju. Það var svo 1957
sem hann stofnaði Ægisútgáfuna;
þegar hann leit til baka vildi hann
miða stofnun forlagsins við útkomu
bókarinnar Læknir til sjós eftir Ric-
hard Gordon sem hann gaf út það ár
í félagi við bróður sinn.
Næsta aldarfjórðunginn komu út í
nafni Ægisútgáfunnar á þriðja
hundruð bókatitlar og sem fyrr segir
máttu um sjötíu þeirra kallast hrein-
ræktaðar sjómannabækur.
Af sjómannabókum Ægisútgáf-
unnar ber fyrst að geta þeirrar bókar
sem Guðmundur sjálfur var hreykn-
astur af, Skipstjóra- og stýrimanna-
talið. „Já, það var búið að gefa út
alls konar manntöl hér á landi,“
sagði hann í blaðaviðtali, „um
presta, lögfræðinga, lækna, verkfræð-
inga og fleiri háskólastéttir, — en
ekkert sjómannatal, enda þótt enginn
væri nú háskólinn án sjómanna. Ég
er stoltur af því að Ægisútgáfan skuli
hafa staðið að útgáfu á æviskrám sjó-
manna.“ Skipstjóra- og stýrimanna-
talið er í íjórum stórum bindum með