Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 31
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
29
togarann, sem var að leggja frá. Þetta var Sigurður í Jóns-
bæ.
>,Hvað hefur komið fyrir hann Sigga,“ spurði báts-
^aðurinn á Jökli, „það er nú ekki vanalegt, að hann
Passi sig ekki betur um borð en svona. Það skyldi þá
aldrei vera að einhver kvensan hafi loksins náð honum
uPpí til sín.“
Bátsmaður þessi gat ekki hugsað sér aðra ástæðu til
bess að menn misstu af skipi. Jón þögli anzaði þessu tali
ekki orði.
Skipsmenn á Jökli hröðuðu sér frá borði. Þeim var
Sagt að mæta aftur klukkan sex. Jón þögli hafði spyrt
UPP bútung og hirt ruslfisk í pokaskjatta og hélt heim
b'yijaður.
í*egar heim kom hengdi hann upp spyrður sínar á
nagla utan á bíslaginu og lagði þar frá sér pokann með
ruslfiskinum, mest keilu. Hann ætlaði að leggja sig
stundarkom áður en hann saltaði fiskinn. Menn komu
°ft vansvefta af sjó.
Jónsbær hafði verið torfbær og stóðu enn veggimir, en
busið annars allt timbrað. Á jarðhæð var eldhús, stofa og
Svefnherbergi og öll voru þau herbergi lítil, því að alþýða
^Panna byggði ekki stórt á þriðja áratugnum.
1 hálfu risinu var kytra, sem bömin sváfu í, en í hinum
nelmingnum geymslupláss. Þar var bekkur með hey-
^Ýnu og fengu langferðamenn austan yfir Fjall, kunn-
*ngjar þeirra hjóna, stundum að fleygja sér þar á ferðum
Sl'num.
Það var ekki oft, að Jón kæmi svo af sjó, að kona hans
væri ekki á bæ, en nú var enginn heima, börnin í skólan-
um og konan brugðið sér eitthvað frá, líklega í búðina.
Jón fór úr utanyfir fötum sínum frammi í bíslaginu, því
að konan vildi ekki sjógalla-lyktina í svefnherbergið. Svo
fékk Jón sér vatn í vaskafat og þvoði það mesta af sér í
eldhúsinu, en síðan hélt hann inní svefnherbergið. Hann
var þó ekki þar, þegar konan nokkru síðar kom heim úr
búðinni.
Margrét hraðaði sér heim, þegar hún sá Jökul kominn
óvænt að bryggju. Hún sá strax á spyrðunum og sjógall-
anum, að maður hennar myndi kominn og kallaði á
hann um leið og hún gekk í bæinn en fékk ekkert svar.
Maður hennar var ekki í eldhúsinu og Margrét leit inn í
svefnherbergið. Herbergiskytran var full af tóbaksreyk
og konan tautaði fyrir munni sér, eins og það fólk gerir
oft, sem mikið er eitt. „Ólukku fýla er þetta,“ — og flýtti
sérað opna gluggann uppá gátt. Hún beygði sig síðan eft-
ir nærfötum, sem lágu á gólfinu við rúmstokkinn og sá
þá pípuna á svefnherbergisborðinu. „Ajæja, hefur hann
Sigurðurblessaðurgleymt pípunni sinni —.“
Sigurður hafði komið í býti þennan morgun í Jónsbæ
að fá sér kaffisopa áður en hann fór til skips, svo sem
vani hans var og einnig til að taka með sér hreinan fatn-
að. Margrét átti ekki von á bónda sínum í bráð og sagði
Sigurði, að það hefðu losnað stautur í gluggakarminum,
sem var þar til að smeygja á járni, sem hélt glugganum