Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 98
96
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Jónas Guðmundsson
HRAFNISTA BAR AF
Rannveig Vigfúsdóttir segir frá
Október 1984. Það er komið
haust. Stálblettir eru á himn-
inum til suðurs og vestur, er
við ökum til Hafnarfjarðar, en Löngu-
hlíðar, Gráljöll, Vífilfell og Hengill
eru komin í hvítt, sem stingur svo
undarlega í stúf við haustlitina í
Hrauninu. Logn er á sjó í Hafnarfirði
þessa stundina, nema hvað aldan
gjálfrar við svarta ströndina.
Við erum í erindum þessa stundina,
ætlum að hitta Rannveigu Vigfúsdótt-
ir, ekkju Sigurjóns Einarssonar,
skipstjóra og fyrsta forstjóra Hrafnistu
í Reykjavík.
En Rannveig Viglusdóttir er Ileira
en kona manns; eref til vili ein þekkt-
asta sjómannskonan af eldri kynslóð-
inni, heiðursfélagi í mörgum félögum,
þar á meðal Slysavarnafélagi íslands,
Slysavarnadeildinni Hraunprýði,
Kvenfélaginu Öldunni (félagi eigin-
kvenna í samnefndu skipstjóra og
stýrimannafélagi) og Sjálfstæðisfélag-
inu Vorboða, Hafnarfirði, svo eitt-
hvað sé nefnt, og hún stóð fyrir búi í
Hrafnistu í Reykjavík er heimilið þar
var tekið í notkun og hún flutti fyrst
inn í hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafn-
arfirði, þegar komið var kvöld hjá
henni og álman þar var tekin í notk-
un.
Heimsóknin hafði verið undirbúin,
það gjörði Bára dóttir hennar, því
gestrisið fólk vill gjarnan hafa fyrir-
vara, þótt eigi setji það gestum skil-
yrði.
Og áður en varir sitjum við við
gluggann á herbergi Rannveigar, er
vísar út að Hafnarfirði og hún byrjar
að segja frá, eftir að hafa haft yfir þau
blessunarorð er góðar konur nota,
þegar þær hafa ekki séð mann lengi.
Og við gefum henni orðið:
— Þó margir haldi að ég sé Hafn-
firðingur að uppruna og ég hafi unnið
hér megnið af lífsstarfi mínu, þá er ég
ættuð frá Búðum á Snæfellsnesi. Ég
fæddist 5. janúar árið 1898 og foreldr-
ar mínir voru þau Vigfús Jónsson
bóndi, seinast í Staðarsveit og kona
hans Ragnhildur Gestsdóttir. Þegarég
var 10 ára gömul, lést faðir minn og
móðir mín taldi okkur vera betur
borgið í Reykjavík, en í fásinninu
undir Jökli. Á þessum árum var fá-
tækt mikil á íslandi.
Ég sé ekki ástæðu til þess að rekja
mína uppvaxtarsögu frekar hér, nema