Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 8

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 8
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Pétur Sigurðsson EKKERT KEMUR í VEG FYRIR SLYS Á SJÓ, NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA! ótt mikil umræða verði oft í þjóðfélagi okkar um ákveðin vandamál og skoðanir hafðar uppi urn lausn þeirra er engin trygg- ing fyrir því að framkvæmd fylgi orð- um. Þetta verður hinsvegar ekki sagt um þá umræðu sem hófst veturinn 1984 um öryggismál sjómanna; þeii ri umræðu hafa fylgt ákvarðana- tökurog athafnir. Eðlilega spyrja menn hvort slíkt starf verði viðvarandi eða hvort það hjaðni, sem hver önnur bóla. Áður en reynt er að svara slíkri spurningu ber að líta til þess sem varð hvatinn að því átaki sem gert hefur verið að undanförnu. Til staðar var innibyrgð gremja, sárindi og sorg margra sem höfðu bent á leiðir til að draga úr slysatíðni meðal sjómanna, en töluðu fyrir daufum eyrum. Helliseyjarslysið við Vestmanna- eyjar og frækilegt sund Guðlaugs Friðþórssonar til lands, auk þeirrar karlmennsku sem hann sýndi eftir að landi var náð, varð hvati að mikilli umræðu á Alþingi um öryggismál sjómanna. í lok þessarar umræðu lýsti samgöngumálaráðherra, Matth- ías Bjarnason, því yfir, að hann mundi skipa sérstaka þingmanna- nefnd til að vinna að könnun og til- lögugerð um öryggi sjómanna. Þessi nefnd var skipuð 30. marz 1984 og eiga níu alþingismenn sæti í henni. I skipunarbréfi nefndarinnar segir m.a.: „Nefndin skal fjalla um alla þætti öryggismála skipa og áhafna þeirra, þar með talin menntun og þjálfun áhafna. Nefndin skal jafnframt gera til- lögur um nauðsynlegar útbætur í öryggismálum sjómanna og til- lögur um fjármögnun slíkra að- gerða. Hún skal í störfum sínum hafa náið samstarf við Siglinga- málastofnun ríkisins, Rann- sóknarnefnd sjóslysa, Slysa- varnafélag íslands, Landhelgis- gæslu íslands og samtök sjó- manna og útgerðarmanna“. Þegar þingi lauk að vori, hófst mikið og árangursríkt starf þessarar nefnd- ar, og í októberlok skilaði nefndin áfangaskýrslu til ráðherra eins og hann hafði beðið um. í þessari skýrslu komu fram 16 ítarlegar tillögur og sú sautjánda fól í sér tillögu um ljármögnun til að standa undir kostnaði við fram- kvæmd þeirra. Ég tel mér rétt og skylt, sem verk- stjóri í þessari nefnd að geta þess, að hún er vel skipuð. Flokkspólitísk sjónarmið voru ekki höfð uppi, held- ur vilji nefndarmanna að leggja sitt af mörkum svo leysa mætti brýnt vandamál. Öll sérþekking allra nefndar- manna hefur kornið að góðum not- um. Mikla og góða hjálp hefur nefndin fengið frá ritara hennar, Þór- halli Hálfdánarsyni framkvæmda- stjóra Rannsóknarnefndar sjóslysa. Nefndin náði strax góðri samvinnu við ráðamenn, ekki síst samgöngu- ráðherra, Matthías Bjarnason, sem er þingmaður kjördæmis sem á allt sitt undir sjósókn og fiskvinnslu. Hann gjörþekkir þarfir og nauðsyn þess „að hart þarf að sækja, en öryggis gæta". Hið sama má segja um sjávarút- vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, sem hefur einnig lagt störfum nefnd- arinnar mikilsvert lið. Þá var mikill styrkur í því að fá til starfa ungan og áhugasaman starfsmann Siglinga- málastofnunar, Magnús Jóhannsson, sem nokkru síðar var skipaður sigl- ingamálastjóri. Mjög gott samstarf hefur einnig verið við aðra forystu- menn aðila, sem ráðherra gat um í skipunarbréfi sínu. Síðast en ekki síst vil ég benda á ráðstefnu sem haldin var 21.—22. september 1984 um öryggismál sjó- manna. Þessi ráðstefna var haldin fyrir forgöngu Rannsóknarnefndar sjóslysa og Siglingamálastofnunar ríkisins. Þátttökuaðilar voru auk þeirra, íjórtán aðrir hagsmunaaðilar, félög og stofnanir í sjávarútvegi og siglingum, auk öryggismálanefndar Alþingis. Fjöldi þeirra sem tóku þátt i ráðstefnunni voru 216, þar af stór hópur starfandi sjómanna og verð- andi þ.e. nemendur úr Sjómanna- skólanum. Á þessari ráðstefnu voru flutt 27 erindi og umræðuhópar fjölluðu um helstu málaflokka og skiluðu áliti í lok ráðstefnunnar. Öll erindi og álit hennar voru gefin út í einu hefti og hefur þegar verið dreift meðal starf- andi sjómanna. Samkvæmt tillögu öryggismála- nefndar Alþingis var Slysavarnafé- lagi íslands falin framkvæmd svo- kallaðra öryggisnámskeiða en á þeim á að kenna öryggis-, bruna- og slysa- varnir, reykköfun, auk notkunar björgunarbúnaðar og almenna sjó- mennsku. Hófust þessi námskeið mjög fljótlega eftir tillögugerð og hafa farið víða um land. Varðskipið Þór sern S.V.F.Í. eignaðist fyrir eitt þús- und krónur, skapar frekari vonir um framgang þessara mála.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.