Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 87
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
85
Þess vegna sagði hvalurinn við kæna litla fiskinn:
„Þessi maður er mjög beizkur á bragðið, og þar að auki
er ég búinn að fá hixta af honum. Hvað á ég nú að gera?“
„Segðu honum að koma út aftur,“ svaraði kæni litli
fiskurinn.
Þá hrópaði hvalurinn til sjómannsins ofan um kokið á
sjálfum sér: „Komdu út og hegðaðu þér siðsamlega. Ég
erbúinn að fá hixta.“
„Nei, nei!“ svaraði sjómaðurinn. „Það verður nú ekki
af því. Syntu fyrst með mig heim til mín, til íslands bláu
stranda, síðan getum við talazt við.“ Svo fór hann aftur
að dansa, og lét hálfu verr en áður.
„Það verður víst bezt fyrir þig að fara heim með
hann,“ sagði kæni litli fiskurinn við hvalinn. „Ég var
búinn að segja þér það fyrirfram, að hann væri með fá-
dæmum snarráðurog ráðsnjall maður.“
Svo synti og synti og synti hvalurinn með báðum
bægslunum og sporðinum, eins hratt og hann gat fyrir
hixta. Og loksins sá hann djarfa fyrir íslands bláu strönd-
um og heimkynni sjómannsins. Og hann hljóp hálfur á
land upp á Hvalfjarðarströnd, glennti munninn upp á
gátt og kallaði: „Farþegar til Faxaflóa fari hér á Iand!“
Og um leið og hann sagði „land“, labbaði sjómaðurinn
út úr munninum á honum .
En á meðan hvalurinn var að synda heim til íslands
bláu stranda, hafði sjómaðurinn, sem í raun og veru var
með fádæmum snarráður og ráðsnjall, opnaði sjálfskeið-
inginn sinn og kloFið með honum flekann, og búið til úr
honum ferskeytta grind, með rimlum þvert og endilangt,
og hann batt hana saman með axlaböndunum sínum,
(nú skiljið þið, hvers vegna þið máttuð ekki gleyma axla-
böndunum!) og hann dró grindina alla leið upp í kok á
hvalnum, og þar festist hún! Og síðan mælti hann fram
þessa vísu, sem ég ætla nú að hafa yfir, því að þið hafið
ekki heyrt hana áður:
Girt hef ég nú fyrir gaphús þitt,
þú gleypir ei fleiri, hróið mitt.
En sjómaðurinn var ættaður af Skaganum, og nú lagði
hann af stað gangandi heim til móður sinnar, sem hafði
leyft honum að sulla með tánum í sjónum. Og hann
kvæntist og lifði hamingjusömu Iífi alla ævi síðan. Og
það gerði hvalurinn líka. En grindin var alltaf föst í koki
hans upp frá þessum degi, og honum tókst hvorki að
hósta henni upp né kingja henni, og hún aftraói því, að
hann gæti borðað annað en örsmáa Fiska. Og þetta er
ástæðan til þess, að hvalir nú á tímum borða aldrei
menn, eða drengi eða litlar stúlkur.
Litli kæni fiskurinn flýtti sér í burtu og faldi sig í leiðj-
unni undir þröskuldinum á miðjarðarlínunni. Hann var
hræddur um að hvalurinn mundi verða reiður við sig.
Sjómaðurinn hafði heim með sér sjálfskeiðinginn.
Hann var í bláu segldúksbuxunum, þegar hann sté á
land. Axlaböndin skildi hann eftir, eins og þið getið
nærri, því að með þeim batt hann saman grindina. Og
svo er þessi saga ekki lengri.
Halldór Stefánsson
íslenskaði.
Hér sjáið þið hvalinn vera að leita að kæna litla fiskinum, sem
faldi sig undir þröskuldinum á miðjarðarlínunni. Kæni litli
fiskurinn hét Brúsi. Hann felur sig milli rótanna á stórri þang-
jurt, sem vex fyrir framan dyrnar á miðjarðarlínunni. Ég hef
teiknað miðjarðarlínudyrnar á myndinni, þær eru lokaöar.
Þær eru alltaf hafðar lokaðar, því að það á alltaf að loka dyr-
um. Strikið, sem nær þvert yfir myndina og lítur út eins og
kaðall, er sjálf miðjarðarlínan, og hlutirnir, sem eru að sjá
eins og steinar, eru tveir risar, Már og Kár, sem gæta miðjarð-
arlínunnar. Það eru þeir, sem hafa tciknað skuggamyndirnar
á hurð miðjarðarlínunnar og skorið út alla snúnu fiskana fyrir
neðan hurðina. Fiskarnir með trjónurnar heita trjónuhöfrung-
ar, og fiskarnir með undarlegu höfuðin heita hamarhákarlar.
Hvalurinn fann ekki kæna litla fiskinn, fyrr en honum var
runnin reiðin, og þá urðu þeir aftur góöir vinir.