Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 21
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
19
FRÁ SJÓMANNADEGI1985
Sunnudaginn 2. júní 1985 var
48. Sjómannadagurinn hald-
inn hátíðlegur um allt land.
Lóðir Hrafnistuheimilanna voru fán-
um skreyttar, svo og skip þau sem í
höfn voru. Klukkan ellefu hófst
guðsþjónusta í Dómkirkjunni í
Reykjavík, þar sem biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson minntist
13 sjómanna sem höfðu drukknað,
eða látist af slysförum á sjó úti frá
Sjómannadeginum 1984.
Séra Hjalti Guðmundsson dóm-
kirkjuprestur þjónaði fyrir altari, sjó-
menn lásu ritningargreinar og guð-
spjall. Á meðan biskup minntist lát-
inna sjómanna var lagður blómsveig-
ur að minnisvarða óþekkta sjó-
ntannsins í Fossvogskirkjugarði.
Um hálf tvö leytið hófust hátíða-
höld Sjómannadagsins við Reykja-
víkurhöfn. Mikill mannfjöldi safnað-
ist saman á hafnarbökkum, þrátt fyr-
ir fremur leiðinlegt veður, þegar líða
tók á daginn.
Á slaginu tvö setti kynnir dagsins,
Anton Nikulásson varaformaður í
Sjómannadagsráði, hátíðina og
kynnti ræðumenn dagsins, en út-
varpað var frá ræðuhöldunum.
Ávörp fluttu Steingrímur Her-
mansnson, forsætirsráðherra,r í fjar-
veru sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar.
Fulltrúi útgerðarmanna var Einar
K- Guðfinnsson, útgerðarstjóri frá
Bolungavík og fulltrúi sjómanna
Pétur Sigurðsson, togaraskipstjóri.
Pétur Sigurðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs, heiðraði aldraða sjó-
menn með heiðursmerki Sjómanna-
dagsins, en þeir voru: Oddgeir Karls-
Fjölmenni fylgdist
meö skemmtidagskrá
og hátíðahöldum
Sjómannadagsins
1985, sem eins og árið
áður og í gamla daga
fóru fram í Reykjavíkurhöfn.
son, loftskeytamaður, Félagi ís-
lenskra loftskeytamanna, Kári Guð-
brandsson, vélstjóri, Vélstjórafélagi
íslands, Þór Guðmundur Jónsson,
sjómaður, Sjómannafélagi Reykja-
víkur og Guðráður Jóhann Grímur
Sigurðsson, skipstjóri, Skipstjórafé-
lagi íslands.
Kappróður fór fram í Reykjavík-
urhöfn og kepptu 3 stórsveitir og 9
landsveitir í karlaflokki og 3 sveitir í
kvennaflokki. Skipverjar á Bjama
Sæmundssyni urðu hlutskarpastir af
sjósveitum en sveit frá Heimilistækj-
um vann í landsveitaflokki og sveit
Hraðfrystistöðvarinnar í kvenna-
flokki.
Forstjóri Hvals hf., Kristján Lofts-
son, sýndi þá rausn einu sinni enn að
lána hvalbáta í skemmtisiglingu út á
sundin utan við Reykjavíkurhöfn og
notfærði fjöldi fólks sér þessa
skemmtisiglingu. Sjómannadagurinn
þakkar Kristjáni Loftssyni, skipstjór-
um og áhöfnum hvalbátanna fyrir
þeirra mikfa framlag til Sjómanna-
dagsins.
Sveit úr siglingaklúbbnum Sæfara
var til aðstoðar í Reykjavíkurhöfn og
eru þeim færðar sérstakar þakkir fyr-
ir alla aðstoðina sem þeir létu í té. Þá
fór fram hinn vinsæli koddaslagur.
Konur úr félögum eiginkvenna
sjómanna önnuðust sölu á veitingum
|V * - - jdfl
j&E. 'X'^