Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 37

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 37
flutnmgaþjónustu Jafnskjótt og Eimskip er bundið við bryggjupolla í einhverri af 122 viðkomuhöfnum sínum er það orðinn hluti af stórri og flókinni heild. Fullkomin flutningstæki hafa verið búin undir komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboðs- manna og aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavík. Sérhæfð tæki í landi tryggja skjóta og örugga losun. Áður en síðasti flutningsbíllinn hverfur af hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin og í næstu h'öfn er undirbúningur fyrir móttöku skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips, Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna, þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum. Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan heim. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 STEINGRÍMS ÞÁTTUR BJARNASONAR Við Bústaðaveg í Reykjavík stendur verslunarmiðstöðin Grímsbcer sem heitir eftir hin- Urn fræga enska útgerðarbæ við Humberfljót. Nafngiftin er engin til- V|ljun: eigandi hússins er sjálfur fisk- salinn í Grímsbæ og sjómaður til ^urgra ára. Eigandi Grímsbæjar er semsé ekki storgrósséri spekúlerandi á verðbréfa- ^arkaðnum. heldur góðlegur náungi ^ð hramma mikla sem stendur dagsdaglega í fiskbúð sinni og afgreið- lr fisk. Steingrímur Bjamason heitir Eann og er tólf bama faðir. Steingrímur er Vestfirðingur fram í ættir. Hann fæddist að Hóli í Bol- Ungavík 8. apríl 1918, sonur hjón- anna Kristínar Ingimundardóttur og Ejarna Bárðarsonar. Bjarni varbóndi °8 formaður í Bolungavík af svo- nefndri Hólsætt sem er þekkt ætt Vestra. Hann var kraftamaður svo sem frændur hans margir, en einnig Sr>armenni og áræðinn — og eru af h°num margarsögur. ^ann 7. janúar 1905 var mann- skaðaveður við Djúp og sexæringur frá Aðalvík hraktist til Bólungavíkur °8 hvolfdi þar í brimlendingu. Þrír ^olvíkingar bundu sig á streng og óðu fram brimið að bjarga mönnunum. Einn skipveija hafði lent undir bátn- um og sættu Bolvíkingamir lagi í út- sogi að ná manninum og hélt Bjami Bárðarson þá einn bátnum á lofti að framan meðan hinir drógu manninn undan. Þótti það fádæma hraustlega gert við erfiðaraðstæður. Bjarni varð fræguraf því afreki sínu á sumardaginn fyrsta 1913 í aftaka- veðri og briini að renna upp að sökkv- andi báti sem kominn var nær því í grunnbrot og bjarga öllum mönnun- um. Hann var síðar heiðraður af Al- þingi fyrir þá björgun. Steingrímur Bjamason ólst upp við sjóróðra og tók að stunda sjóinn alfar- ið þrettán ára gamall, fyrst heima í Bolungavík en þaðan fór hann á úti- legubátana á ísafirði og af þeim á tog- ara. Hann lauk hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1941 og varð þá stýrimaður á ýmsum skipum og sigldi sem slíkur öll stríðs- árin. Nei, blessaður vertu, ég lenti aldrei í neinu. Ég upplifði aldrei neitt af völdum stríðs- ins. Nema einu sinni í draumi! Einhverju sinni á þessum árum missti ég af skipi mínu og þurfti að bíða nokkra daga eftir skipsferð heim. Mér var umsvifalaust stungið í svart- holið. Útlendingar fengu ekki að ganga lausir í stríðslöndunum án sér- stakrar vegabréfsáritunar, þeir gátu verið njósnarar, jafnt þótt þeir væru Islendingar og meinlausir á að sjá, — og mér var kurteislega tilkynnt að ég yrði að bíða næstu ferðar til íslands í tugthúsinu. Þegar ég var búinn að gista þar í þrjár nætur dreymdi mig að ég væri á Ieiðinni heim með Jarlinum, línu- veiðaranum sem Óskar Halldórsson átti. Mér fannst ég vera uppi í brú ásamt nokkrum skipsfélögum mínum þegar allt í einu dundi á okkur skot- hríð. Við sáum kafbát aftur með skip- inu og hröðuðum okkur afturí á báta- pall að setja á flot lífbátinn. En þá buldi á okkur skothríð þar líka. Og þar með var draumurinn búinn. Um morguninn þegar fangavörður- inn færði mér teið sagði hann að það hefði komið íslenskt skip í höfn um nóttina og ég gæti komist heim með því. Ég spurði hvort hann vissi hvaða skip þetta væri. Það heitir Jarlinn, sagði hann. Svo bætti hann því við að það væri annað skip væntanlegt dag- inn eftir og ég mætti ráða með hvoru skipinu ég færi. Eftir þennan ískyggilega draum -ítið að gera í Grímsbæ, enda sunnudagur og engin búð opin Uema sjoppan og blómabúðin. Þessi hlið Grímsbæjar snýr að dstaðavegi, en í ganginum sem blasir við fyrir miðju húsi er farið niður tröppur til þeirra verslana sem gengið er í frá Efstalandi. Ljósm. Björn Pálsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.