Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 38
36
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
fannst mér þetta vera dálítið um-
hugsunarefni, en þar sem ég kunni
ekki vel við að vera innilokaður lét
ég slag standa, fannst tilhugsunin
spennandi, og sagði fangaverðinum
að ég færi með Jarlinum.
Ég neita því ekki að mér fannst
hver dagur svolítið forvitnilegur á
leiðinni heim. En það bar ekkerl til
tíðinda. Við fórum til Siglufjarðar þar
sem skipað var upp kolum og þar fór
ég í land. Jarlinn hélt síðan áfram til
ísafjarðar, keypti þar fisk og sigldi
með hann til Englands.
Síðan hefurekkert til hans spurst.
Eitt langar mig til að nefna í sam-
bandi við siglingarnar á stríðsárun-
um. Á þessum árum þegar kalla má
að við sjómenn höfum verið í stöð-
ugri lífshættu (þó við gerðum okkur
tæplega grein fyrir því), þá voru
menn í landi stanslaust að básúna
það í blöðurn og útvarpi hvað við
værum miklar hjálparhellur banda-
manna með þessum fiskflutningum.
Þessu tali reiddist maður því það var
auðvitað hrein ögrun gagnvart Þjóð-
verjum.
Eftir árásimar á Reykjaborgina og
Fróða sigldi maður eins og nraður gat.
Þá fækkaði þeim sjómönnum sem
vildu sigla og maður tók allt sem
bauðst, fór ýmist sem háseti, stýri-
maður, kokkur eða kyndari. Maður
var ókvæntur og einn á báti.
Auðvitað vissi maður um hættuna
en hún var sjaldnast yfirvofandi.
Tundurduflin blöstu náttúrlega oft
við en mest ógn stóð okkur af kafbát-
urn. Mér er minnissætt að einu sinni
þegar við komum heim og vorum á
siglingu út af Reyðarfirði í vonsku-
veðri, þá gátum við talið milli sextíu
og sjötíu dufl á nokkurra mílna
svæði.
Eitt sinn skalf hurð nærri hælum.
Við vorum á siglingu í hafi og tveir í
brúnni, Ingvar Jónsson og ég. Ingvar
var framúrskarandi sögumaður,
kunni heilu skáldsögumar utan bókar
og sagði okkur þær stundum í góðu
tómi og þama var hann að segja mér
frá Ben Húr með miklum tilþrifum.
Það var spegilsléttur sjór og ég taldi
óþarft að sýna sérstaka aðgæslu,
hvergi skip í sjónmáli og sjórinn eins
og heiðatjöm framundan. Ég hlustaði
með áhuga á Ingvar, en leit annað
slagið upp á kompásinn. Og eitt
skiptið sem ég leit upp blasti við
tundurduff beint fyrir framan stefnið
örfáa metra undan! Ég lagðist í of-
boði á stýrið og beygði í stjórnborða
— og þetta hafðist, duflið skreið aftur
með síðunni, en það stóð svo tæpt að
ég varð undireins að leggja í bak-
borða til þess að afturendinn færi
ekki í duflið. Rétt á'eftir kom kokk-
urinn óðamála upp í brú. Hann hafði
verið að kasta rusli en heyrt glamra í
niðursuðudósunum og það hafði
hann aldrei heyrt áður þegar hann
fleygði úr ruslafötunni í sjóinn. Hann
sagðist hafa gáð fyrirborðstokkinn og
uppgötvað sér til skelfingar að hann
hafði losað úr fötunni á tundurdufl!
En sem betur fór þurfti meira til en
nokkrar niðursuðudósir til að
sprengja duflið og við sigldum áfram
eins og ekkert hefði í skorist.“
að hefur löngum verið sjó-
mönnunr örðugt að finna sér
störf í landi þegar þeir hafa
hætt sjómennsku, ýmist sökum
heilsubrests eða af öðrum ástæðum,
en samt mikið eftir í þeinr til annarra
starfa. Það var ekki áfitlegt og síst fyr-
ir þarnmarga fjölskyldumenn að
halda lengi til á togurum, eigandi það
yfir höfði sér, komnir á miðjan aldur,
að þykja ekki fullgildir í góð skiprúm
og verða að hrekjast í þau lélegri eða
fá alls ekki pláss — og þurfa síðan að
ganga milli manna í landi, gamlir og
slitnir, hafandi enga kunnáttu til
neins nema sjómannsverka. Margur
hefur þess vegna brugðið á það ráð
að fara í land áður en tæki að halla
undan fyrir honum og vera þá heldur
fær urn að fá sæmilegt starf, nógu
ungur til að læra eða skapa sér eitt-
hvað sjálfur.
Svo gekk það til með Steingrím
Bjamason. Hann fór í land rúmt þrí-
tugur að árum og átti þá reyndar
sautján ára sjómannsferil að baki.
í lok stríðsins gekk Steingrímur að
eiga konu sína, Kristínu Kristjáns-
dóttur frá ísafirði. Þau hjón áttu sam-
an ellefu böm á fimmtán árum. Og
þegar fjölskyldan tók að stækka fannst
Steingrími hann þurfa að tryggja
framtíð sína og bamanna með ein-
hverju því starfi sem hann entist betur
við en sjómennskuna. Hann hætti til
sjós 1949 og vann við bílaréttingar
næstu tvö árin. Hann hafði góðartekj-
ur, því vinnan var mikil, — en ein-
hvern veginn kunni hann nú betur við
að handleika fiskinn en blikkið í bíl-
unum og hann tók fljótlega að bræða
það með sér að koma sér upp fiskbúð.
Steingrímur hafði sjálfur byggt hús
sitt við Sogaveg og tekist að gera það
ódýrt og fannst því fýsilegra að fá lóð
undir fiskbúð heldur en að reyna að
kaupa fiskbúð í rekstri. Hann sneri sér
til borgaryfirvalda og var úthlutaður
lítill skiki við Hæðargarð í Bústaða-
hverfi, gegnt Víkingsheimilinu sem
nú er, en sú aðstaða var þó aðeins til
bráðabirgða því það var ráðgert að
reisa sérstakt verslunarhús í hverfinu.
Steingrímur reisti sér 28 fermetra hús
við Hæðargarðinn og rak í því litla
plássi tvær búðir, fiskbúð og mjólkur-
búð, í þijú ár. Bústaðahverfið var þá
sem óðast að byggjast og verslun
Steingríms var fmmheijaverslun í
hverfmu og honum því vel tekið af
íbúunum.
r
Eg á það Gunnari Thoroddsen.
þáverandi borgarstjóra, að
þakka að ég gat haldið áfram
fisksölu í Bústaðahverfinu. Þegar
verslunarhúsið við Hólmgarð (næstu
götu við Hæðargarð) var byggt af
borginni þá voru allar einingar húss-
ins seldar hæstbjóðanda og ég átti
ekki hæsta boð í fiskbúðarplássið, —
en Gunnar Thoroddsen lagði á sig
þau óþægindi að kippa því í liðinn.
Jú, nú eru bráðum 35 ár síðan ég
byijaði í fisksölunni. Og ætli fiskbúð-
um hafi ekki fækkað á þeim tíma um
fjörutíu til fimmtíu hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Ég gæti best trúað því.
Sarnt held ég að það sé ekki borðað
mikið ininna af fiski nú, heldur end-
urspeglar þessi fækkun breytta versl-
unarhætti. Núorðið er fiskur seldur í
öllum stærri matvörubúðum og nú
eru þessir miklu markaðir sem ekki
þekktust fyrr á árum og þar er boðið
upp á ijölbreytta fiskrétti. Fisksalan
hefur sem sagt færst að talsverðu leyti
úr fiskbúðunum yfir í markaðina og
það held ég að hafi verið þróun sem
erfitt hafi verið að spoma gegn. Sum-
part vegna þess að okkar ágætu
stjórnmálamenn eru alltaf að reyna
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
37
að bjarga vísitölustigunum og þeir
^afa notað okkur fisksalana töluvert í
beim efnum. Árum saman fengum
v'ð svo lága álagningu að oft á tíðum
v'ar ekki lifandi á fisksölunni. Við
gerðum varla meira en skrimta og
vegna þess arna hafði fisksalinn ekki
fjármagn til að dubba upp búð sína
ems og aðrir kaupmenn þegar neyt-
er>dur tóku að gerast kröfuharðari.
Orðugleikar fisksala við að afla sér
llskjar hafa löngum verið til umræðu
J^eðal fisksala og nokkru eftir að ég
ðyrjaði stakk ég upp á því á fisksala-
lundi að það yrði kosin nefnd til að
mnnsaka hvort ekki væri hægt að
koma á laggirnar sameiginlegri inn-
Mupamiðstöð fyrir okkur fisksala.
Þetta var samþykkt og við Ari Magn-
usson, fisksali í Hlíðunum, vorum
*j°snir í nefndina. Það bar þann
arangur að við gengum í félag, rúmt
luttugu fisksalar og stofnuðum Fisk-
^iðstöðina h/f. En fljótlega eftir
stofnun Fiskmiðstöðvarinnar komst
e§ 1 andstöðu við félaga mína sem
v°ru með mér í stjórninni og dró mig
ut úr þessum félagsskap. Ég skipti þó
aHtaf við Fiskmiðstöðina þegar eitt-
yað var þar að hafa, en ég hætti að
ata afskipti af rekstri og stjóm fyrir-
t$kisins.
hað reyndu nokkrir fyrir sér sem
0rstjórar Fiskmiðstöðvarinnar en
reksturinn náði sér ekki á strik og
8ekk reyndar allur á afturfótunum.
pegar svo var komið að það var
ekkert að gera annað en að skella í lás
°§ hætta þessu, þá tók við stjórninni
Ur>nlaugur Kristjánsson, fyrrum
°garaskipstjóri. Eftir að hann kom
1 sögunnar snerist dæmið við.
Unnlagur gerði Fiskimiðstöðina að
?torfyrirtæki á þremur árum. Hann
Vggði upp þannig kerfi að hann lét
eyra fiskinum í búðimar til okkar
Sv° að við gátum komið á fólksbílum
v>nnuna eins og aðrir kaupmenn á
, 'kkanlegum tíma. Gunnlaugur
yggði geysimikið hús þar sem
^gfjörð er nú úti í Örfirisey, rak tvo
stora vörubíla sem sóttu fisk suður
!^eb sjó og síðan hafði hann yfir-
^ggða sendibíla til að færa okkur
lskinn í búðimar. Þetta var fyrir-
^tyndar ástand, — en það varði því
I >ður ekki nema í þijú ár. Gunn-
augs naut stutt við, hann lést 1962 og
1 * m
hJ
EZL
■“SBjfP' Jt
1
I !
Steingrímur í fiskbúð sinni í Grímsbæ. Ljósm. Björn Pálsson.
eftir það sótti allt í sama farið; Fisk-
miðstöðin fór á hausinn eins og leit
út fyrir þegar Gunnlaugur kom til
skjalanna. Það er eins og fyrri dag-
inn, veldur hverá heldur.“
Steingrímur verslaði í sautján ár
í Hólmgarðinum, 1954—72.
Árið 1956 opnaði hann aðra
fiskbúð í bílskúmum heima hjá sér á
Sogaveginum og rak hana hátt í tíu
ár, eða þar til Kron-húsið var byggt á
horni Sogavegs og Tunguvegs og þar
opnuð fiskbúð. Þá var Steingrímur
nauðbeygður að loka sinni búð;
markaðurinn þoldi ekki tvær fisk-
búðir svo nálægt hvor annarri. Þetta
hafði ekki fyrr gerst en fiskbúðin í
Hólmgarði var í hættu líka. Skipu-
lagsyfirvöld gerðu ráð fyrir verslun-
arsamstæðu í Efstalandi 26 og þar í
fiskbúð, aðeins örstutt frá verslunun-
um í Hólmgarði.
Steingrími tókst að tryggja sér fisk-
búðarplássið í Efstalandinu og hugð-
ist þá loka búð sinni í Hólmgarði. En
bygging hinnar nýju verslunarsam-
stæðu dróst á langinn, enda þótt
Fossvogurinn héldi áfram að byggj-
ast. Steingrímur sá þörfina fyrir slíka
verslunarmiðstöð fara sívaxandi og
gekk því einn daginn á fund borgar-
yfirvalda að spyrja hverju þessi
seinagangur sætti. Hann fékk þau
svör að þeirsem höfðu fengið úthlut-
að aðstöðu í húsinu með honum
hefðu dregið sínar umsóknir til baka
og það væri óvíst hvort byggingin
yrði reist þar eð hann væri aðeins
einn eftiraf umsækjendunum.
Er þá ekki best að ég byggi? spurði
Steingrímur.
Hann var spurður á móti hvort
hann treysti sér til að ráðast í slíkt
stórvirki upp á eigin spýtur. Stein-
grímur bað um frest til að ráða það
við sig — en það tók hann ekki nema
nóttina að hugsa málið. Hann kom