Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
67
heldur nýtur hún ekki styrks úr borg-
arsjóði. í umboði borgarstjórnar fer
hafnarstjórn með yfirstjórn Reykja-
víkurhafnar og formaður hennar er
nú Ingibjörg Rafnar.
Að sögn hafnarstjóra eru fastráðnir
starfsmenn Reykjavíkurhafnar nú
um fimmtíu og fimm talsins og viku-
kaupsmenn um þijátíu. Starfsemi
hafnarinnar er skipt í þrjár megin
deildir: skipaþjónustu sem Sigurður
Þorgrímsson skipaþjónustustjóri
segir frá í viðtali á öðrum stað hér í
blaðinu; taknideild sem sér um að
skipuleggja og gera áætlanir um ný-
byggingar og halda við mannvirkjun
hafnarinnar — yfir þeirri deild er
Hannes Valdimarsson verkfræðingur
sem jafnframt er aðstoðarhafnar-
stjóri; og skrifstofu sem veitir allri
starfsemi hafnarinnar skrifstofuþjón-
ustu og sér um innheimtu hafnar-
gjalda — skrifstofustjóri er Bergur
Þorleifsson. Hafnarstjórar í Reykja-
vík hafa frá fyrstu tíð verið einungis
þrír. Þórarinn Kristjánsson var ráð-
inn fyrsti hafnarstjórinn 1918, Valgeir
Bjömsson tók við af honum 1944 og í
ársbyrjun 1965 tók Gunnar B. Guð-
mundsson við starfinu.
Gunnar er Vestfirðingur, fæddur í
Breiðavík í Rauðasandshreppi, sonur
Guðmundar B. Ólafssonar bónda þar
og konu hans Maríu Torfadóttur,
sem bæði voru af Kollsvíkurætt.
Hann ólst upp á Patreksfirði, gekk í
Núpsskóla og varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1945.
Hann lauk fyrrihluta prófi í bygg-
ingaverkfræði frá Háskóla íslands og
lokaprófi frá Tækniháskólanum i
Kaupmannahöfn 1952 með hafnar-
gerð sem sérgrein. Á árunum
1963—4 var hann ennfremur við
framhaldsnám í Hollandi og Iauk
þaðan diplóma prófi í fagi sem kall-
ast mætti strandverkfræði. Gunnar
starfaði hjá Vita- og hafnarmála-
stjóm 1952—4, síðan hjá bæjarverk-
Gunnar B. Guðmundsson. Ljósm. Björn Pálsson.
fræðingnum í Reykjavík 1954—60,
hann rak eigin verkfræðistofu ásamt
Stefáni Ólafssyni 1960—3, — og frá
1965 hefur hann sem fyrr segir gegnt
embætti hafnarstjóra í Reykjavík.
Gunnar segir nú stuttlega frá sögu
Reykjavíkurhafnar og lýsir síðan
umfangi hennar og núverandi at-
hafnasvæði og loks hverjar hug-
myndir menn gera sér um framtíða'r-
skipan hafnarmála í Reykjavík.
„Saga hafnargerðar á íslandi er
nátengd þeim tímamótum þegar
verslun var gefin frjáls hér á landi um
miðja síðustu öld. Þá tóku einstakl-
ingar að þrýsta á um bætta hafnarað-
stöðu, en hafnir voru þá flestar sjálf-
gerðar og stærri skip gátu hvergi lagst
að bryggju. Það má geta þess að nú á
200 ára afmæli Reykjavíkurkaup-
staðar eru 130 ár frá því fyrsti fundur
hafnarstjómar í Reykjavík var hald-
inn, 21. janúar 1856. I maí það sama
ár var fyrsta mannvirki Reykjavíkur-
hafnar tekið í notkun, en það var
bauja við Akurey sem var lögð þar út
og átti að beina sæfarendum leið inn
á leguna í Reykjavík, — og í sama
mund gekk í gildi fyrsti taxti hafnar-
innar. Það leið aftur á móti hálf öld
þar til verulegur skriður komst á
hafnargerðina og nú eru nákvæmlega
75 ár frá því fyrstu hafnarlög á ís-
landi voru samþykkt 1911 en það
voru hafnarlögin fyrir Reykjavíkur-
höfn. Bygging Reykjavíkurhafnar
hófst tveimur árum síðar, 1913,
samkvæmt tillögu sem þáverandi
hafnarstjóri í Kristjaníu, Gabriel
Smith, hafði gert fyrir hafnarstjóm-
ina. Verkið var unnið af verktaka-
fyrirtæki Danans N.C. Monberg;
yfirverkfræðingurinn hét Kirk og af-
henti hann hafnarstjórn verkið full-
búið í nóvember 1917.
Þannig reis gamla höfnin í Reykja-